Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

á ekki orð

já fussum svei!

meirihlutamyndun í gangi hér í litla bænum okkar, það eru framsóknarmenn,sjallarnir og vinstri grænir!! halló er ekki allt í lagi? J -listinn vann yfirburðasigur hérna og verða líklega í minnihluta, um hvað var verið að kjósa spyr ég nú bara? Hitti fólk í dag og þetta var á allra vörum, allir grautfúlir með þetta, tæplega 500 manns kusu J-listann - af hverju? jú við vildum breytingar!! sjálfsstæðið rétt marið inn manni á 119 atkvæðum og grænir náðu einum á rúmum 200 atkv. ég er alveg bit

Svo frétti ég í dag að þetta meirihlutasamstarf hafi verið ákveðið á fylleríi á laugardagskvöld - ég segi bara: Gangi ykkur vel með þetta samstarf..*kaldhæðni* 


kjördagur

jæja þá er komið að því að greiða atkvæði - búinn að velta vöngum yfir því hvað skuli kjósa, komst að niðurstöðu í gærkvöldi þar sem við hjúin þræddum kosningarskrifstofurnar. 

Alveg magnað þegar maður kemur inn á svona staði og frambjóðendur segja "þú kýst okkur er það ekki?" og hafa engan áhuga á að tala um þetta að neinu viti - Ása sem er ný hérna í bænum fékk enga athygli að neinu gagni nema hjá j-listanum, B-listinn var svo sem allt í lagi en vantaði mikið upp á sannfæringuna, og hjá d-listanum var bara ekkert að gerast.

Svo finnst mér bara fyndið með þessar pylsuveislur, heldur fólk virkilega að það trekki? Nei!

jæja ég er farinn að setja x við j  


magnað...

að finnar skildu vinna þetta - við norðulandaþjóðirnar stöndum líka saman en erum mikið færri en austanntjalds liðið svo þetta var stór sigur!!

mbl.is Finnland vann Evróvision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bdvj?

nú er vika í kosningar og ég sem var fyrir löngu búinn að ákveða að kjósa j-listann en núna er ég ekki viss um að ég geri það, ástæðan: jú.. ég fór auðvitað og kynnti mér hina flokkana og á frekar erfitt með að ákveða mig hvað ég á að kjósa - viðurkenni það að mér leist ekkert á vinstri græna en fór á þeirra fund og kom út með þeirra skoðun hvernig reka á þetta sveitarfélag - fínar hugmyndir þar, svipað var með framsókn og sjálfstæðisflokk - ég á s.s. erfitt með að ákveða mig, mitt atkvæði er jafn mikilvægt og öll hin þannig að ég verð að vanda valið. 

Það sem skiptir mig mestu eru íþróttahúsmálin og menningarmál - rekstur tónlistarskólans sem er til skammar eins og hann er rekinn í dag - umhverfismál eru enganvegin í lagi, vinsti grænir vilja t.d. taka þar á með að girða af gámasvæðið og stuðla að flokkun soprs sem mér finnst gott mál.

svo finnst mér að eigi að auglýsa eftir bæjarstjóra, allir flokkarnir vilja gera það held ég  nema j-listinn sem er með Svanfríði sem sitt bæjarstjóraefni, líst svo sem ekkert illa á hana en samt væri það betri kostur að auglýst verði í það staf og besti kosturinn tekinn  - bæjarstjóri á að koma að borðinu með sem minnst tengls við stjórmálaflokkana og nýtt fólk hér í bænum er gott mál.

 

jæja ég verð að fara að ákveða mig 


svona gengur þetta aldrei

jæja þetta fór eins og ég bjóst við, evrópa ekki hrifin af Silvíu Nótt, frekar en Selmu í fyrra. Hvernig er það með fyrirkomulagið á evróvision?, með þessari aðferð komumst við aldrei í úrslitin..ekki séns!!  Ég segi það enn og aftur að símaskosning er engan vegin réttlát - þá er ég ekki að tala um hve svekktur ég sé vegna framlagsins okkar sem komst ekki í gegn um balkan/austantjaldskosninguna í gær - það var meira að segja púað þannig að ég bjóst engan vegin við því að komast í gegn.  Litáen komst í gegn!! með atriði sem varla mætti kalla lag, 6 af 10 lögunum voru austantjalds +írar, svíar, Tyrkir og finnar. 

Hugsa að gamla fyrirkomulagið sé sanngjarnara - þar sem þau lönd sem lenda í neðarlega fá ekki að taka þátt næst, en fá að vera með þarnæst, þá væri þó hægt að horfa á evróvision allavega annaðhvert ár og ísland væri allavega með í aðalkeppninni.

Eflaust eru einhverjir ósammála mér og get ég allavega nefnt einn sem er Addi E  - en þetta er bara mín skoðun.

með þessari aðferð getum við gleymt því að komast nokkurn tíman áfram. 


2 dagar

líst ekkert á þessa stæla í stelpuni
mbl.is Silvía tók fyrir nefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gott mál hjá gömlum...

en ætli verði ekki að hafa kjörtímabilið styttra hjá þeim?

mbl.is Eldri borgarar íhuga framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mikið er ég hissa

mér hefði ekki dottið þetta í hug!!
mbl.is Ballack: Chelsea getur unnið Meistaradeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jæja þá kemur mitt 1.maiblogg

þó að það sé ekki 1. mai þá er þetta fyrsta bloggið mitt í mai þetta árið.

 

Var að spá í það um daginn hvað varð af Sofiu Hansen og dætrum hennar? Man að ég gaf 1000 kall í einhverja söfnun sem var í vinnuni þegar ég var á frystihúsinu - hvað var gert við alla þessa peninga?

Heyrði einhverntíma að peningarnir hafi ekkert farið í það sem þeir áttu að fara í, maður spyr sig?

Annars er ágætt af mér og mínum að frétta svo sem, bauð bandinu í mat í gær - gerði þessar fínu kjötbollur og ása mín sá um sósuna og desertinn - góð samvinna hér á þessu heimili. Svo var setið og spjallað fram eftir kvöldi, fín stemming bara svei mér þá!

Svo er auðvitað bikarúrslitaleikurinn í dag þar sem mínir menn spila við west ham - er svona hæfilega bjartsýnn.

Silvía Nótt að meika það í aþenu, sá myndband á netinu áðan þar sem hún notaði F orðið ótæpilega á æfingu og á blaðamannafundi mátti engin horfa beint í augun á henni og það var ein kona sem gerði það og var henni umsvifalaust hent út Brosandi

 

Svo aðeins af kosningum hér í bæ:

Búinn að heimsækja xj og xb og spurja út í það sem mér finnst skipta máli og auðvitað fæ ég þau svör sem ég vil heyra - en hvað ætli sé að marka það sem þetta fólk segir? fyrir 4 árun fór ég og spurði mestmegnis um það sama og hvað geriðst? Ekkert!!  þannig að ég er alls ekki bjarstsýnn á að það gerist eitthvað af því sem ég og fleiri viljum sjá hér í okkar annars ágæta bæ.

 

áfram liverpool 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband