svona gengur þetta aldrei

jæja þetta fór eins og ég bjóst við, evrópa ekki hrifin af Silvíu Nótt, frekar en Selmu í fyrra. Hvernig er það með fyrirkomulagið á evróvision?, með þessari aðferð komumst við aldrei í úrslitin..ekki séns!!  Ég segi það enn og aftur að símaskosning er engan vegin réttlát - þá er ég ekki að tala um hve svekktur ég sé vegna framlagsins okkar sem komst ekki í gegn um balkan/austantjaldskosninguna í gær - það var meira að segja púað þannig að ég bjóst engan vegin við því að komast í gegn.  Litáen komst í gegn!! með atriði sem varla mætti kalla lag, 6 af 10 lögunum voru austantjalds +írar, svíar, Tyrkir og finnar. 

Hugsa að gamla fyrirkomulagið sé sanngjarnara - þar sem þau lönd sem lenda í neðarlega fá ekki að taka þátt næst, en fá að vera með þarnæst, þá væri þó hægt að horfa á evróvision allavega annaðhvert ár og ísland væri allavega með í aðalkeppninni.

Eflaust eru einhverjir ósammála mér og get ég allavega nefnt einn sem er Addi E  - en þetta er bara mín skoðun.

með þessari aðferð getum við gleymt því að komast nokkurn tíman áfram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var eitthvað verið að tala um það í vinnunni hjá mér í dag að ef maður keppir 2 ár í undankeppninni og kemst ekki upp úr henni fá maður að vera með í aðalkeppninni 3 árið. Samkæmt því ættum við að fá að vera með næst. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það................

Hulda Signý (IP-tala skráð) 20.5.2006 kl. 02:17

2 identicon

Já það er rétt hjá þér. Ég er ósammála þér. Þetta er alltaf jafnmikil snilldarlausn að kenna Rússum & Co um að við getum aldrei neitt. Þá meinaru sjálfsagt, er það ekki, að þær kjósi hverja aðra? Ok, getur verið en þannig er kannski bara þeirra tónlistarmenning, ólík okkar og þeir laðast meira að henni. Held allavega ekki að þetta sé eitthvað sona: "Hey kjósum Litháen af því við eigum landamæri að þeim!!" Hvernig er þetta með okkur Íslendinga, höfum við ekki oftast gefið Svíum 12 stig. Afhverju er það ekkert gagnrýnt. Eru þeir ekki nágrannar okkar. Hvursu oft heyrir maður: "Æji heldur maður bara ekki með danska laginu?" Mjög sjaldan!! Áhuginn fyrir keppninni er gríðarlegur í A-Evrópu...þetta er tiltölulega ný keppni þar, nema kannski í Serbíu og Króatíu. Svo eru allra þjóða kvikindi í hinum og þessum löndum sem kjósa sitt þjóðerni. Var kvartað þegar Selma lenti í 2. sæti? Nei. Var kvartað þegar Birgitta tók 9da sæti og hélt okkur inni? Nei. Þá voru austantjaldsþjóðirnar bara ok og alltí lagi að hafa þær með.
Það gengur aldrei að setja gamla kerfið upp aftur. Þetta eru tæplega 40 lönd og færi allur dagurinn í að klára þetta. Ef þessu yrði skipt uppí helminginn fimmtudag og hinn laugardag yrði keppnin slitinn of mikið úr samhengi. Það þýðir ekkert að vera tapsár, fleiri þjóðir en við hafa lent neðarlega ár eftir ár. Gera bara betur. Litháen var svona fyndið lag, sem "anti júrovisjon drengir" eru típiskir með að kjósa. Ok, þú villt ekki hafa símakosningu. Viltu þá hafa fyrirfram ákveðna dómnefnd eins og einu sinni var? Er eitthvað sem segir að Austantjaldsdómnefndirnar "standi minna saman" þrátt fyrir það? Er ekki bara málið að vísa Rússum & co úr keppninni, þá geta Íslendingar alltaf verið með og lent jafnvel í neðsta sæti en verið samt sáttir, við vorum þó með í aðalkeppninni ;)

Addi E (IP-tala skráð) 20.5.2006 kl. 12:22

3 identicon

nei ég er engan vegin tapsá og er langt frá því að vera einn á þessari skoðun. Mér er slétt sama hvar ísland lendir en það væri skemmtilegra að vita til þess að við gætum verið með allavega annaðhvert ár í aðalkeppninni og þetta er að verða meira en lítið furðulegt með þessa atkvæðagreiðslu - eins og Páll Óskar sagði: "höldum bara 2 keppnir, eina fyrir austurevrópu og aðra fyrir vesturevrópu" ég er sammála þar sem tónlistarmenningin er svona gríðarlega ólík og austur evrópulöndin virðast ekki fatta það sem frá vestrinu kemur, þá er ég ekki að tala um ísland, þú sagðir sjáfur í blogginu þínu að belgía væri með snilldarlag, það komst ekki áfram - heldur fóru Tyrkir sem voru með vægast sagt lélegt lag, jafnvel verra en það íslenska og svo litáen - þvílíkt og annað eins!! þetta er hætt að snúast um lög, snýst meira um það hvaðan þau koma og hvar fólkið býr sem kýs þau - sbr. tyrkina sem eru eins og kakkalakkar um alla evrópu.

sverrir (IP-tala skráð) 20.5.2006 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband