Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

hvor er þá betri?

snýst þetta bara  um að gera krúsídúllur með boltann og detta öðru hvoru eða talar tölfræðin ekki sínu máli? Actim tölfræðin fer yfir allar tölur - ekki bara mörk og krúsídúllur (skæri og stæla) og Drogba er fyrir ofan "þann besta" eins og Ronaldo er kallaður - auðvitað er hann góðir, en ekki sá besti.
mbl.is Drogba frammúr Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

málverk vs. börn

Hvað ætli þessir menn hefðu fengið langan dóm ef þeir hefðu rænt börnum og misnotað þau?

Kannski 9 mánuði hér á íslandi - minna jafnvel. 

 

skítt með þessi helvítis málverk -  það má alltaf mála ný. 

 En börn fá skaðann ekki bættann

 


mbl.is Dæmdir í allt að 9½ árs fangelsi fyrir málverkarán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar!

Veit ekki til þess að sumrinu verði fagnað með hátíðahöldum hér á Dalvík í dag, eins og tíðkaðist þegar ég var ungur drengur. 

Þá var alltaf skemmtun í íþróttahúsinu - skil ekki alveg afhverju þessu var hætt. Sumardagurinn fyrsti var skemmtilegur í þá daga, núna er þetta bara frídagur og enginn nennir að gera neitt, gott ef það var ekki Lionsklúbburinn eða Kiwanis sem sá um skemmtanahald þennan dag og svo hætti það bara allt í einu. Man t.d. eftir því þegar ungfrú Dalvík var kosin á sumardaginn fyrsta og hljómsveitin Edda K spilaði í íþróttahúsinu og Skralli Trúður kom og skemmti börnunum - og gott ef var ekki frítt í bíó líka.

svo fann ég myndir á netinu í gær sem eru frá þessum degi og sýna þær vel hátíðahöldin hérna í gamla daga, og ef einhver veit frá hvaða ári þetta er væri gaman að vita það. 

þetta er því miður liðin tíð 

426629058_2b940791c3

 smellið á myndina, þá kemur hún stærri.

 

 

 

 


mbl.is Sumri fagnað með ýmsum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fáfræðin mikil

til hamingju KR flott hjá ykkur, en það sem mér fannst mesta klúðrið í þessu var það að í framlenginguni talaði Arnar Björnsson um fyrri hálfleik framlengingar? Og Friðrik Rúnarsson sem lýsti með honum leiðrétti það ekki, er ekki lágmark að menn sem lýsa leikjunum viti hvernig reglurnar eru?

Arnar var alveg sallarólegur þegar Njarðvík var 2 stigum undir og nokkrar sekúndur eftir - og fattaði það svo varla þegar leikurinn var búinn og KR orðnir íslandsmeistarar. 


mbl.is KR-ingar Íslandsmeistarar karla í körfubolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgin - Söngkeppni

Þá er erfið en skemmtileg helgi að baki, við strákarnir í Heimsskyr vorum að taka upp plötuna okkarí annað sinn og segi ég það óhikað að nú tókst mikið betur til. Það verður samt spennadi að hlusta þegar allt verður klárt.

en að því sem ég ætlaði að tala um: Söngkeppni framhaldsskólana - missti af henni á laugardagskvöldið en sá hana í gær þannig að ég tel mig geta tjáð mig um það.

Æj ég veit það ekki - sá reyndar sunnudags kastljósið þar sem "Dalvíkingurinn" Júlli í Höfn var og talaði um hvað við eigum að vera jákvæð sem er auðvitað hið besta mál.

En..

verðlaunasætin í þessari söngkeppni er mér ráðgáta - á hvað var dómnefndin að hlusta? Flutningur Eyþórs var langt frá því að vera sá besti og skólinn sem söng bed of roses ljósárum frá því að vera sá næstbesti - lagið sem var í þriðja sæti átti að vera í öðru og stúlkan sem söng bubbalagið átti að vinna - það er mín skoðun, ég lækkaði  stundum og tók jafnvel hljóðið af í sumum lögum. Svona er þetta bara, ég  get verið ömurlegur þegar ég tala um tónlist og söng - get fundið að öllu, en ég get sagt að flutningur Eyþórs var betri í seinna skiptið en ekki það góður að hann hefði átt að vinna.

 en restina af deginum ætla ég að vera jákvæður eins og Júlli vinur minn og nágranni Wink


mbl.is Verkmenntaskólinn á Akureyri vann Söngkeppni framhaldsskólanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskur,heimskari..Heimsskyr

í dag er föstudagur og líka 13 dagur mánaðarins, ég er ekkert hvumpinn við það.

Og þetta er fínn dagur til að hefja part 2 í hljómplötuútgáfu okkar Heimsskyrs manna.

við félagarnir, ég og Ragnar erum búnir að ganga með þessa plötu nokkuð lengi í maganum - eins og sést á okkurLoL - eða frá árinu 1991 já 16 ár! Og elsta lagið var samið 1988. 

Flest lögin eru frá 1991-1994 held ég og það nýjasta frá 2006 þannig að þetta spannar ansi vítt tímabil og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Sem sagt í kvöld ætlum við að byrja að taka upp part 2 af plötuni eða réttara sagt ætlum við að taka allt upp aftur því við tókum allt upp í nóvember í fyrra og náðum ekki að klára allt eins og við vildum gera það, og svo núna í mars fengum við styrk frá menningarsjóði sparisjóðs svarfdæla til verkefnisins og ákváðum að gera þetta þá almennilega og dagurinn í dag er upphafið að töku 2 - Það verða engar mannabreytingar á liðskipan hljóðfæraleikara, sem eru valinkunnir menn héðan úr heimabyggð, Ágúst B. Kárason spilar á bassa og Guðmundur A. Pálmason á gítar auk mín og Ragnars - upptökustjórann sækjum við til ólafsfjarðar og heitir hann Gunnlaugur Helgason.

Þannig að á næstu vikum verum við vonandi komnir með fullorðinn geisladisk og ætlum líklega að reyna að pranga honum inn á fólk með góðu eða illu.

  

heimslogo


og eftir eru fjórir

Jæja eru eftir aðeins 4 lið í meistaradeildinni, 3 ensk og 1 frá ítalíu - möguleiki á enskum úrslitaleik góðar.

Mínir menn frá bítlaborginni kljást við Chelsea enn og aftur og tippa ég á að Chelsea fari áfram.

Sálfræðihernaðurinn er byrjaður fyrir þessa rimmu og segir Jose Morinho að Liverpool standi betur að vígi fyrir þessa leiki þar sem þeir séu bara að keppa í meistaradeildini, en hans menn eru auðvitað í meiri baráttu um titil í deildinni og komnir í undanúrslit í FA cup þannig að álagið á hans menn er meira, sem má alveg til sanns vegar færa. 

Og svo mæta AC Milan manutd og líklega fer enska liðið áfram en ég tek það fram að það kæmi mér ekki á óvart ef milan færi í úrslit. 

Væri það samt ekki magnað að Milan og Liverpool mættust aftur....dejavú 


mbl.is Liverpool áfram og mætir Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær dagur

í enska boltanum í dag, Liverpool vann, Chelsea vann, Arsenal tapaði og síðast en ekki síst vann Portsmouth man utd með glæsibrag og var það Rio Ferdinand "öndin" sem skoraði sigurmarkið

jiii hvað þetta var frábært


mbl.is Manchester United tapaði fyrir Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfrétt!! - Stórfrétt!!

Lögreglan á Akureyri þurfti að hafa afskipti af tveimur mönnum í nótt vegna þess að þeim hafði verið vísað út af skemmtistöðum á Akureyri vegna óláta. Mennirnir voru ósáttir með að hafa verið vísað út og létu vel í sér heyra en róuðu sig stuttu síðar. mbl.is - ég hef sjaldan séð önnur eins stórtíðindi!!

Hefur einhver sem vísað (hennt út) af skemmtistað verið glaður með það?

en það var nú gott að þeir róuðu sig mennirnir - annars hefði löggan kannsi þurft að nota kylfur og maze úða á þá. 


mbl.is Líkaði illa að vera vísað út af skemmtistað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú var þetta bara grín

hjá Keith að hafa sogið ösku föður í bland við kókaín í nefið - ég er efast um að hann muni svona langt aftur - eða til ársins 2002
mbl.is Keith Richards segist hafa verið að grínast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband