jæja þá kemur mitt 1.maiblogg

þó að það sé ekki 1. mai þá er þetta fyrsta bloggið mitt í mai þetta árið.

 

Var að spá í það um daginn hvað varð af Sofiu Hansen og dætrum hennar? Man að ég gaf 1000 kall í einhverja söfnun sem var í vinnuni þegar ég var á frystihúsinu - hvað var gert við alla þessa peninga?

Heyrði einhverntíma að peningarnir hafi ekkert farið í það sem þeir áttu að fara í, maður spyr sig?

Annars er ágætt af mér og mínum að frétta svo sem, bauð bandinu í mat í gær - gerði þessar fínu kjötbollur og ása mín sá um sósuna og desertinn - góð samvinna hér á þessu heimili. Svo var setið og spjallað fram eftir kvöldi, fín stemming bara svei mér þá!

Svo er auðvitað bikarúrslitaleikurinn í dag þar sem mínir menn spila við west ham - er svona hæfilega bjartsýnn.

Silvía Nótt að meika það í aþenu, sá myndband á netinu áðan þar sem hún notaði F orðið ótæpilega á æfingu og á blaðamannafundi mátti engin horfa beint í augun á henni og það var ein kona sem gerði það og var henni umsvifalaust hent út Brosandi

 

Svo aðeins af kosningum hér í bæ:

Búinn að heimsækja xj og xb og spurja út í það sem mér finnst skipta máli og auðvitað fæ ég þau svör sem ég vil heyra - en hvað ætli sé að marka það sem þetta fólk segir? fyrir 4 árun fór ég og spurði mestmegnis um það sama og hvað geriðst? Ekkert!!  þannig að ég er alls ekki bjarstsýnn á að það gerist eitthvað af því sem ég og fleiri viljum sjá hér í okkar annars ágæta bæ.

 

áfram liverpool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmiiilettt að vera aldrei með lik á sig á þessum bloggsíðöm þínum góiiii..

annars bara að kvitta fyrir meg.. :)

Maria (IP-tala skráð) 17.5.2006 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband