Færsluflokkur: Bloggar

svona gengur þetta aldrei

jæja þetta fór eins og ég bjóst við, evrópa ekki hrifin af Silvíu Nótt, frekar en Selmu í fyrra. Hvernig er það með fyrirkomulagið á evróvision?, með þessari aðferð komumst við aldrei í úrslitin..ekki séns!!  Ég segi það enn og aftur að símaskosning er engan vegin réttlát - þá er ég ekki að tala um hve svekktur ég sé vegna framlagsins okkar sem komst ekki í gegn um balkan/austantjaldskosninguna í gær - það var meira að segja púað þannig að ég bjóst engan vegin við því að komast í gegn.  Litáen komst í gegn!! með atriði sem varla mætti kalla lag, 6 af 10 lögunum voru austantjalds +írar, svíar, Tyrkir og finnar. 

Hugsa að gamla fyrirkomulagið sé sanngjarnara - þar sem þau lönd sem lenda í neðarlega fá ekki að taka þátt næst, en fá að vera með þarnæst, þá væri þó hægt að horfa á evróvision allavega annaðhvert ár og ísland væri allavega með í aðalkeppninni.

Eflaust eru einhverjir ósammála mér og get ég allavega nefnt einn sem er Addi E  - en þetta er bara mín skoðun.

með þessari aðferð getum við gleymt því að komast nokkurn tíman áfram. 


2 dagar

líst ekkert á þessa stæla í stelpuni
mbl.is Silvía tók fyrir nefið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gott mál hjá gömlum...

en ætli verði ekki að hafa kjörtímabilið styttra hjá þeim?

mbl.is Eldri borgarar íhuga framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mikið er ég hissa

mér hefði ekki dottið þetta í hug!!
mbl.is Ballack: Chelsea getur unnið Meistaradeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jæja þá kemur mitt 1.maiblogg

þó að það sé ekki 1. mai þá er þetta fyrsta bloggið mitt í mai þetta árið.

 

Var að spá í það um daginn hvað varð af Sofiu Hansen og dætrum hennar? Man að ég gaf 1000 kall í einhverja söfnun sem var í vinnuni þegar ég var á frystihúsinu - hvað var gert við alla þessa peninga?

Heyrði einhverntíma að peningarnir hafi ekkert farið í það sem þeir áttu að fara í, maður spyr sig?

Annars er ágætt af mér og mínum að frétta svo sem, bauð bandinu í mat í gær - gerði þessar fínu kjötbollur og ása mín sá um sósuna og desertinn - góð samvinna hér á þessu heimili. Svo var setið og spjallað fram eftir kvöldi, fín stemming bara svei mér þá!

Svo er auðvitað bikarúrslitaleikurinn í dag þar sem mínir menn spila við west ham - er svona hæfilega bjartsýnn.

Silvía Nótt að meika það í aþenu, sá myndband á netinu áðan þar sem hún notaði F orðið ótæpilega á æfingu og á blaðamannafundi mátti engin horfa beint í augun á henni og það var ein kona sem gerði það og var henni umsvifalaust hent út Brosandi

 

Svo aðeins af kosningum hér í bæ:

Búinn að heimsækja xj og xb og spurja út í það sem mér finnst skipta máli og auðvitað fæ ég þau svör sem ég vil heyra - en hvað ætli sé að marka það sem þetta fólk segir? fyrir 4 árun fór ég og spurði mestmegnis um það sama og hvað geriðst? Ekkert!!  þannig að ég er alls ekki bjarstsýnn á að það gerist eitthvað af því sem ég og fleiri viljum sjá hér í okkar annars ágæta bæ.

 

áfram liverpool 


HM reglur fyrir konur

HM reglur fyrir konur

TAKIÐ eftir allar konur! Það er mikilvægt fyrir ykkur að lesa áfram, það gæti bjargað hjónabandinu eða sambandi. Karlmenn í heiminum haft sett húsreglur fyrir lokakeppni HM í Þýskalandi og það er eins gott að þið farið eftir þeim.

REGLURNAR:

1. Frá 9. júní til 9. júlí 2006 skaltu fylgjast vel með fréttum hér á hmbolti.net svo þú vitir hvað er að gerast á lokakeppninni í Þýskalandi.  Þá getum við talað lítilega saman á meðan á lokakeppninni stendur þar sem ég mun ekki ræða um neitt annað en FÓTBOLTA.

2. Á meðan á lokakeppni HM stendur er sjónvarpið mitt – alltaf og án allra undantekninga.

3. Það er allt í lagi ef þú þarft að komast framhjá sjónlínu minni að sjónvarpinu svo lengi sem þú skríður eftir gólfinu og truflar mig ekki.  Ef þér skildi detta í hug að standa nakin fyrir framan sjónvarpið farðu þá strax aftur í fötin þar sem ég mun ekki hafa tíma til að fara með þig til læknis fáir þú kvef.

4. Á meðan á leik stendur verð ég heyrnalaus, mállaus og blindur  gagnvart þér – nema ef til þess kemur að ég þurfi nýjan bjór eða eitthvað að borða.

5. Það er góð hugmynd fyrir þig að hafa alltaf alla vega tvær kippur af bjór vel kældar inni í ísskáp og nóg af snakki.  Ef þú hagar þér vel fyrir framan vini mína máttu horfa á sjónvarpið frá klukkan 12 á miðnætti til 6 um morguninn ef það eru ekki neinar endursýningar á þeim tíma.

6. Ef þú sérð að ég er reiður eða pirraður þegar liðið mitt er að tapa viltu þá EKKI segja “þú jafnar þig – þetta er bara leikur” eða “ekki hafa áhyggur – þeir vinna kannski næst.”  Ef þú segir þetta verð ég bara reiðari eða pirraðari. Mundu ávallt að þú munt aldrei vita meira um fótbolta en ég og svona setningar verða bara til þess að við skiljum fyrr.

7. Þú mátt horfa á EINN leik með mér og þú mátt tala við mig í hálfleik, en bara þegar auglýsingarnar eru og bara ef staðan er góð.  Taktu líka eftir að ég sagði EINN leik, ekki reyna að nota lokakeppni HM sem einhverja hörmulega tilraun til að “eyða tíma saman”.

8. Endursýningar á mörkum eru mjög mikilvægar. Mér er alveg sama hvort ég hafi séð markið áður eða ekki, ég vil sjá það oft og mörgum sinnum í viðbót.

9. Segðu vinkonum þínum að eignast ekki börn á þessum tíma, ekki halda nein barnaafmæli eða aðrar fáránlegar veislur vegna þess að:
a) ég mun ekki mæta
b) ég mun ekki mæta og
c) ég mun ekki mæta

10. En athugaðu, ef vinur minn bíður mér í heimsókn til að horfa á leik er ég rokinn.

11. Markaþættirnir í lok dagsins eru alveg jafn mikilvægir og leikirnir sjálfir. Ekki detta í hug að láta út úr þér setningu eins og “en þú hefur séð þetta áður” eða “af hverju skiptir þú ekki um stöð?”  Lestu aftur reglu númer 2.

12. Og að lokum, sparaðu þér setningu eins og “Guðs sé lof af lokakeppni HM er bara á 4 ára fresti”. Ég heyri ekki þessa setningu enda tekur Meistaradeildin, Enski boltinn, Ítalski boltinn, Spænski boltinn  og fleira við.

Takk fyrir að virða reglurnar.

Karlmenn um heim allan!

Unnið upp úr grein úr THE SUN.

 


trommm 

ég hef s.s. ákveðið að færa mig um set frá blog.central, einfaldlega vegna þess að blog.is er á allan hátt betur sniðin að mínum þörfum, og mér finnst kominn tími á breytingar hjá mér í lífinu, skipti um símanúmer í síðustu viku, og þeir sem þetta lesa og telja sig eiga rétt á að vita nýja númerið bendi ég á að það má hringja í það gamla og heyra mig sjálfan segja ykkur það í geng um talhólf, eða senda mér mail á sverrirf(at)gmail.com 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband