Helgin - Söngkeppni

Þá er erfið en skemmtileg helgi að baki, við strákarnir í Heimsskyr vorum að taka upp plötuna okkarí annað sinn og segi ég það óhikað að nú tókst mikið betur til. Það verður samt spennadi að hlusta þegar allt verður klárt.

en að því sem ég ætlaði að tala um: Söngkeppni framhaldsskólana - missti af henni á laugardagskvöldið en sá hana í gær þannig að ég tel mig geta tjáð mig um það.

Æj ég veit það ekki - sá reyndar sunnudags kastljósið þar sem "Dalvíkingurinn" Júlli í Höfn var og talaði um hvað við eigum að vera jákvæð sem er auðvitað hið besta mál.

En..

verðlaunasætin í þessari söngkeppni er mér ráðgáta - á hvað var dómnefndin að hlusta? Flutningur Eyþórs var langt frá því að vera sá besti og skólinn sem söng bed of roses ljósárum frá því að vera sá næstbesti - lagið sem var í þriðja sæti átti að vera í öðru og stúlkan sem söng bubbalagið átti að vinna - það er mín skoðun, ég lækkaði  stundum og tók jafnvel hljóðið af í sumum lögum. Svona er þetta bara, ég  get verið ömurlegur þegar ég tala um tónlist og söng - get fundið að öllu, en ég get sagt að flutningur Eyþórs var betri í seinna skiptið en ekki það góður að hann hefði átt að vinna.

 en restina af deginum ætla ég að vera jákvæður eins og Júlli vinur minn og nágranni Wink


mbl.is Verkmenntaskólinn á Akureyri vann Söngkeppni framhaldsskólanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst Eyþór bera af í þessari keppni...lang flottastur;) En sem betur fer eru nú ekki allir sammála:)

Maja (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

já hann var bestur ef þetta hefði verið keppni í öskri :)

Sverrir Þorleifsson, 16.4.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband