Hvað er málið með þessa Margréti??
Mánudagur, 29. janúar 2007
Ég er svo sem ekki mesti áhugamaðurinn um pólitík en get vart orða bundist með þessa dóttir nafna míns Hermannssonar, er hún ekki búin að fatta það að frjálslyndir vilja ekki hafa hana með sér?
eða hvað veit ég - ekki mundi ég nenna að tuða í fólki sem vildi ekki hafa mig með.
![]() |
Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er Eggman alveg að missa sig?
Mánudagur, 29. janúar 2007
Fréttavefur Sky greinir frá því kvöld að Charlton hafi hafnað 2,5 milljón punda tilboði frá West Ham í landsliðsmanninn Hermann Hreiðarsson. West Ham leitar logandi ljósi af sterkum varnarmanni en meiðsli hafa hrjáð nokkra varnarmenn liðsins og fyrr í kvöld bárust af því fregnir að Lucas Neill, sem kom til liðsins frá Blackburn í síðustu viku, væri kominn á sjúkralistann.
mbl.is
það eru bara allir orðaðir við Eggman og félaga núna - eitthvað verður að gera til að bjarga liðinu úr þessum drullupitt sem þeir eru í núna - djöfull væri það dæmigert að þeir ynnu Liverpool á morgun.
![]() |
Charlton hafnaði tilboði West Ham í Hermann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
meira af júró undankeppni
Mánudagur, 29. janúar 2007
Ég tjáði mig aðeins um forkeppni júróvision um daginn og ætla að bæta aðeins við það.
Persónulega finnst mér ekki vera hægt að keppa í tónlist - þetta er og verður vinsældarkostning að mínu mati.
Ef ég fengi að ráða þá ætti að flytja öll lögin í einu og velja helmingin áfram og svo flytja þau lög aftur og fækka aftur um helming þangað til að stæðu eftir 6 lög og velja svo eitt af þeim sem okkar framlag.
Veit einhver hvernig þessu er raðað upp? Hvaða lög eru saman í riðli...
Þetta er svona svipað og ef króatar,þjóðverjar,spánverjar og frakkar lentu saman í riðli á Hm í handbolta og það kæmust bara 2 lið áfram - og næsti riðiill væri Grænlendingar,Ástralir,Quatar og Argentína lentu saman og 2 af þeim færu líka áfram - það er ekki sangjarnt - eða hvað?
Fyrsta kvöldið fannst mér ekki gott - og ég pikkaði 3 lög út sem mér fannst að ættu að komast áfram en ekkret af þeim var kosið (kannski er ég með svona glataðann smekk)
Næsta kvöld var betra og aftur pikkaði ég út þau 3 lög sem mér þóttu best og ég hafði 2 af 3 rétt þau réttu voru sungin af vini mínum Friðriki Ómari og Jónsa - það þriðja var rokklagið Fyrir þig en lagið sem Eiríkur Hauks söng varð fyrir valinu og ég svosem ekkert ósáttur við það.
Ekki hef ég heyrt neitt af þeim lögum sem keppa á laugardag en á ekki von á því að það verði mikið betra en verið hefur en ég bíð og vona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Djöfullinn Danskur
Sunnudagur, 28. janúar 2007
þá er það komið á hreint , við mætum "frændum" okkar dönum í 8 liða úrslitum - skrítið að rúv sé ekki búið að sýna neinn leik með dönum, en þeir unnu jú spánverja um daginn þannig að það verður líklega við rammann reip að draga gegn þeim - en ég hef fulla trú á að við vinnum leikinn og lendum í 3-4 sæti.
Og ég spái því að þýskaland vinni mótið
![]() |
Danir verða mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
lélegasta forkeppni júróvision allra tíma?
Sunnudagur, 28. janúar 2007
Svei mér þá , fyrsti riðillinn var nú verri en þessi í gær, en guð minn góður!!! Lagði sem Bergsteinn Björgúfsson samdi: hvernig í helvítinu komst það þarna? mín skíring - þeir sem voru að velja úr þessum 300 og eitthvað lögum fóru í kaffi og blaðið með nafninu fauk yfir í réttan bunka þegar vindurinn sem kom við að loka hurðini. Ég sé enga aðra skoðun hvernig þetta gat verið.
Hljómveritin Von héldu að þeir væri á sveitaballi, virkar ekki í júró
Lagið sem Friðrik Ómar söng ætti frekar heima í disney teiknimynd - og þessar trommur eru löngu komnar úr tísku.
Svo var þarna stelpa sem var kynnt sem inn sem mágkona Einars Bárðarssonar?????????? Man ekki einu sinni hvað hún hét, en það átti greinilega að koma því þessu að með Einar greyið og koma henni áfram - eins og það skipti einhverju máli því þessi stúlka gat enganvegið sungið og lagið sem var eftir Roland Hartwell var mjög vont.
Svo var Jónsi þarna og var auðtvitað kosinn bara af því að þetta var Jónsi... æj ég nenni ekki að tuða um þetta,
en x-factor er skemmtilegra en idol stjörnuleit og spaugstofan var snilld í gær og líka að ísland vann slóvena.
já ekki meira í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bakkus
Laugardagur, 27. janúar 2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
LOKSINS
Föstudagur, 26. janúar 2007
Við erum þessa stundina að mixa diskinn okkar í hljómsveitinni Heims skyri, Gulli Helga situr við tölvuna og nær vonandi því allra besta úr úr þessu, þetta gengur allt mjög vel og ef þú lesandi góður hefur áhuga á að eignast diskinn okkar sem ber heitið Gargandi snilld, máttu láta mig vita hér á síðuni.
jæja ég verð að halda áfram....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
efst á baugi
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Vaknaði 6:30 nokkuð ferskur við að rokið barði svefnherbergisgluggann hjá mér , hitamælirinn segir mér að hitinn sé +7°C og það er 25.janúar, allur snjórinn farinn af svölunum og litið orðið eftir í bænum annað en mannskaðasvell.
Erum við að ganga inn í margumtöluð póslkipti - allavega man ég ekki eftir svona vetri þar sem mikill snjór kom í byrjun nóvenber sem fór svo allur í desember og svo þessar umhleypingar núna.
Ekki skilja mig sem svo að ég sé að kvarta yfir þessu, enda þýðir það lítið þar sem ekkert mannlegt stjórnar veðrinu..enþá.
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Svo er það þetta sem allir eru sérfræðingar í, hafa vit á - jújú mikið rétt... Handboltinn.
Leikur við Pólverja í dag sem ég er ekki viss um að við vinnum.. og þó
Sá Frakkana rúlla yfir þá pólsku í gær enn við unnum jú frakkana og ættum þá að geta unnið pólverjana svona ef maður tekur úrslitin og leggur saman og dregur frá.
Ég er ekki að fíla hann Geir Magnússon sem lýsir leikjunum - það er eitthvað sem fer alveg svakalega í taugarnar á mér - bara við röddina og svo hvernig hann lýsir atburðarrásinni sökkar hann feitt, ég veit samt svei mér þá ekki hvern að þessum íþróttafréttamönnum Rúv ég vildi frekar sjá þarna , kannski væru þeir allir svona miðað við gengi liðsins - væmnir, fullir af stolti og engan vegin í bestu aðstöðuni til að missa það alveg eins og fólk gerir heima hjá sér eða hvar sem það horfir á leikina, Þessi sem lýsir með honum, Árni eða hvað hann nú heitir er rólegur og getur útskýrt flest það sem kemur óvænt uppá og maður skilur ekki alveg á meðan Geir ruglar bara - svo finnst mér að eigi alveg eins að lýsa leik andstæðingana líka - þegar þeir gera vel og þannig, þar finnst mér vannta heilmikið uppá - Það eru jú 2 lið á vellinum.
----------------------------------------------------------------------------------------------
Verð að viðurkenna að það hlakkaði í mér þegar ég las það að mest hataði leikmaður enska boltans hefði fótbrotnað, ég er að tala um Robbie Savage leikmann Blackburn.
Maðurinn er gjörsamlega óþolandi á velli, kemst upp með að spila gróft leik eftir leik og svo þegar er andað á hann er eins og hann hafi lent fyrir lest eða einhverju þar af verra - tuðandi í dómaranum allan leikinn - held að sé bara gott að vera laus við hann í bili.
Hugsa nú að fólk viti að ég er Liverpool aðdáandi og ef ég á að nefna nokkra leikmenn sem eru óþolandi kemur smá listi hér:
- Allt everton liðið
- Frank Lampard
- Gary Neville
- Kevin Davies
- El Hadji Diouf
- Arjen Robben
- Paul Scholes
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frábært
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Sigur á Túnis þó ekki blési byrlega í fyrri hálfleik og var ég orðinn nokkuð niðursokkinn í stólinn, en svo kom hálfleikur og Alfreð sýndi strákunum okkar myndbandið góða (sem margir vilja meina að sé Bdsm vídeoið frá fyrrum stjóra Byrgisins)
En í seinni hálfleik fór að draga af Túnisum og okkar menn gengu á lagið, Óli fann loks leiðina í markið úr langskotum og maður leikisins að mínu mati Logi Geirsson var frábær og dró vagninn yfir erfiðasta kaflann, Logi er sonur Geirs Hallsteinssonar og á því ekki langt að sækja þetta.
![]() |
HM: Ísland lagði Túnis með sex marka mun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vondur á braggðið
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
hehe sá þessa frétt áðan um mann sem hákarl ætlaði að leggja sér til munns en fannst hann heldur bragðvondur og spýtti honum út úr sér - sem beturfer fyrir manngreyið sem mér finns vera sláandi líkur Valla sport svona flótt á litið. sem var með sjónvarpsþáttin hausverk um helgar hér í den tid.
Er það ekki eðlilegt að hákörlum sem finnst fólk vont á bragðið spýti því út úr sér eins og fólk sem spýtir hákarli út úr sér af því þeim finnst hann vondur?
![]() |
Telja að hákarlinum hafi þótt kafarinn vondur á bragðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)