Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Blaðran sprungin!!
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Jæja ég held að strákarnir okkar séu alveg búnir á því þarna í þýskalandi, skiljanlega og leikurinn við dani situr enn í þeim. Rússarnir voru svo sem ekki að spila vel og bjargaði markmaðurinn Kostigov þeim algjörlega og minnti óneitanlega á þegar Andrei Lavrov þegar hann lokaði markinu á sínum tíma - leikur um 7. sæti gegn spánverjum því staðreynd.
Ég vil þakka strákunum kærlega fyrir skemmtunina á þessu móti og óska þeim góðs gengis gegn spáni
Íslendingar leika um 7. sætið eftir tap fyrir Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stef
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
ég er svo aldeilis hissa, hafa menn ekkert betra að gera en að athuga í hvaða búðum er verið að hlusta á útvarp? Stef er svo yfirgengilegt félgal að það nær engri átt.
Ég man að fyrir nokkrum árum máttu hársnyrtistofur ekki hafa kveikt á útvarpi nema þá að vera með headphone þannig að viðskiptavinirnir heyrðu ekki neitt - og gott ef mátti heldur ekki spila geisladiska.
Ég veit svo sem ekki hvort verslanir greiði stefgjöld almennt til að fá að hafa kveikt á útvarpi, en ég hélt nú að fólk mætti nú hlusta á útvarp hvar sem og þó svo að einhver "utan að komandi" heyrði það.
þetta er bara bull
Sannað að viðskiptavinir í verslun heyrðu í útvarpi á kaffistofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)