Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Aukum öryggi

það er sem ég segi - nú á að skylda öll heimili til að nota öryggiskerfi fyrst það er verði að brjótast svona inn hjá fólki - þetta gengur ekki.

Svo er bara að bíða þess dags að allir verði svo öruggir með auðkennislykilinn um hálsinn og spentir í öryggisbelti, með stáltá á skónum og hjálm svo ekkert komi nú fyrir eða fólk verði rænt. 


mbl.is Þjófar á ferð á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðkennislykill?

Já maður spyr sig, þurfum við þá ekki að fá eitthvað öryggisdæmi á greiðslukortin líka?

Eða bara banna þau alveg - það væri þjóðráð, allt of margir sem misnota þessi kort sín og lenda með skuldahalann á eftir sér langar leiðir, þá kannski er hægt að lækka þjónustugjöldin.

Talandi um auðkennislykilinn margfræga: þá hef ég ekki enn fengið slíkt þarfaþing og þurfti að láta opna heimabankann minn sérstaklega því engin séns var að komast inn nema með lykli kenndum við auðkenni, ég er svona hálfpartinn að vona að ég fái ekkert lykil því ég er algjörlega á móti þessu.

Ef fólk getur ekki borið ábyrgð á notendanafni og lykilorði (breytt um það reglulega)  þá á það fólk ekki að hafa aðgang í heimabanka.

Þetta er eins og allir fengju þjófavörn heim til sín og kæmust ekki inn nema nota hana. 


mbl.is Eyddi 300 þúsund kr. á þrem vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

miðað við höfðatölu..

er þetta lestarslys í kína sennilega svipað og að einn íslendingur hefði misst handklæði á fótinn á sér.

Og varð ekki meinnt af. 


mbl.is Lest fauk út af teinum í sandstormi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík

Góðar fréttir úr heimabyggð. sparisjóðshöllin

Sparisjóðurinn að splæsa í menningarhús, mér finnst samt alveg vanta útskíringu á hugtakinu "Menningarhús" Einhver frambjóðandinn í bæjarstjórnarkostningum í vor kallaði Rima í svarfaðardag menningarhús - sem er jú bara lítið íþróttahús, hvað um það,  meira verður gaman að vita hver á að sjá um reksturinn á þessu hjá bænum, og hvaða tólum og tækjum fjölnota salurinn verður búinn - það er ekki nóg að byggja bara húsið. 

Það verður samt gaman að sjá hvering þetta verður og vona ég sannarlega að þetta hús nýtist öllum sem þurfa á því að halda. 


mbl.is Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eggert að fara að reka?

er það ekki alltaf þannig þegar þeir sem ráða segja starf stjóranns vera öruggt þá reka þeir þá skömmu síðar, en mikið djöfull hlakkar í mér að sjá west ham ganga svona illa - ég hef aldrei þolað EGGert og vona því innilega að þeir falli .
mbl.is Curbishley óttast að vera rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum flugdrekum

A.m.k. ellefu létu lifið á árlegri flugdrekahátíð í Pakistan og eru um 100 manns slasaðir. Yfirvöld afléttu tímabundið banni við flugdrekanotkun svo hægt væri að halda hátíðina, en um 700 manns voru handteknir meðan á hátíðarhöldunum stóð fyrir að nota víra í flugdrekasína og fyrir að skjóta af byssum, þá voru tæplega 300 byssur gerðar upptækar. mbl.is

 

Það er ekkert annað. Einhver er ástæðan fyrir því að flugdrekar eru bannaðir í pakistan, miðað við fjölda látinna og slasaðra mætti halda að um flug Dreka sem spúa eldi hafi verið um að ræða. Og hvað eru menn að gera með byssur á flugdrekahátíð nema þá til að skjóta bévítans drekana. 

  Og þá vaknar spurning. 

Ef framleiðendur flugdreka ætluðu að koma til íslands og halda ráðstefnu,fund eða bara til að nota rokið til að prufa nýja gerð flugdreka, ættum við ekki að mótmæla því? Þeir eru jú stórhættulegir og ólöglegir í pakistan. 


mbl.is Ellefu létust á flugdrekahátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri Trúðurinn

Bernd Kalster, trúður við fjölleikahús í Leipzig, sparkaði í 12 ára dreng á sýningu fjölleikahússins af því drengurinn fleygði í hann sælgætisboxi. Kalster, sem er 47 ára, heldur því fram að hann hafi verið að verja sig. mbl.is

 

 kannski óþarfi að sparka í greyið drenginn en af hverju kastaði strákurinn í trúðinn?

merkilegt hvernig svona fréttir koma út - komm on þetta var trúður og þeir meiga gera hvað sem er.

eða svona næstum þvíWhistling


mbl.is Trúður sparkaði í 12 ára dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

edrú í 92 daga - Hangóver að koma saman á ný

ja hérna Daníel að standa sig svona vel bara - edrú í næstum 100 daga!!

ég hef ekki talið dagana sem ég hef verið edrú en þeir eru eitthvað rúmlega 100.

En það er næsta víst að ég dett í það um helgina - mikið um dýrðir.

Hljómsveitin Hangóver er að koma saman aftur eftir 11 ára aðskilnað utan  eins skiptis sem við hittumst og spiluðum 2002 minnir mig.

Bandið skipa Daði Jónsson, Bergur Kárason og ég sjálfur. 


mbl.is Daniel Baldwin edrú í 92 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn?

Craig Bellamy, velski knattspyrnumaðurinn hjá Liverpool, fullyrðir að ekkert alvarlegt hafi gerst í æfingaferð liðsins til Portúgal í síðustu viku. Fullyrt hefur verið að hann hafi slegið félaga sinn, John Arne Riise, í fæturna með golfkylfu í kjölfar þess að sá síðarnefndi neitaði að taka þátt í karókí-keppni.

mbl.is

Já svona segir herra Bellamy frá því, merkilegt hvað svona sögur fara af stað til þess eins að skaða fólk og fótboltalið. Og segir Bellamy að honum hafi ekki verið refsað fyrir "meinnt" golfhögg.

Og ef þetta er rétt sem ég efast um - því spilaði Bellamy þá leikinn? Miðað við að Rafa Benitez átti að hafa sagt hann vera á leið frá félaginu og spilaði ekki meira á tímabilinu - maður spyr sig. 

Riise tjáði sig líka um þetta og mér sýnist sem svo ef marka má þetta að hreinlega sé þetta tilbúningur, hver svo sem átti hugmyndina - þá var þetta að virka miðað við að Liverpool vann Barcelona frekar létt.

Og mér fannst snilld hjá Bellamy að fagna marki sínu með golfsveiflu. 


mbl.is Bellamy: Ekkert alvarlegt gerðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki eitt orð....

ekkert .............

Ferðamannalandið ísland? 

 

viðbót.

Var það virkilega þetta mál sem sameinaði alla ráðamenn þjóðarinnar? Væri þá ekki vit í því að reyna að láta þessa kynlausu aumingja gera eitthvað að viti fyrir okkur í okkar landi - ekki bara reka þá burt sem vilja koma hingað. Það verður gaman þegar fréttist af einhverjum einstaklingum eða hópum sem ætla að koma hingað á næstuni, hvort verði ekki rannsakað hvort það fólk hafi gert eitthvað af sér áður en grænt ljós verður gefið á að það megi koma.

ég skammast mín fyrir að vera íslendingur. 

ég tek undir með svo mörgum "Þetta er svartur dagur í sögu íslands" 


mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband