"Feminista beljur súpa sjálfsagt kveljur"

 

Hvað með það þó klámfólkið kíkki hérna við?

Ég er ekki að segja að það sé geðveikur heiður að fá það hingað, eins og hótelstýran á Radison SAS sagði - "þessi hópur er bara eins og aðrir hópar" Og hvað með það þó þetta sé á kvenréttindadaginn 8.mars? Það kemur málinu ekkert við.

 Mest þætti mér gaman að vita hvaða klámstjörnur það eru sem mæta á svæðið:)

Þetta er eitthvað svo dæmigert með íslenska feminista - hjálp klámfólkið er að koma! 


mbl.is Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

danir hrósa okkur!! getum við hrósað þeim fyrir eitthvað?

Kim sjálfurEn ætli íslenskum fjölmiðlum detti í hug að hrósa danskri tónlist?

mér finnst eins og öll tónlist sem kemur frá danmörku vera eins og eitthvað grín bara - sjúbbídúa eða hvað hljómsveitin hét - eitthvað djók. Og svo Kim Larsen auðvitað.

Man reyndar eftir Disneyland after dark, DAD heitir hún núna, er hún ekki dösnk?

Svo heirir maður reglulega af einhverjum dönskum böndum sem eru að meika það - en ég man ekkert hvað þau heita. 


mbl.is Danskir fjölmiðlar hrósa íslenskri tónlist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fær ekki töskuna

britney Beiðni Britney Spears um Heatherette handtösku eftir hönnuðinn og fyrirsætuna Lydiu Hearst var hafnað vegna „óvirðulegrar ímyndar“ Britneyjar.

mbl.is

Hvernig getur þetta verið, vegna óvirðurlegrar ímyndarr??

Aumingja Britney litla, fær ekki tösku, það hefur margt breyst frá því hún var á veggjum allra krakka á plakat og lögin hennar hljómuðu allstaðar þar sem maður kom og öll börn áttu eitthvað Britney dót.  Svo fór frægðin alveg með hana gott ef hún fór ekki bara næstum í ræsið.

Og núna er Britney orðin óvirðuleg ímynd, ljót án farða, hangir með paris Hilton,lætur taka af sér vafasamar myndir. - hvernig gat þetta gerst?

 


mbl.is „Óvirðuleg ímynd“ kostar Britney handtösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn orðnir vittlausir eða hvað?

Alveg er ég viss um að þessir sem grunaðir eru um þessi skemmdarverk verða yfirheyrðir og síðan sleppt.

Þeir fá líklega einhverja sekt og svo halda þeir þessu áfram, nánast viss um það.

Hvaða njálgur grípur um sig í rassinum á svona gemlingum sem segir þeim að þeir geti bara brotið og bramlað allt sem á vegi þeirra verður?

Ég veit að það eru til tölvuleikir þar sem fólk getur skemmt hitt og þetta - gera þessir drengir engan greinarmun á alvöru hlutum og tölvuleikjum?

Það ætti að taka þá og rassskella duglega, nei kannski ekki þá geta þeir kært þann sem rassskelti fyrir misnotkun kynferðislega - það er vandlifað í þessum heimi.

Fólk tekur kannski mest eftir svona skemmdarverkum, en þau eru unnin af ríkinu og sveitarfélögum um allt land  - þá alltaf talað um framkvæmdir. 


mbl.is Þrír í haldi grunaðir um skemmdarverk í Hafnarfirði í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Meiddur Wigan, sem berst fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur orðið fyrir miklu áfalli því markvörðurinn Chris Kirkland verður frá keppni næstu vikurnar. Hann meiddist á fingri á æfingu og þarf að gangast undir aðgerð. Kirkland hefur verið einn besti markvörður úrvalsdeildarinnar í vetur og er einn af landsliðsmarkvörðum Englands.

mbl.is

 

Svo maður tali ekki um það að hann er meiddasti markmaður í heimi - drengurinn er alltaf meiddur.

Efnilegur var hann en það er ekki hægt að treysta á að hann spili nema 50-60% leikja á hverju tímabili, og verði hann fyrir hnjaski er það minnst mánuður sem hann verður að jafna sig, það er eitthvað ekki í lagi í skrokknum á drengnum. 


mbl.is Chris Kirkland frá í sex vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer þetta ekki alveg að verða ágætt af henni Önnu?

Var hún svona rosalega fræg að það þurfi að koma með fréttir af dauða hennar - hugsanlegum ástæðum hans - hver pabbinn sé líklega, og hvort hún fái arfinn sinn já eða hvort hún notaði þessi lyf eða hin?

Mér finnst þetta ekki lengur vera fréttaefni, hún var allavega ekki svona umtöluð er hún lifði - þó fegin hefði hún viljað það þá .

Ég man eftir Önnu fyrst þegar ég var unglingur og við félagarnir vorum að skoða Playboy í bókabúðinni Sogni - það var áður en öll fullorðinsblöð voru sett í efstu hillu og í plast - mjög áhugavert allt saman.

 Seinna man ég eftir stórmyndini Naked gun 33 1/3 minnir mig að hún hét - þar var Anna með stóru brjóstin sín að reyna að leika - hún var ekkert að drukna úr leiklistarhæfileikum, ástæðan fyrir því að hún var í myndini var sennilega sú sama og hún var í playboy.

Svo vissi ég lítið af henni, nema að hún giftist gömlum manni sem átti helling af pening - er það ekki það sem konur vilja? Flestar:)

já og svo eignaðist hún barn og sonur hennar dó.... og svo dó hún.

endir 


mbl.is Upptaka af símtali hjúkrunarkonu Smith við neyðarlínu gerð opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfallateymi vegna Byrgisins og Breiðavíkur taka strax til starfa

 það vantar ekki viðbrögðin hjá ríkinu.

 

 Geir Haarde bara farinn að gera eitthvað í málinu, samt er ennþá engin sem vill kannast við það að bera ábryrgð á Byrgismállinu.

Kannski full seint í rassinn gripið með að veita áfallahjálp vegna Breiðavíkurmálsins - menn sem hafa haft sögu sína á sálinni í 40 ár vitandi það að gerð var rannsókn á þessu fyrir tugum ára og öllu saman stungið undir stól verða líklega ekki "læknaðir" með áfallahjálp núna eða með greiðslu skaðabóta.

Erfitt að draga einhvern til ábyrgðar í því máli en í Brygismálinu eru nokkrir nefndir - þar á meðal Birkir Jón nokkur sem ætti að hafa vit á því að segja af sér þingmennsku og skammast sín. 

Ég er samt ekki að meina það að það lagi allt að einhver beri ábyrgð á þessu, menn eru jú sóttir til saka fyrir minna ábyrgðarleysi en þetta.

 


mbl.is Áfallateymi vegna Byrgisins og Breiðavíkur taka strax til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Henry: Var bara að stríða Kirkland - hver má og hver ekki?

stop-cryingJá eimmitt það -þegar arsenal voru svo komnir yfir þá mátti alveg tefja leikinn eins og ekkert væri óeðlilegt við það - m.a. fekk Jens Lehmann gult fyrir að tefja - þannnig að helvítið hann Henry ætti ekki að vera að segja mikið - svo segist hann hafa verið að grínast, gaman hefði verið að sjá viðbrögðin hjá honum ef leikurinn hefði tapast? Var hann þá að grínast líka?

Þoli ekki svona aumingjavæl með að lið séu að tefja - það gera þetta öll lið þegar þau eru yfir!

Ætti kannski að láta dómarana gefa merki um leiktöf þegar liðin reyna ekki að sækja að marki andstæðingana - svona eins og Arsenal geriði í þessum leik þegar ÞEIR voru komnir yfir - þá mátti alveg tefja , skiptir bara máli hvort liðið er yfir  -þegar Wigan var yfir mátti ekki tefja en það breyttist alveg þegar Arsenal var komið yfir -"það má tefja , það er bara sanngjarnt"

 


mbl.is Henry: Var bara að stríða Kirkland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Harewood

HarewoodStuðningsmenn West Ham létu aumingja Marlon Harewood finna fyrir því hvernig er að klúðra víti í leiknum gegn Watford á laugardaginn.

Svona í ljósi þessa þá verð ég að benda á að ég hofrði nú á sjálfstæt fólk í gær og þar var Eggert nokkur Magnússon í viðtali og hann talaði um stuningsmenn West Ham og sagði þá vera bestu stuðningsmennina - svo leggja þeir leikmann liðsins í einelti fyrir að klikka á víti og segja hann ekki leggja sig nógu mikið fram fyrir liðið. 

Er þetta ekki mál fyrir MR. Magnusson að leysa? 

Mér fannst nú æðislegast við þennan þátt í gær að það voru mínir menn í Liverpool sem voru í heimsókn á Upton Park þegar þátturinn var tekinn upp og unnu auðvitað 1-2 - og Eggert með tárin í augunum eftir leikinn.

En það fengu allir nóg að éta og drekka fyrir og eftir leik - er það ekki það sem þetta snýst um hjá þessum háu herrum? 


mbl.is Stuðningsmenn West Ham gerðu aðsúg að Harewood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn við dauðans dyr?

Framsokn Fylgi Samfylkingar eykst á ný samkvæmt skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Mælist fylgi flokksins 27,9% samkvæmt könnuninni. Fylgi Framsóknarflokksins mælist hins vegar aðeins 3,9% og hefur aldrei verið minna í skoðanakönnunum blaðsins.

mbl.is

Segir þetta manni ekki eitthvað. eða hvað? Framsóknarflokkurinn við dauðans dyr, nema að þeir reddi sér korteri fyrir kjördag eins og vanalaega - Jón Sig formaður segist ekki taka mark á þessari könnun,  ætli hann taki þá meira mark á könnun þar sem framsókn er með meira fylgi?

Það er kannski ekkert að marka þetta bókstaflega en svona könnun ætti samt að gefa okkur einhverja mynd af því hvernig þetta kemur hugsanlega til með að verða í vor, það er allavega kominn tími á að þurrka þennan meirihluta út.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband