Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Áramótaskaupinu frestað líka?
Mánudagur, 31. desember 2007
Mikið fárviðri á að geysa samkvæmt veðurspá á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og mér kemur ekki á óvart að engar brennur verði þar, og heyrst hefur að fresta eigi áramótaskaupinu líka vegna veðurs. Annars finnst mér þessar brennur alveg meiga missa sín, sérstaklega inni í miðjum bæ eins og gert er á höfuðborgarsvæðinu.
Asnalegt að kveikja í spítnabraki og hópast í kring um það eins og fífl, en það er jú bara mín skoðun. Ég hef ekki verið viðstaddur brennu í 20 ár og finnst ég ekkert vera að missa af neinu.
Spáin fyrir minn landshluta er ágæt og hér verður brenna austur á sandi með púkum og öllu tilheyrandi og svo skýt ég upp nokkrum flugeldum til að kveðja árið 2007 og býð 2008 velkomið í leiðinni með jákvæðum hug og ætla að reyna að gera betur á nýja árinu, spila meira golf og horfa ennþá meira á íþróttir í sjónvarpinu, enda af nógu að taka á árinu 2008.
Sendi hér með hugheilar nýjarskveðjur til allra sem ég þekki og ekki þekki líka til þeirra sem ég þoli og þoli ekki - allir fá kveðju frá mér - njótið vel!
Sverrir
Engar brennur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sanngjörn úrslit í meira lagi!
Laugardagur, 29. desember 2007
það var gaman að sjá west ham ganga yfir manséster júnæded, yfirburðir west ham voru miklir í leiknum, ferguson hvíldi rúní - efast um að sá meðalmaður hefði breytt neinu í þessum leik.
Ferguson var sýndur uppi í stúku með símann í hendinni, ætli hann hafi verið að reyna að ná í dómarann og biðja hann um aðstoð, eða að bæta miklu við til að hans menn hefðu getað átt smá séns, því hjálparlaust gátu þeir ekki sigrað WEST HAM!!
ég þekki nokkra stuðningsmenn hammers, óska þeim til hamingju með þetta!!
West Ham sigraði Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jólakveðja!!
Sunnudagur, 23. desember 2007
Nú þegar rétt tæpur sólarhringur er í að heilög jól ganga í garð ætla ég að óska öllum gleðilegra jóla, nær og fjær, vinum og femínistum til sjávar og sveita.
Með ósk um að hátíðin megi vera ánægjuleg í alla staði.
munum að vera góð við hvort annað - það er svo mikið betra.
kær kveðja
Sverrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28 krakkar
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Tók test á netinu sem var um hve marga 5 ára krakka ég gæti slegist við og útkoman varð þessi:
Become an Ultrasound technician
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
létt hjá Liverpool
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Ég sá mína menn skeina franska liðinu Marseille í gær, bjóst svo sem alveg við sigri Liverpool en aldrei átti ég von á því að sjá frakkana svona lélega, þeir áttu góða möguleika að komast áfram úr riðlinum, en nei þeir áttu við ofurefli að etja.
Réttilega dæmd vítaspyrna í upphafi sem Gerrad fékk, klikkaði reyndar á henni en fylgdi henni vel eftir og frakkarnir voru nánast hættir.
Fernando nokkur Torres skoraði síðan gull af marki og tróð sennilega enn betur upp í þá sem efuðust um hvernig hann kæmi til með að standa sig hjá nýju liði. Þvílíkur snillingur sem þessi drengur er og á bara eftir að verða betri.
2-0 í hléi
Dirk Kuyt skoraði svo þriðja markið eftir frábæra sendingu Harry Kewell, Kewell er að koma sterkur upp eftir erfið meiðsli og vona ég bara að hann haldist heill og hann fari að sýna virkilega hvað hann er sterkur leikmaður.
Ryan Babel negldi svo síðasta naglann í kistu frakkana með góðu marki þar sem hann hljóp af sér varnarmann sem gerði sitt besta til að brjóta á honum, lék á markvörðinn og renndi svo boltanum í tómt markið.
Frábær sigur í leik sem fyrirfram hefði átt að verða jafnari en þú spilar ekkert betur en andstæðingurinn leyfir.
Liverpool lék Marseille grátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
hvað nú?
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Nú bíð ég spenntur að sjá hvað feministabeljurnar gera núna - ætli þær kæri þetta ekki eins og annað sem fer fyrir brjóstið á þeim?
koma svo Sóley Tómasdóttir - þetta verður að kæra, annað gengur ekki!!
29 ára kona eignaðist barn með 14 ára pilti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er ekki allt í lagi?
Þriðjudagur, 11. desember 2007
Það fer þá alveg að verða spurning hvenær femínistarnir skipta sér hvað fólk borgar með vísakortinu sínu.
Vísa sem er greiðslumiðill nútímans og auðvelda mjög svo marga í að versla á netinu þ.a.m. klám sem er jú í boði þar.
Hafa þessar blessuð konur ekkert betra að gera enn að slæpast í svona málum sem þær fá engan botn í.
Halda þær að Vísa hætti bara að leyfa fólki að versla á netinu?
Femínistafélagið kærir Vísa-klám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gangs of Suðurnes
Sunnudagur, 9. desember 2007
það er alveg ótrúlegt hvað margar slæmar fréttir koma af suðurnesjum keflavík þó aðallega, mér finnst ég alltaf vera að sjá neikvæðar fréttir og oftar en ekki er talað umsveitafélög á suðurnesjum í því sambandi. Því spyr ég: Er hlutfallslega meira af glæpamönnum og ógæfufólki þar en annarsstaðar?
kannski tek ég meira eftir þessum fréttum þaðan en af öðrum stöðum.
Grunur leikur á íkveikju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ekkert mál
Fimmtudagur, 6. desember 2007
það væri sjálfsagt lítið mál að henda vörum að andvirði 30,100 kr. á innan við mínútu á íslensku verðlagi.
Verslaði fyrir 30 þúsund á 2 mínútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
komdu heim eins og skot strákur - sagði mamma hans
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Eitthvað lá honum á blessuðum drengnum, kannski mátti hann bara vera úti til tólf og mamma hans hefði hringt í hann og sagt honum að koma eins og skot!
litlir strákar hlýða mömmu sinni.
í þessari færslu er gætt vel að kynjahlutfalli - einn karl og ein kona 50/50
verður varla betra ha
Sautján ára á 212 kílómetra hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)