Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Gengur það?

Sænska sjónvarpið vill fá Eirík Hauksson áfram í pallborðsumræðurnar í hinum vinsæla þætti Inför E.S.C. þar sem sýnd eru myndbönd með þátttakendum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og þau síðan rædd af fimm norrænum söngvakeppnissérfræðingum. „Við viljum endilega fá hann með, það gefur þættinum bara aukið gildi að hafa einn þátttakanda með sem er jafnframt keppandi. Þetta er bara leikur og engar strangar reglur í gildi," sagði Meta Bergqvist framleiðandi þáttanna í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

MBL.is

ég held að Eiki muni ekki taka þátt í þættinum vegna þess að þarna er verið að gagnrýna keppendur í keppninni. 

Og það getur ekki komið vel út að keppandi sé að tala um aðra sem þátt taka í júróvision og gefa þeim einkun í sjónvarpsþætti.

Og ég veit hreinlega ekki hvern við eigum að senda í stað Eiríks rauða. 


mbl.is Svíar vilja fá Eirík áfram í vinsæla sjónvarpsþætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það er ekki alveg í lagi með drenginn..

Hvað gerist í höfðinu á manninum?

Riise neitar að syngja í karoke og hann bregst svona við?

Held að núna sé Bellamy búinn að brenna allar brýr að baki sér hjá Liverpool, svona líða menn ekki það á bæ hugsa ég.

Og einhvernvegin efast ég um að lið standi í röðum og vilja fá þennan geðsjúkling til sín. 


mbl.is Riise neitaði að syngja og Bellamy trylltist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað fór hann á mörgum höggum?

Bellamy hefur aldrei verið sá prúasti í bransanum. Og þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart.

Finnst samt að þessar fréttir af mínum mönnum ekki gæfulegar svona í ljósi þess að liðið mætir Barcelona í vikuni.

Kannski er þetta eitthvað slúður - vona það bara. 

 


mbl.is Bellamy lamdi Riise með golkylfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni einu sinni enn..

jæja þá erum við enn einu sinni búin að velja okkur lag til að fara í júróvision.

Eiki Hauks hafði það og Friðrik Ómar í öðru og svo Hafsteinn í því þriðja, ég spáði reyndar Heiðu á topp 3 en var með Eika og Frikka rétta þar. 

Hvernig datt mér í hug að nefna lag Eiríks á topp 3? Einfalt mál. Konur eins og mamma mín og fleiri á hennar reki slefuðu yfir þessu lagi, sem mér fannst ekkert sérstakt, fínn kraftur í Eiríki en það vantaði eitthvað upp á þetta - kafla sem byggði þetta betur upp.

Framkoma þeirra þarna á sviðinu var til skammar, 3-4 fullorðnir menn í gítarhetju leik  og allr unpluggend auðvitað - það hefði alveg mátt hafa snúrur í gítörunum svona til að þetta virkaði meira real. Svo toppaði Sveinn Rúnar höfundur lagsins allt með því að bætast í hóp gítar hetjanna - þetta var  eins og 5+1 vörn í handbolta - svei mér þá.

Og þegar Eiríkur byrjaði að söngla enska textann - omg.. þvílík klisja, aumingjahrollur fór um alla í partíinu sem ég var í. 

En svona fyrst búið er að kjósa þetta lag áfram vona ég innilega  að það komist áfram í aðalkeppnina - þó ég sé ekki bjartsýnn á það. 


mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

júróvísíon

úrslitin ráðast í kvöld og spái ég þeim Heiðu,Eika Hauks og Friðriki Ómari 3 efstu sætunum - ég er þó ekki viss í hvaða röð þau verða.

læt vita af því þegar úrslitin verða ráðinCool

 

aðeins að X- factor

lélegastu þátttakandinn í þessu er dómarinn Ellý, hún er illa að máli farin og hefur ekki hundsvit á góðum söng eða lögum - senda hana næst heim, þó fyrr hefði verið. 


mbl.is Úrslitin ráðast í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ó Britney.. sköllótt ertu nú..

Hún er bara að mótmæla því að hún fékk ekki handtöskuna með því að láta skerða hár sitt. 

En þetta með tattúin skil ég ekki alveg, það eru engin mótmæli.

Það færi sér engin heilvita maður varir á úniliðinn


mbl.is Britney snoðklippt á húðflúrsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

á ég að hlæja núna?

Hvað heldur þetta fólk að það geti gert í þessu? 

er ekki alltaf verið að blása það upp að ísland sé frjálst og fordómalaust?

Svo koma hérna nokkrir aðilar úr klámbransanum og ætla að halda fundi og skemmta sér og allt verður vitlaust. kommon - það er ekki eins og þetta fólk hafi gert eitthvað af sér, og þaðan af síður tekið það fram að eigi að mynda klám hérna - eins og það sé ekki gert  hérna af okkur íslendingum - ekki er mikið kvartað yfir því.

andskotans feminista kjaftæði!!

kona sem kommentaði hérna á blogginu hjá mér, fór að blanda barnaperrum og sifjapelli í þessa umræðu og kona þessi segist vera feministi og vinstri græn (auðvitað). Efast um að hún viti hvað sifjaspell sé - miðað við hvernig hún setur þetta fram allavega. 

Ég er alveg hættur að skilja þessa umræðu. 

Og svo maður tali ekki um að þetta fólk sem er á leiðinni hingað kemur að fúsum og frjálsum vilja - engin neyddur til þess.

Ættum við ekki frekar að mótmæla einhverju öðru en þessu.  


mbl.is Ung vinstri-græn harma að íslensk fyrirtæki taki á móti klámframleiðendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klám er og verður allstaðar

Hvað á ríkisstjórnin að gera? Banna þeim að koma hingað? Maður spyr sig.klámið

Það ætti að vera heiður fyrir land eins og ísland að taka á móti þessum hóp og skora ég hér með á rískisstjórnina að standa heiðursvörð þegar liðið mætir. 

 


mbl.is Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Feminista beljur súpa sjálfsagt kveljur"

 

Hvað með það þó klámfólkið kíkki hérna við?

Ég er ekki að segja að það sé geðveikur heiður að fá það hingað, eins og hótelstýran á Radison SAS sagði - "þessi hópur er bara eins og aðrir hópar" Og hvað með það þó þetta sé á kvenréttindadaginn 8.mars? Það kemur málinu ekkert við.

 Mest þætti mér gaman að vita hvaða klámstjörnur það eru sem mæta á svæðið:)

Þetta er eitthvað svo dæmigert með íslenska feminista - hjálp klámfólkið er að koma! 


mbl.is Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

danir hrósa okkur!! getum við hrósað þeim fyrir eitthvað?

Kim sjálfurEn ætli íslenskum fjölmiðlum detti í hug að hrósa danskri tónlist?

mér finnst eins og öll tónlist sem kemur frá danmörku vera eins og eitthvað grín bara - sjúbbídúa eða hvað hljómsveitin hét - eitthvað djók. Og svo Kim Larsen auðvitað.

Man reyndar eftir Disneyland after dark, DAD heitir hún núna, er hún ekki dösnk?

Svo heirir maður reglulega af einhverjum dönskum böndum sem eru að meika það - en ég man ekkert hvað þau heita. 


mbl.is Danskir fjölmiðlar hrósa íslenskri tónlist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband