Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Kom þetta eitthvað á óvart?
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Ég skil reyndar ekkert í því hvers vegna KSÍ var að láta kjósa um þetta blessaða formannsembætti, skítafílan finnst alveg hingað norður af þessu.
Eggert otar sínum tota og endurnýjun í KSÍ hefur verið engin og Eggert vaðið uppi og valið vini sína með sér í þetta - og nú er Geir tekinn við og þetta er ekkert á leiðini að skána neitt . Val á landsliðsþjálfurum undanfarin ár er brandari og það að ráða Eyjólf Sverrisson var rugl, og ráðning Loga og Ásgeirs var vafasöm líka.
Og þetta með launamun karla og kvenna er náttúrulega brandari - það má skv. lögum ekki mismuna kynjum svona - þó svo að KSÍ hafi mestar tekjur frá karlaliðinu.
Ég er á því að það þurfi að hrista upp í KSÍ mafíuni og endurnýja þarf virkilega þarna - ráða jafnvel erlendan landsliðsþjálfara - líka í yngri liðin, sem hefur engin tengsl við félögin hérna heima - þó svo nánast allir A-landsliðsmennirnir okkar spili erlendis þarf þetta að gerast til að öll félög njóti réttlætis hverjir eru valdir í ungri landsliðin
Eflaust eru margir ósammála mér en þetta er mín skoðun og ber að virða hana.
Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Anna Trekkir að...
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Eins dauði er annars brauð, eins og segir einhversstaðar.
Bloggaði um válegt andlát Önnu Nicole Smith í gær og fékk fjölda heimsókna hérna í gær - svo mikið að morgunblaðið sjálft ákvað að birta af mér mynd og vitna í fyrrnefnda bloggfærslu - Kannski að ég sé bara að verða frægur?
Ragnar félagi minn hringdi í mig áðan og færði mér tíðindin, og höfðum við gaman af. Ekki á hverjum degi sem það birtist mynd af mér í mogganum með yfirvaraskegg hehehe...
Svona til að glöggva fólk á þessari mynd er þetta sama mynd og ég er með hérna á blogginum mínu og er hún á blaðsíðu 8 í mogganum í dag.
og til að útskíra mál mitt kínverjana í síðustu færslu eru þeir eins og fólk er flest - enda fjölmennasta þjóð veraldar.
góðar stundir
Ekki hægt að fullyrða um dánarorsök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Anna dáin
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Anna Nicole Smith lést í kvöld í Hollywood í Flórída í
Bandaríkjunum, 39 ára að aldri. Smith fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi á Hard Rock hótelinu í Hollywood. Bráðaliðar reyndu lífgunartilraunir en Smith var úrskurðuð látin þegar á sjúkrahús var komið.
mbl.is
Lif fræga og fallega fólkins í Hollývúdd er engin dans á rósum greinilega, líklega er um að ræða ofnotkun á einhverskonar ólyfjan, dópi já.
Anna Blessunin var ekki eins og fólk er flest, ætli sé einhver eins og fólk er flest - jú kínverjar!
Þetta sló mig aðeins þegar ég las þetta - ég hélt að hún væri hætt öllu sukki og núna snérist lífið um litla barnið hennar, hún varð fyrir miklu áfalli þegar sonur hennar lést fyrir 2-3 mánuðum , minnir að hann hafi tekið eigið líf, allavega dó hann.
Guð blessi þig Anna mín
RIP Anna Nicole Smith
Anna Nicole Smith látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vörutorgið
Miðvikudagur, 7. febrúar 2007
ég á ekki eitt orð.. sá þetta vörutorg á skjá einum í dag - vá hvað þetta er lélegt, gaurinn sem kynnir vörurnar endurtekur allt svona þrisvar sinnum og vöruflokkarnir eru 3 líkamsræktartæki sem ég held að sé bölvað drals - svo er einhver fitness dúd sem hælir þessu auðvitað, ég efast um að þessi tæki sem eru boðin þarna séu eitthvað betri en þau sem sjónvarpsmarkaðurinn bauð á sínum tíma.
Súkkulaði gosbrunnur?!?! Ómissandi algjörlega sagði maðurinn, og þessi brauðkassi þarna - hingað til hef ég alveg getað bundið hnút á pokana utan um brauðið - þar ekki að eyða 7990 kalli í einhvern kassa utan um brauðið sem lofttæmir og gengur fyrir rafhlöðum.
Og hnífasettið ógurlega, það var eins og engin gæti skorið brauð nema með þessmu hnífum.
Svo er alveg magnað þegar verið er að sýna fólk gera æfingar með öðrum tækjum en þeir eru með þarna, þá er þetta svo mislukkað og erfitt og toppa það svo með að koma með rautt x yfir og segja nánast "obb obb obb svona á ekki að gera, okkar dót er mikið betra"
jæja varð bara að koma þessu frá mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gengið í gegn
Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Veit ekki hvað skal segja, vona bara að þetta verði félgainu til bóta og það geti barist um bestu bitana á ný .
Ég held að það hafi verið komið að leiðarlokum hjá Parry og Moores - þeir eru búnir að eiga þetta síðan 1990 held ég og engin deildartitill komið síðan þá - verður maður ekki að vera bjartsýnn bara
Gillett og Hicks hafa eignast Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ameríski draumurinn?
Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Ég stekk ekkert hæð mína vegna þessara yfirtökuboða í liðið mitt, þó svo að það verði líklega ekkert verra en verið hefur með þá Knoll og Tott (Parry og Moores). Og oft hefur Rafa Benitez kvartað yfir seinagangi þeirra þegar hann hefur fundið leikmann til að styrkja liðið - þá hafa þeir dregið lappirnar og þessir góðu leikmenn ekki komið venga þess að örfá pund vantaði til að klára dæmið. Vona þá að Kanarnir verði betri í þessum málum og komi svo upp vellinum sem Knoll og Tott hafa lofað árum saman.
Þetta verður alltaf liðið mitt - sama hverjir eiga það.
Bandaríkjamenn að eignast Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aftur af júró
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Þá er þessari blessuðu forkeppni lokið og ekkert lag þar sem ég gjörsamlega féll fyrir, nokkur ágæt í svo sem, lagið hans Dr. Gunna var skemmtilegt en sennilega vinnur það ekki - þó svo að ég væri alveg til í að sjá það sem okkar framlag.
Europopp lagið var alveg allt í lagi og restin af lögunum eru í einhverri móðu, man ekkert eftir þeim.
En það var gaman að sjá Matta með bassann, kannaðist líka við þennan bassa sem hann var með, þetta var gamli bassinn hans Begga Kára held ég.
Ég er samt ekkert hrifinn af þessu fyrirkomulagi - höfundar lagana eiga vera með dulnefni eins og í gamla daga og hver höfundar ættu bara að fá að senda eitt lag hver.
Undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
X-Factor betra en Idol
Laugardagur, 3. febrúar 2007
Nú þegar 2 úrslitaþættir eru búnir að X-Factor þá finnst mér tímabært að tjá mig aðeins um það.
Ég horfði alltaf þegar ég gat á íslenska idol og fannst það skemmtilegt, og ég er ekki frá því að mér fynnist X-Factor skemmtilegra, leist samt ekkert á þetta þegar stöð 2 tilkynntu það að hætt yrði með idol og þessi nýja keppni kæmi í staðin.
En ef ég á að gagnrína Factorinn þá finnst mér kynnirinn alveg ótrúlega pirrandi, Halla eða hvað hún nú heitir og Ellý virðist ekki vera að höndla spennuna, Palli er klárlega með skemmtilegustu kommentin á hina dómarana og nokkrum sinnum búinn að skjóta ansi fast, en það er bara fyndið og Einar Bárðar er nokkuð orðheppinn og það að hann hafi náð Nylon flokknum svona langt er engin tilviljun, því hans keppendur virðast vel undirbúnir og rólegir.
Svo hef ég horft á nokkra þætti úr american idol - sem ég hef ekki gert mikið af síðustu ár og djöfull er ég að fíla Simon Cowell , hrokafullur og hreinskilinn eins og ég kannski.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
jæja ok
Föstudagur, 2. febrúar 2007
hjúkrunarkona sem segir 20 manns vera hugsanlega feður? Það verður gaman fyrir hana að standa í þessu og þetta eru aldeilis frábærar fréttir fyrir sjúkrahúsið, hóruhúsið eða hvað ætti að kalla þetta núna.
Byrgis málið er samt að mínu mati mun verra en þetta þar sem 3 konur eru sagðar hafa orðið barnshafandi eftir starfsmenn þar.
Hjúkrunarkona segir 20 lækna geta verið föður barns síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjúkk..
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
HM: Pólverjar leika til úrslita gegn Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)