Heimskyr
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Loksins loksins - hann er tilbúinn!!! Diskurinn með hljómsveitinni Heimskyr sem ég og Ragnar Ólason skipum, 12 gæða lög sungin af okkur auk þess sem Eyþór Ingi úr Bandinu Hans Bubba syngur eitt lag, og verður diskurinn gefinn út á tónlist.is næstu daga. við erum komnir með blog síðu Hér og þar er hægt að hlusta á eitt lag og skora ég á sem flesta að skrá sig sem bloggvini hjá okkur, einnig er myspace síða komin í loftið og er slóðin á hana Hér
fylgist með frá upphafi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snilld
Mánudagur, 14. apríl 2008
Snæfell í úrslit eftir frábæran endasprett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Léttur sigur
Sunnudagur, 13. apríl 2008
jæja leikurinn búinn og ég bjóst við meira frá gestaliðnu, einum of létt fyrir mína menn þó svo að þeir hafi fengið á sig mark í lokin.
Það var eins og leikmenn Blackburn hefðu enga trú að þeir gætu fengið eitthvað út úr þessum leik, misstu boltann jafn óðum og þeir náðu honum og voru heppnir að fá á sig a.m.k. 2 víti, en það skipti engu - góður sigur Liverpool í dag og 4. sætið nokkuð öruggt - og kannski er séns á því 3.
Liverpool lagði Blackburn, 3:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Slakt
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Horfði á Söngkeppni framhaldsskólana í gærkvöld, því undanfarin ár hefur sú keppni verið góð en svo var ekki í gær.
Byrjum á drengnum sem kynnti þetta allt saman, hann náði aldrei að kynna einn einasta atriði almennilega, svo sem ekkert að því að vera með stæla og segja "jéjéjé" vera voða hress - drengurinn var bara ekki að höndla það að vera kynnir þarna.
Flutningurinn á lögunum var til fyrirmyndar hjá hljómsveitinni, og oft þurftu þeir að elta söngvarann sem söng ýmist of hratt eða hægði töluvert á lögunum, sjálfur hef ég reynslu af slíku og það lítur alltaf þannig út að þetta sé allt trommaranum að kenna.
Og þegar úrslitin voru tilkynnt fannst mér eins og það ætti að hespa þessu af og sá sem sigraði fékk varla klapp að launum.
frábær keppni en samt eitthvað svo glatað
Verslósigur í söngkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mergjað!!
Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Leikur Liverpool og Arsenal var hreint út sagt magnaður, en í byrjun hélt ég hreinlega að mínir menn hefðu gleymt að mæta til leiks, slíkur var vandræðagangurinn á þeim - Arsenal komst í 1-0 og ég hugsaði bara "guð minn góður" erum við að fara að tapa leiknum baráttulaust?
En svo kom sólin upp og Hyypia skoraði frábært mark með skalla eftir hornspyrnu, ekki oft sem það gerist, en það er jú sama hvaðan gott kemur
1-1 í hléi.
Liverpool menn komu mikið ákveðnari í seinni hálfleik og voru með sókn Arsenal í vasanum, og ég varð vonbetri um að ná að skora.
Þá kemur það, Torres með glæsilegt mark og staðan orðin 2-1 og um 20 mín eftir.
Svo kemur einhver stráklingur og hleypur upp völlinn og sendir fyrir markið og staðan orðin 2-2 og Arsenal allt í einu með betri stöðu.
Ég sá endalokin á leiknum engan vegin fyrir mér, Liverpool fékk víti sem meistari Gerrard skoraði úr af miklu öryggi 3-2 og Arsenal nægði að jafna til að komast áfram og settu allan kraft í það og þá má ekkert klikka og ég að fara á taugum - rúmlega!
Kuyt sparkar fram, Babel eins og raketta fram völlinn, og smellir fjórða markinu 4-2 og ég orðinn nokkuð rólegur.
Frábær leikur sem minnti mig aðeins á úrslitaleikinn í Istanbul 2005 og enn fáum við Chelsea í undanúrslitum, það verður slagur!
Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Helgin sem leið
Mánudagur, 7. apríl 2008
Fór í höfuðstaðinn á föstudag, lögðum af stað í bítið og vorum kominn um kl 14, fórum þá í bláa lónið að slaka á - samt allt of dýrt að fara þangað en vegna sjúkdóms míns er það nauðsynlegt, reyni að fara alltaf þegar ég fer suður, og um kvöldið vorum við gestir í sjónvarpssal á Bandinu hans Bubba að hvetja Eyþór okkar áfram og stóð hann sig frábærlega eins og við var að búast.
Skemmtilegt að vera staddur þarna og fá allt gjörsamlega beint í æð og engan veginn hægt að líkja þessu saman við að horfa á þetta heima í stofu, bandið mikið kraftmeira og hrárra og mikill hiti, magnað hvað þetta rými er lítið miðað við hvað það virkar mikið stærra í sjónvarpinu, Páll Rósinkrans var gestadómari og hefði hann verið að keppa þarna er ég viss um að hann hefði ekki fengið góða umsögn.
Svo á laugardaginn fór ég í golf - það var gaman.
Svo í tilefni að bloggvinur minn og snillingurinn Eyþór Árnason kommenteraði á þessa færslu, er ekki úr vegi að minnast aðeins á hans þátt í bandinu hans bubba. Eyþór er maðurinn!! Stjórnar stemmingunni og sér um að allir séu í svaka stuði, sérstaklega skemmtilegt að rétt áður en útsendingin hófst, gekk hann á milli tökumannanna og annara starfsmanna við þáttinn og gaf þeim "high five" eða fimmu - algjör snilld að fylgjast með honum, hann stjórnaði þessu alveg, hvenar við áttum að klappa, klappa standandi, ekki klappa :)
Veit ekki alveg starfsheitið á honum, sviðsstjóri held ég samt, Eyþór þú kannski segir mér frá því bara.
Svo var náttúrulega annar bloggvinur minn þarna, Jakob Smári Magnússon bassaleikari, ég efast um að til sé svalari maður og hafði ég gaman af því að fylgjast með honum með allar svölu pósurnar með bassann um sig miðjan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Karl eða kona?
Laugardagur, 22. mars 2008
Voðalega er sá sem skrifaði þessa frétt illa að sér, miðað við videoið sem fylgdi fréttinni voru þetta ekki bara kýr, sem er kvenkyns tegundin, heldur líka naut, og mér sýndist þetta bara vera naut sem er karlkyns tegundin.
í augum flestra eru þetta sennilega bara beljur, sem mér finnst ekki fallegt orð yfir þessi yndislegu dýr.
þetta er bara eins og fréttamaðurinn segði frá því að 100 nemar við háskólann hefðu útskrifast og það væri sagt að það hefðu bara verið karlar.
Sluppu á leið á sláturhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klám?
Þriðjudagur, 18. mars 2008
hver kvartar yfir svona?
ég hélt að þetta væri einmitt það sem fólk vildi sjá - karlmenn allavega, líklega hafa þessi brjóst ekki verið nógu falleg og einhver karlinn hefur kvartað, eða svo falleg að konurnar hafi öfundað og beðið sundlaugarvörðinn að lána henni föt til að hylja dýrðina.
ég er einmitt að fara að vinna í sundlauginni hér í nokkra daga sem afleysingamaður, og þá er betra að vera með á hreinu hvort þetta má hér í lauginni - hef reyndar verið að vinna þar áður og séð konur bera á sér brjóstin, þá var ekki kvartað og við starfsmennirnir settum ekkert út á þetta.
þetta er alveg út í hött - að konur sem vilja bera á sér þennan líkamshluta sé bannað það, hvar er jafnréttið?
svo maður tali ekki um suma karlmenn (mig þar á meðal) sem eru jafnvel með stærri brjóst en sumar konur, og loðnir í þokkabót. Væri þá ekki smekklegra að hafa okkur í bol og leyfa konunum að bera sig?
Bannað að bera brjóstin í Hveró | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pottþétt!!
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Mínir menn komnir áfram eftir auðveldan sigur í mílano, inter voru greinilega ekki tilbúnir í taktíska herinn hans Rafa og hlupu um eins og hauslausar rollur framan af leik og fannst best að skjóta yfir eða framhjá markinu þegar færi gafst á því að skora.
Og ekki hjálpaði það þeim að missa mann af velli með rautt spjald á 51. mínútu.
Og vil ég ekki kenna rauða spjaldinu um þessar hrakfarir - heimaliðið sá alveg um það á þess að blanda þessu spjaldi í það.
Torres skoraði svo gull af marki á 66. mínútu og málið var klárt - liðið úr bítlaborginni á leið í 8 liða úrslit.
Liverpool yfirburðalið á vellinum og gerðu grín að leikmönnum inter sem eru að rústa ítölsku deildinni og höfðu ekki tapað nema 2 leikjum heima af síðustu 55 minnir mig.
MAGNAÐ
Torres skaut Liverpool í 8 liða úrslitin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stór Dagur
Mánudagur, 10. mars 2008
í dag fagna ég 33 ára afmæli mínu og þakka fyrir kveðjurnar sem ég hef fengið í sms skeytum á msn og kommentum hér á bloggi mínu, einnig á móðir mín afmæli í dag og óska ég henni innlega til hamingju með daginn.
Þess má einnig geta að Sálin hans jóns míns spilaði í fyrsta sinn á þessum degi 1988 og á því 20 ára afmæli í dag og ég er einmitt að fara í veisluna hjá þeim á föstudaginn.
Osama Bin Laden á líka afmæli í dag - held að hann sé 51 árs og ég óska honum ekki til hamingju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)