Færsluflokkur: Bloggar
blogg
Þriðjudagur, 11. júlí 2006
já þá er HM búið og lífið getur farið að ganga sinn vanagang - samt ekki nema rétt rúmur mánuður í að enski boltinn fer að rúlla :) Mér fannst magnað að ítalía skildi vinna HM og þetta með Zidane, hvað gerist í hausnum á manni sem gerir svona?
Mikið að gera hjá mér í trommuleik í gær- loksins. Fór með Hölla í ólafsfjörð og tók upp trommur fyrir nýjasta lag bluesbands höllavals - rokkskotið lag með smá keltneskum áhrifum, spilum það á fiskidaginn.
Svo kom Raggi með ferðastúdíóið og við tókum upp 4 lög á mettíma - skrapp aðeins í millitíðinni niður í æfingarhúsnæði og tók upp smá viðbót við stuðningsmannalag Dalvíkur/Reynis
Svo fékkst það staðfest í gær að blúsbandið spilar fyrir utan bakaríið að kvöldi fiskidagsins og endar það með flugeldasýningu:)
Svo ætla ég að staðfesta leiðréttingu á Tyrklandsferðinni, hún verður 12.sept ekki 12 ágúst eins og misritaðist í blogginu hér á undan - leiðrétti það reyndar þegar upp komst - fólk var hissa á því að við ætluðum að missa af fiskideginum..nei aldeils ekki!! bara smá mistök hjá mér sem leiðréttast hér fyrir fullt og allt.
þetta er orðið gott í bili
Sverrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
tími til að blogga
Laugardagur, 1. júlí 2006
komiði sæl, það hefur svosem lítið um að vera undanfarið hjá mér nema að horfa á og hugsa um veisluna miklu sem fer fram í þýskalandi núna - HM :) Ég hef séð alla leikina nema 2 og ætla mér að sjá þá sem eftir eru þó svo að mitt lið Argentína sé úr leik, ég verð að vera sammála adda e vini mínum með þessa englands dýrkun, skil svo sem alveg að menn hafi taugar til enska liðsins vegna mikils áhorfs á hann í áratugi en sýnar menn (ásamt fleirum fréttamönnum) fara að mér finnst offari í umfjöllun sinni á þessu liði - tala nú ekki um sirkusinn varðandi Wayne Rooney.
Er hann svona agalega mikilvægur fyrir þetta annars slaka lið? Nei það finnst mér ekki.
Lampard og Gerrard geta ekki spilað saman og eru verri en miðlungsleikmenn með enska liðinu en brillera hjá félagsliðum sínum - er það ekki þjálfaranns að skipuleggja svona.
Ég var að spjalla við Birgi fyrrv. markvörð á msn í morgun og vorum við sammála um að Sven Göran hefur ekkert gert fyrir þetta enska lið. Mitt mat er að það er orðið allt of mikið af erlendum leikmönnum á englandi því þeir eru ódýrari í innkaupum flestir hverjir en þeir ensku yfirleitt ofmetnir getu- og verðlega - svona oftast.
jæja þetta er ágætt um boltann -
já svo vorum við að pannta okkur ferð til Tyrklands í haust n.t.t. 12. sept. og verðum á marmaris í tvær vikur heilar - hlakka til mikið mikið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
betra að vera með þetta á hreinu...
Föstudagur, 23. júní 2006
![]() |
Vísindamenn segjast hafa þróað formúlu fyrir hina fullkomnu vítaspyrnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
jesss
Föstudagur, 23. júní 2006
djöfull er ég sáttur við að ástralar slógu helvítis króatana út - þoli þá ekki. Sí vælandi og uppskáru nákvæmlega eftir því, rauð spjöld, tvö frekar en þrjú og ekki skemmdi að Harry Kewell skoraði ,markið sem réði því hvort liðið færi áfram.
Svo er bara að vona að frakkar detti út á morgun - enda hafa þeir ekkert sýnt að viti í keppninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
trommusett
Mánudagur, 19. júní 2006
já gott fólk, ég er að fara að fá mér nýtt trommusett það lítur svona út...
vil taka það fram að settið sem ég á núna er til sölu. Pearl masters custom ocean sparkle með satin hardweri stærðirnar á trommunum er 22x18 bassatr,14x6 sner,10x8 og 12x9 toms og 14x14floor (hangandi) - ef þú hefur áhuga hafðu samband við mig í síma 6151003 eða á sverrirfr(at)simnet.is
ég á ekki mynd af því en fann eina af svona setti:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6-0
Föstudagur, 16. júní 2006
frábær leikur hjá mínum mönnum á HM - tóku serbana í ósmurt rassg.... Daði ef þú lest þetta vertu þá ekkert að segja löndum þínum að þú eigir vin sem heldur með Argentínu )sem ég er búinn að halda með síðan 1986) svona okkar beggja vegna :)
ég er sáttur við þetta heldur betur
svo er bara að halda áfram að horfa - konan er svo skilningsrík:=)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sáttur
Sunnudagur, 4. júní 2006
já ég verð að segja það að ég er nokkuð sáttur við bæjarpólitíkina núna - þetta leit ekkert allt of vel út rétt eftir kosningar þegar kjörinn minnihluti æltaði að reyna að mynda meirihluta, gekk sem betur fer ekki. Eftir það er búið að reyna að mynda meirihluta en ekki gengið sem skyldi, þar til í gær skilst mér að joð og bé náðu samkomulagi um það sem deilt var um - joð fær bæjarstjórann í 2 ár og bé í 2. Kannski ekki alveg frábært en það þurfti að slaka á kröfum og þetta er því niðurstaðan, ég vona innilega að þetta samstarf sé okkur sem búum hér til góða og nýtt fólk komi með nýja sýn á bæinn okkar.
gangi ykkur vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
á ekki orð
Mánudagur, 29. maí 2006
já fussum svei!
meirihlutamyndun í gangi hér í litla bænum okkar, það eru framsóknarmenn,sjallarnir og vinstri grænir!! halló er ekki allt í lagi? J -listinn vann yfirburðasigur hérna og verða líklega í minnihluta, um hvað var verið að kjósa spyr ég nú bara? Hitti fólk í dag og þetta var á allra vörum, allir grautfúlir með þetta, tæplega 500 manns kusu J-listann - af hverju? jú við vildum breytingar!! sjálfsstæðið rétt marið inn manni á 119 atkvæðum og grænir náðu einum á rúmum 200 atkv. ég er alveg bit
Svo frétti ég í dag að þetta meirihlutasamstarf hafi verið ákveðið á fylleríi á laugardagskvöld - ég segi bara: Gangi ykkur vel með þetta samstarf..*kaldhæðni*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
kjördagur
Laugardagur, 27. maí 2006
jæja þá er komið að því að greiða atkvæði - búinn að velta vöngum yfir því hvað skuli kjósa, komst að niðurstöðu í gærkvöldi þar sem við hjúin þræddum kosningarskrifstofurnar.
Alveg magnað þegar maður kemur inn á svona staði og frambjóðendur segja "þú kýst okkur er það ekki?" og hafa engan áhuga á að tala um þetta að neinu viti - Ása sem er ný hérna í bænum fékk enga athygli að neinu gagni nema hjá j-listanum, B-listinn var svo sem allt í lagi en vantaði mikið upp á sannfæringuna, og hjá d-listanum var bara ekkert að gerast.
Svo finnst mér bara fyndið með þessar pylsuveislur, heldur fólk virkilega að það trekki? Nei!
jæja ég er farinn að setja x við j
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
magnað...
Laugardagur, 20. maí 2006
![]() |
Finnland vann Evróvision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)