Pottþétt!!

Mínir menn komnir áfram eftir auðveldan sigur í mílano, inter voru greinilega ekki tilbúnir í taktíska herinn hans Rafa og hlupu um eins og hauslausar rollur framan af leik og fannst best að skjóta yfir eða framhjá markinu þegar færi gafst á því að skora.

Og ekki hjálpaði það þeim að missa mann af velli með rautt spjald á 51. mínútu.

Og vil ég ekki kenna rauða spjaldinu um þessar hrakfarir - heimaliðið sá alveg um það á þess að blanda þessu spjaldi í það. 

Torres skoraði svo gull af marki á 66. mínútu og málið var klárt - liðið úr bítlaborginni á leið í 8 liða úrslit. 

Liverpool yfirburðalið á vellinum og gerðu grín að leikmönnum inter sem eru að rústa ítölsku deildinni og höfðu ekki tapað nema 2 leikjum heima af síðustu 55 minnir mig.

MAGNAР


mbl.is Torres skaut Liverpool í 8 liða úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Ólason

Til hamingju með sigurinn.

Ragnar Ólason, 12.3.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband