tóma tunnan orðin full?

Fólk hefur talað mikið um þessa frægu setningu Friðriks Ómars eftir forkeppnina hér á laugardag, Gillz segir hann vera margsaga í þessu og beint orðum sínum að Mercedez Club, en sagt svo eftir á að það hafi verið gegn aðdáendum þeirra.

Það skiptir kannski ekki alveg öllu máli, heldur að hann hafi látið þetta út úr sér drengurinn - hvert svo sem það átti að fara - óyfirvegað og óhugsað, maður segir ekki svona! 

Á þessari stundu þegar búið er að krýna hann ásamt Regínu sem sigurvegara í keppninni þá hefðu flestir fagnað sigrinum  en ekki verið að hnýta í aðra keppendur eða aðdáendur þeirra með þessum hætti. Sá svo þá "félaga" Friðrik og Gillz í kastljósinu þar sem mér fannst svo sem ekkert koma í ljós hvert þessum orðum var beint, auðvelt að segja hvert þau áttu að fara - þó menn viti betur.

Leiðinlegt og klúðurslegt atvik sem fólk man eftir og mun sennilega minnast eftirleiðis.

Það er oft betra að þegja bara.

En ég stend með mínum manni í keppninni í Serbíu  í mai.

áfram ísland! 


mbl.is Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þetta var snilldarinnskot hjá Friðriki Ómari og á hárréttu augnabliki! Spurt er hvort tóma tunnan sé orðin full? Full af hverju? Sterum?

corvus corax, 27.2.2008 kl. 12:07

2 identicon

Ég er sammála þér Sverrir... oft má satt kyrrt liggja... og ef hann þurfti endilega að segja þetta gat hann alveg beðið með það þangað til hann var kominn úr sviðsljósinu. En ég segi eins og þú... mun standa með þeim í Serbiu - mjög gott lag þarna á ferð:D

Maja (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband