Magnað
Mánudagur, 10. mars 2008
Mikið var ég ánægður þegar Villareal vann þetta ofmetna lið Barcelona, ég fylgist ekkert mikið með spænska boltanum en samt hef ég einhvernveginn aldrei þolað Barca - er meira fyrir Real Madrid ef ég á að velja milli stóru liðana á spáni en ég valdi mér einhverntíman lið til að halda með og fyrir valinu varð Deportivo, veit ekki alveg af hverju ég valdi þá, og ég veit ekki í hvaða sæti þeir eru.
Held að þessi Eiður Smári sé varla betri knattspyrnumaður eftir þennan tíma á spáni, orðinn formaður bekkjarfélagsins og þorir ekki til englands aftur í hörkuna og hraðann þar.
Tomasson skellti Börsungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekki deyja úr þreytu
Sunnudagur, 9. mars 2008
þessi er greinilega ekki búinn að sjá auglýsingar umferðarstofu, og þar að auki próflaus.
Hvað er að svona liði - keyra um hálfsofandi og án réttinda!!
Sofnaði og ók á sendlabíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skyldusigur
Laugardagur, 8. mars 2008
Fínn sigur hjá mínum mönnum í Liverpool í dag, Pennant með ljótasta mark sitt á ferlinum kom Liverpool í 1-0 og Torres með 19. markið í deildinni rétt fyrir hlé. 2-0
Kóngurinn Gerrard innsiglaði svo sigurinn á 50. min 3-0 og leikurinn búinn.
Torres og Gerrard voru svo teknir af velli í síðari hálfleik og leikurinn fjaraði út eftir það.
Rándýrt mark hjá Torres í stórsigri Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært!!
Laugardagur, 8. mars 2008
Jæja nú geta man utd menn hætt að tala um að vinna þessa blessuðu þrennu, undarlegt að sjá dæmda vítaspyrnu á old trafford og líka rautt spjald - hreinlega man ekki eftir því áður!
Portsmouth menn heppnir að vinna leikinn en ég fagnaði því gríðarlega
Portsmouth sigraði Man Utd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Toorrrreess!
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Þessi maður er ekki hægt, þrenna í kvöld gegn West Ham og Gerrard með glæsimark að venju - Mínir menn voru að spila virkilega vel, og verður ekki tekið af þeim þó svo að mótherjinn hafi varla mætt til leiks.
Svo er Slóvakinn Martin Skrtel að koma virkilega vel út og verður ekki auðvelt að vinna sætið af honum í liðinu eins og er.
flottur leikur.
Torres með þrennu gegn West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vei!!!
Sunnudagur, 2. mars 2008
kannski verður hann ekki í hópnum í næsta leik ,alveg merkilegt hve mikið íþróttafréttamenn - þá sérstaklega á 365 miðlunum nenna að pæla í þessu gerpi sem Eiður Smári er.
Er það ekki komið í ljós að hann á ekki neitt erindi í þetta Barcelona lið, sem er alls ekki eins vel mannað og haldið er - og ofmetið í þokkabót.
Eiður lék í hálftíma í tapleik Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Var þetta DBS hjól?
Sunnudagur, 2. mars 2008
hvernig getum maður misnotað reiðhjól? Reiðhjól!! Hjól sem tilgangurinn er jú að ríða
- misnotkun er þá frekar ef hann hefði verið að ríða hjólinu og sleppt svo höndum, þá hefur hann farið á mis við notkunina.
Og örugglega misnotuðum við hjól í gamla daga þegar við tættum skerma, bögglabera og allt sem mátti taka af hjólinu - það er misnotkun en ekkert var fjallað neitt um þessa iðju okkar í þá daga í fjölmiðlum en foreldrarnir voru ekki glaðir.
En ég skil alveg Svíann ef hjólið hefur verið kvenkyns og aðlaðandi
Hafði mök við dömureiðhjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er verið að ljúga í okkur?
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Einmitt, Merzedes Club kalla sig hljómsveit - vinsæla hljómsveit, hvernig getur það verið?
Hljómsveit er að mínu mati þannig skipuð að í henni eru meðlimir sem kunna eitthvað á hljóðfæri -þurfa ekkert að kunna neitt mikið sko, aðeins bara. Og að mínu viti kallast það ekki að vera í hljómsveit þar sem helmingurinn af bandinu slær með gerfikjuðum á plattrommur og sá sem spilar á eina hljóðfærið er ekki með það tengt - og söngkonan getur ekki sungið nema að hafa monitora sem segir henni hvað hún á að gera - oftast fölsk samt, þetta er nú meiri hljómsveitin!
Jú jú svo sem er þetta alveg möguleiki, einu sinni var ég í hljómsveit þar sem nokkrir kunnu ekki á hljóðfærin sín en við vissum af því og vorum þvi ekki að gera plötusamning og bóka okkur allar helgar, heldur æfðum við okkur í dálítinn tíma og náðum smá tökum á þessu.
núna síðustu ár hef ég verið í nokkrum hljómsveitum - blúsbandi sem æfði aðeins í byrjun en hefur ekki æft neitt síðustu 2-3 ár en samt höfum við spilað á tónleikum reglulega, hittumst einu sinni á ári og það gengur upp því við kunnum á hljóðfærin okkar.
Og líka ballhljómsveit sem spilar 2-3 gigg í mánuði - skipuð 4 mönnum og við höfum aldrei æft , þannig að ég viðurkenni ekki merzedes club sem hljómsveit sama hvað hver segir - ekki fyrr en fólkið kann eitthvað að spila á hljóðfærin sín, og trommurnar verða alvöru trommur!!
Ceres4 er sennilega sá eini sem er vanur og það eina sem hann gerir er að halda uppi stemmingunni með einhverjum gólum og gauli.
Og þið sem eruð mér ekki sammála hafði greinilega ekkert vit á þessu frekar en meðlimir merzedes club.
Eurobandið er hljómsveit með alvöru tónlistarmönnum sem kunna að spila á hljóðfærin sín - þar liggur kannski munurinn á atkvæðunum í forkeppninni hér heima
hver veit:)
Vöðvabúnt vinsælli en Eurobandið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
tóma tunnan orðin full?
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Fólk hefur talað mikið um þessa frægu setningu Friðriks Ómars eftir forkeppnina hér á laugardag, Gillz segir hann vera margsaga í þessu og beint orðum sínum að Mercedez Club, en sagt svo eftir á að það hafi verið gegn aðdáendum þeirra.
Það skiptir kannski ekki alveg öllu máli, heldur að hann hafi látið þetta út úr sér drengurinn - hvert svo sem það átti að fara - óyfirvegað og óhugsað, maður segir ekki svona!
Á þessari stundu þegar búið er að krýna hann ásamt Regínu sem sigurvegara í keppninni þá hefðu flestir fagnað sigrinum en ekki verið að hnýta í aðra keppendur eða aðdáendur þeirra með þessum hætti. Sá svo þá "félaga" Friðrik og Gillz í kastljósinu þar sem mér fannst svo sem ekkert koma í ljós hvert þessum orðum var beint, auðvelt að segja hvert þau áttu að fara - þó menn viti betur.
Leiðinlegt og klúðurslegt atvik sem fólk man eftir og mun sennilega minnast eftirleiðis.
Það er oft betra að þegja bara.
En ég stend með mínum manni í keppninni í Serbíu í mai.
áfram ísland!
Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
hver er maðurinn
Mánudagur, 25. febrúar 2008
ætli Geir Sveinsson, Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson hafi gefið kost á sér í ný?
Gæti verið að sé búið að semja við Júlíus Jónasson?
Eða Guðumund Guðmundsson?
Held samt að Þorbergur verði ráðinn :)
það kemur í ljós eftir klukkutíma eða svo..
Nýr landsliðsþjálfari kynntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)