Helgin sem leið

Fór í höfuðstaðinn á föstudag, lögðum af stað í bítið og vorum kominn um kl 14, fórum þá í bláa lónið að slaka á - samt allt of dýrt að fara þangað en vegna sjúkdóms míns er það nauðsynlegt, reyni að fara alltaf þegar ég fer suður, og um kvöldið vorum við gestir í sjónvarpssal á Bandinu hans Bubba að hvetja Eyþór okkar áfram og stóð hann sig frábærlega eins og við var að búast.

Skemmtilegt að vera staddur þarna og fá allt gjörsamlega beint í æð og engan veginn hægt að líkja þessu saman við að horfa á þetta heima í stofu, bandið mikið kraftmeira og hrárra og mikill hiti, magnað hvað þetta rými er lítið miðað við hvað það virkar mikið stærra í sjónvarpinu, Páll Rósinkrans var gestadómari og hefði hann verið að keppa þarna er ég viss um að hann hefði ekki fengið góða umsögn.

Svo á laugardaginn fór ég í golf - það var gaman.

 

Svo í tilefni að bloggvinur minn og snillingurinn Eyþór Árnason kommenteraði á þessa færslu, er ekki úr vegi að minnast aðeins á hans þátt í bandinu hans bubba. Eyþór er maðurinn!! Stjórnar stemmingunni og sér um að allir séu í svaka stuði, sérstaklega skemmtilegt að rétt áður en útsendingin hófst, gekk hann á milli tökumannanna og annara starfsmanna við þáttinn og gaf þeim "high five" eða fimmu - algjör snilld að fylgjast með honum, hann stjórnaði þessu alveg, hvenar við áttum að klappa, klappa standandi, ekki klappa :)

Veit ekki alveg starfsheitið á honum, sviðsstjóri  held ég samt, Eyþór þú kannski segir mér frá því bara.

Svo var náttúrulega annar bloggvinur minn þarna, Jakob Smári Magnússon bassaleikari, ég efast um að til sé svalari maður og hafði ég gaman af því að fylgjast með honum með allar svölu pósurnar  með bassann um sig miðjan. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Og það voru a.m.k. tveir bloggvinir þínir á staðnum. Kveðja og takk fyrir komuna.

Eyþór Árnason, 7.4.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

já Eyþór þetta var alveg magnað - takk fyrir mig!

Sverrir Þorleifsson, 7.4.2008 kl. 22:50

3 identicon

Snilld, hefdi viljad sjá Dalvisku stjornuna :) Hann á eftir ad fara langt.

Er ekki svona blátt lón i Mývatnssveit? Thad lyktar allavega eins og prump og hvu vera hollt.

Holli (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 12:38

4 Smámynd: Eyþór Árnason

Sviðsstjóri ... það er rétt Sverrir.

Eyþór Árnason, 8.4.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband