Þetta líf þetta líf...

Jæja þá erum við búin að kjósa okkur lag til að taka þátt í Evróvision sem fer fram í Serbíu þetta árið. Friðrik Ómar og Regína Ósk fara með lagið This is my life sem mér fannst bara allt í lagi í nýjum búningi og á ensku - voðalega erlendis eitthvað:)

2. Sæti náðu loftbelgirnir í Mercendes Club hefðu kannski átt að æfa sig meira í að syngja lagið frekar en að níða niður aðra keppendur síðustu dagana - stelpan sem söng lagið var pípandi fölsk og framkoman langt frá því að vera það sem Gillz hélt fram í viðtali á bylgjunni um daginn, greinilega búið að skipuleggja markaðssetninguna 100% en gleymdist alveg að æfa sönginn, enda einhverjir aðrir búnir að sjá um bakraddasögnin í undankeppninni.

 og númer 3 var Dr. Spook í gulu búningunum, töff atriði og ég hefði alveg viljað sjá það lag áfram en kannski er komið nóg af gríni í þessari keppni í bili - og þetta með serbnesku sjómennina var fyndið þar sem útgerð er lítið stunduð í Serbíu þar sem landið liggur hvergi að sjó.


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingja í Hollymood

eins og J Lo kemur Jessica Alba líka til með að eignast tvíbura, hún er himinlifandi með þessar fréttir.
mbl.is Jessica ber tvíbura undir belti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvíburar - til hamingju

Glæsilegt, krúttlegt, æðislegt!

Mikil hamingja hjá Jennifer og Marc 


mbl.is Lopez eignast tvíbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ástæða til bjartsýni? NEI!

Að vinna leikinn 2-0 lagar ekki það að hafa drullað upp á bak í síðustu leikjum - sérstaklega gegn Barnsley. Og gerir mig sem stuðningsmann ekkert sérstaklega glaðann með það að vinna Inter Milano einum færri í 60 min.

Og Rafael Benites er enn sama fíflið í mínum augum þó svo hann hafi hitt á rétta liðið loksins, og þó að Dirk Kuyt hafi skorað gegn inter gerir það hann ekki að aðalmanninum í liðinu - sú staða er sennilega laus til umsóknar - hver vill vera aðalmaðurinn, Gerrard er næst því að vera maðurinn en allt of oft sem hann tekur ekkert fram yfir hina í liðinu og spilar eins og hann sé áhorfandi.

en samt gælsilegur sigur - Áfram LIVERPOOL!!! 


mbl.is Liverpool sigraði Inter 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

amerískara verður það varla

andskotann erum við að apa þetta Valentínusarkjaftæði upp eftir könum?

sjálfur held ég ekki upp á þennan dag, heldur reyni ég að vera jafn rómantískur alla daga ársins - tekst ekki alltaf en ég reyni, veit að sumir reyna að bæta eitthvað upp sem miður hefur farið í sínu sambandi á Valentínusardaginn og kaupa þá jafnvel eitthvað stórt og nógu dýrt haldandi að það bjargi einhverju.

þetta er bara væmni og ekkert annað! Taki þeir til sín sem eiga það! 

Það er ekkert að því að elska og vera rómantískur, sjálfur er ég að fara til London og morgun og ætla að vera rómantískur þar með kærustuni.  

svo mörg voru þau orð 

og þeir sem eru ósammála mér er það velkomið 


mbl.is Syngja ástarjátningar til kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þvílíkur dugnaður!

Frábært að mjókin sé farin að renna aftur á Stærri Árskógi, eftir áfallið sem bruninn var hafa ábúendur og aðrir venunnarar unnið þrekvirki að koma upp fjósi og búnaði aftur á örskömmum tíma og sýnir vel samstöðuna sem verður við svona áfall, allir standa saman og leggjast á eitt að koma öllu í sitt gamla horf.

Til hamingju með þetta!! 

 


mbl.is Mjólkað á ný á Stærri-Árskógi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á heimskan sér engin takmörk?

Djöfull getur fólk verið vitlaust, og það hefði ekkert átt að fara upp á heiðina því hún var lokuð!! NEI þau létu ekki viðvörun stoppa sig - ekki einu sinni tefja sig í einu eða neinu, heldur tróðu sér fram hjá merkinu þar sem stóð greinilega "Holtavörðuheiði LOKUÐ"

Fylgir samt ekki sögunni á hvernig bíl þau voru, en miðað við heimskuna hefur hann varla verið útbúinn nema í innanbæjarakstur að sumri til.

Voðalega hlýtur þessu fólki að líða vel í dag, með að ræsa út björgunarlið eldsnemma í morgun, bara vegna sinnar eigin heimsku. 

Gaman hefur verið að heyra viðbrögð björgunarmanna þegar þeir komu á staðinn, ef ég hefði ráðið einhverju þá hefði ég ekkert farði af stað fyrr en í fyrsta lagi kl. 7 

Það ætti að rukka svona fólk persónulega fyrir að æða út í rugl eins og þetta! 


mbl.is Lögðu á lokaða Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvæntur sigur?

Ég get ekki sagt að þessi sigur hjá stóra liðinu í Manschester borg hafi verið óvæntur - allavega bjóst ég við sigri City manna sem báru höfuð og herðar yfir Utd sem spiluðu einhverra hluta vegna í öðrum búningum en vanalega sem litu svipað út og 1958, mér fannst það ekki kúl allavega.

Og þegar man utd spilaði í svona búningum unnu þeir aldrei neitt og skil þess vegna ekki hvað þeir voru að gera í þessum búning.

Mínir menn náðu hins vegar í gott stig á Brúnni í 0-0 leik við Chelsea þar sem Liverpool var nú aðeins betra liðið á vellinum. 


mbl.is Manchester City sigraði 2:1 á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

dálítill munur á lögum íslams og íslands

Með fullri virðingu á Íslams trú er þetta ekki aðeins of langt gengið að hengja manngreyið eftir 4 fyllerí!

Þetta er eitthvað annað en íslensk lög sem ná ekki einu sinni yfir  að refsa mönnum, undir áhrifum víns eða fíkniefna.

þeir menn sem nauðga á hrottalegan hátt  eða ganga svo illa í skrokk á fólki og ekkert alltaf  undir áhrifum fíkniefna eða víns, fá sjaldan þunga dóma fyrir það - og ef svo óheppilega vill til að dómur fellur er það það stutt að borgar sig varla að dæma í því - málið dautt og eftir sitja fórnarlömbin með nokkra þúsundkalla í miskabætur, með brotna sál og líkama.

En sökudólgurinn endurtekur leikinn aftur og aftur eins og dæmin sanna og ekkert er að gert!! 

Nei ekki á íslandi - hér þykir greinilega ekkert varið í að dæma nauðgara eða árásarmenn að neinu viti.  

 


mbl.is Dauðarefsing fyrir að drekka áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

flóttinn mikli

þessi könguló hefur vitað hvað verða vildi og ákvað að reyna flótta út þessu "rammgerða" búri sem heilbrigðiseftirlit suðurnesja skaffaði fyrir þetta stórhættulega dýr  - tarantula er skaðlaus með öllu skilst mér og þó ég sé ekki mikið fyrir þessi dýr þá fannst mér óþarfi að eitra fyrir henni.

hefði verið best að stappa duglega á henni og málið dautt Devil


mbl.is Tarantúlan reyndi að flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband