bdvj?

nú er vika í kosningar og ég sem var fyrir löngu búinn að ákveða að kjósa j-listann en núna er ég ekki viss um að ég geri það, ástæðan: jú.. ég fór auðvitað og kynnti mér hina flokkana og á frekar erfitt með að ákveða mig hvað ég á að kjósa - viðurkenni það að mér leist ekkert á vinstri græna en fór á þeirra fund og kom út með þeirra skoðun hvernig reka á þetta sveitarfélag - fínar hugmyndir þar, svipað var með framsókn og sjálfstæðisflokk - ég á s.s. erfitt með að ákveða mig, mitt atkvæði er jafn mikilvægt og öll hin þannig að ég verð að vanda valið. 

Það sem skiptir mig mestu eru íþróttahúsmálin og menningarmál - rekstur tónlistarskólans sem er til skammar eins og hann er rekinn í dag - umhverfismál eru enganvegin í lagi, vinsti grænir vilja t.d. taka þar á með að girða af gámasvæðið og stuðla að flokkun soprs sem mér finnst gott mál.

svo finnst mér að eigi að auglýsa eftir bæjarstjóra, allir flokkarnir vilja gera það held ég  nema j-listinn sem er með Svanfríði sem sitt bæjarstjóraefni, líst svo sem ekkert illa á hana en samt væri það betri kostur að auglýst verði í það staf og besti kosturinn tekinn  - bæjarstjóri á að koma að borðinu með sem minnst tengls við stjórmálaflokkana og nýtt fólk hér í bænum er gott mál.

 

jæja ég verð að fara að ákveða mig 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband