X-Factor betra en Idol

Nú þegar 2 úrslitaþættir eru búnir að X-Factor þá finnst mér tímabært að tjá mig aðeins um það.

Ég horfði alltaf þegar ég gat á íslenska idol og fannst það skemmtilegt, og ég er ekki frá því að mér fynnist X-Factor skemmtilegra, leist samt ekkert á þetta þegar stöð 2 tilkynntu það að hætt yrði með idol og þessi nýja keppni kæmi í staðin.

En ef ég á að gagnrína Factorinn þá finnst mér kynnirinn alveg ótrúlega pirrandi, Halla eða hvað hún nú heitir og Ellý virðist ekki vera að höndla spennuna, Palli er klárlega með skemmtilegustu kommentin á hina dómarana og nokkrum sinnum búinn að skjóta ansi fast, en það er bara fyndið og Einar Bárðar er nokkuð orðheppinn og það að hann hafi náð Nylon flokknum svona langt er engin tilviljun, því hans keppendur virðast vel undirbúnir og rólegir.

Svo hef ég horft á nokkra þætti úr american idol - sem ég hef ekki gert mikið af síðustu ár og djöfull er ég að fíla Simon Cowell , hrokafullur og hreinskilinn eins og ég kannski. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Palli er með yfirburðum besti dómarinn þarna..og Ellý ætti að skammast sín hvernig hún lætur þarna eins og smákrakki. Veit ekki hvursu oftég hef dregið teppið yfir andlitið á mér sökum kjánahrolls yfir þessarri konu.

Addi E (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband