Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Það gerðist hratt!!

Ótrúleg raunasaga Huldu Sigurðar bílstjóra.

Hún ók á gæs á mánudaginn og hún, sko gæsin (blessuð sé minning hennar) fór alla leið inn í bílinn til hennar (Huldu sko) 

Hefði Hulda kannski farið sér ögn hægar hefði þetta ekki gerst, og fréttin ekki komið í mogganum.

 

Og þá hefðum við aldrei fengið að vita af þessu.

Nú er bara að bíða og sjá hvort mogginn komi ekki með fréttir reglulega af þeim sem keyra á fugla í sumar. Það gæti verði dálkur í blaðinu við hliðina á "hverjir voru hvar" dálkinum "þessir keyrðu á fugl". 


mbl.is Fékk gæs inn um bílgluggann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

stórsniðugt!

þetta er snilld, nýru liggja ekki á lausu þannig að þeim sem vanatar nýra geta skráð sig og kannski verður heppnin með þeim.

Spurning hvort Vörutorgið frábæra fari ekki að bjóða upp á nýru á hlægilegu verði.

Auglýsingin gæti verið þannig:

Hver kannast ekki við það að nýrun eru farin að gefa sig?

Við hjá vörutorgi erum með nýru fyrir alla aldurshópa, á hreint hlægilegu verði, 4 saman í pakka -auðveld í uppsetningu og passa fullkomlega, hringdu í síma 5173030 og pantaðu nýra strax í dag!


mbl.is Viltu vinna nýra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hermann gengur til liðs við Portsmouth

þá er nokkuð ljóst  að Portsmouth falla fljótlega fyrst Hermann er mættur á svæðið. Merkilegt hvað hann hefur fallið með mörgum liðum.

Crystal Palace,Ipswich,Wimbledon og Charlton úr úrvalsdeild og ég þekki ekki árangurinn hjá Brentford þegar hann var þar. 


mbl.is Hermann gengur til liðs við Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

honum var nær..

kannski ekki rétt að skjóta strákgreyið en kannski hefur sá gamli reynt allt annað til að fá hann til að ganga ekki á grasinu.

við sem stálum úr görðum hjá gamla  hérna í gamladaga, gengum á grasinu og skemmdum stundum tré og runna erum heppnir að vera á lífi í dag. 


mbl.is Skaut nágrannann til bana fyrir að ganga á grasinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

en berum höfuið hátt!!

Milan vann og ég uni þeim það alveg - mínir menn ekki alveg rétt stilltir fyrir þennan leik og því fór sem fór, ég fór líka að hugsa um leikinn 2005 þegar Liverpool vann í vítaspyrnukeppni eftir að hafa verið 3-0 undir í hléi, hvað það hefur verið gríðarlega sárt að tapa fyrir milan liðið og aðdáendur þess, ef þetta hefði verði Livrepool sem tapaði þá! Djöfull hefði ég verið sár. 

En þessi leikur í kvöld var ekkert líkur þeim leik og annað liðið verður að tapa, og ég er stoltur af mínu liði því það voru mörg lið sem vildu vera í þessum leik en áttu ekki erindi sem erfiði þangað því Liverpool og Milan voru þarna en ekki ríkasta félag heims eða nýríkasta félagið.

Liverpool næstbesta lið Evrópu óumdeilanlega Smile


mbl.is AC Milan Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin árangur, bara stopp

Til Hamingju Jón!!

mbl.is Jón Sigurðsson segir af sér formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kaupa kaupa kaupa...

veit svo sem alveg að það má alltaf gott bæta, lið sem hefur komist í úrslitaleik meistaradeildarinna tvisvar á þremur árum er líklega gott lið, en kaup á miðlungsmönnum er ekki rétta leiðin til að styrkja frábært lið. Liverpool þarf að fá 2-3 toppklassa leikmenn og verða að borga fyrir þá ef þeir eiga að koma. Liverpool hefur ekki verið neinn segull á góða leikmenn og þeir sem virkilega hafa getað eitthvað hafa komið úr unglingaliðunum.

Leikurinn mikli á morgun og ég spái því að milan vinni leikinn nokkuð örugglega því liverpool liðið er lélegasta liðið í meistaradeildinni, skv þjálfara milan.

 

og spila ömurlegan bolta líka sem skilar engum árangri. 


mbl.is Liverpool hyggst kaupa marga leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hey hverjum er ekki sama..

þó að Kobbi stuðmaður og frauka eignist barn - ætlar þá mogginn að koma með frétt um allar fæðingar á landinu?

 

merkilegt hvað sumum finnst sumt fólk merkilegra en annað. 


mbl.is Önnur stelpa hjá Jakobi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ekkert að þessu

ótrúlegt hvað það er alltaf mikið gleðiefni að sjá þá tapa Grin
mbl.is Chelsea enskur bikarmeistari eftir 1:0 sigur á Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

frábært

gott hjá mínum mönnum í Keflavík að vinna KR - alltaf gaman þegar KR tapar.
mbl.is Keflavík lagði KR-inga í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband