Slakt

Horfði á Söngkeppni framhaldsskólana í gærkvöld, því undanfarin ár hefur sú keppni verið góð en svo var ekki í gær.

Byrjum á drengnum sem kynnti þetta allt saman, hann náði aldrei að kynna einn einasta atriði almennilega, svo sem ekkert að því að vera með stæla og segja "jéjéjé" vera voða hress - drengurinn var bara ekki að höndla það að vera kynnir þarna.

Flutningurinn á lögunum var til fyrirmyndar hjá hljómsveitinni, og oft þurftu þeir að elta söngvarann sem söng ýmist of hratt eða hægði töluvert á lögunum, sjálfur hef ég reynslu af slíku og það lítur alltaf þannig út að þetta sé allt trommaranum að kenna.

Og þegar úrslitin voru tilkynnt fannst mér eins og það ætti að hespa þessu af og sá sem sigraði fékk varla klapp að launum.

frábær keppni en samt eitthvað svo glatað 


mbl.is Verslósigur í söngkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband