Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Gott mál, vona að þetta verði að lögum
Fimmtudagur, 18. október 2007
Mér finnst það hið besta mál að matvörubúðir fái að selja bjór og léttvín eins og tíðkast í öðrum löndum - eru það ekki þau lönd sem við erum alltaf að miða okkur við?
Svo er náttúrulega annað mál hvort sala með þessum hætti auki neysluna, sem ég held reyndar að gerist óhjákvæmilega. Er þetta ekki hluti af menningunni?
Held líka að fólk kaupi ekki eins mikið af bjór og léttvíni ef þetta verður komið inn í stórmarkaðina - fólk fer þangað nokkrum sinnum í viku til að kaupa í matinn og grípur það kannski 3-4 bjóra með , en ef það fer í ríkið kaupir það kassa af bjór og kannski sterka með, jafnvel 2 :)
Í mínu tilfelli þegar ég var að byrja að eiga við vín þá var ekkert ríki hér á dalvík og þurftum við unglingarnir að finna einhvern sem var að fara til akureyrar og láta viðkomandi kaupa fyrir okkur, og þá vildi maður fá meira en minna því það var ekki alltaf létt að redda einhverjum til að kaupa, algengt var að fá sér flösku og kippu eða tvær, þá var drukkið meira. Svo þegar vínbúðin opnaði hér þá drakk a.m.k. ég minna og fer voðalega sjaldan þangað, þegar aðgengi er betra að þessu breytast drykkjusiðirnir, þannig að ég held að þetta leysi vandann að hluta til að selja í verslunum.
Í startholunum með Euroshopper-bjór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kemur gríðarlega á óvart
Fimmtudagur, 18. október 2007
Nú er ég hissa.
Hvít ferja sem á að bera sama nafn og sú gamla - reyndar er Sæfari hinn gamli gulur
gula málningin hefur ekki verið of dýr þannig að hvítt varð fyrir valinu þar sem verið er að spara.
þetta ferjumál er búið að vera til skammar og kosta allt of mikið , vinir mínir í Grímsey eiga þetta ekki skilið. Það hefði kannski átt að hlusta á þeirra óskir og smíða nýtt skip í stað þess að kaupa gamalt, rífa það niður með miklum kostnaði og smíða svo nýtt.
Grímseyjarferjan verður hvít og mun líklega heita Sæfari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leggja niður landsliðið?
Miðvikudagur, 17. október 2007
Svei mér þá, ég held að það verði ekki neðar komist, liðið drullaði upp á bak á móti Lettum en gjörningurinn var alla leið upp á þak í kvöld.
Sé hálf partinn eftir því að hafa sóað tíma mínum í þennan leik - hefði frekar átt að þiggja matarboð hjá Nínu systir sem ég afþakkaði þar sem hún er ekki með sýn.
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins gott
Miðvikudagur, 17. október 2007
mikil mildi að þetta var bara æfing, annars hefði getað farið illa.
Mannbjörg varð er björgunarsveitarmaður féll útbyrðis við æfingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ólöglegt og tímamót
Þriðjudagur, 16. október 2007
Ég skil stöðvar 2 menn svo sem alveg, en nú þegar tæknin er orðin þannig að hægt er að taka upp úr sjónvarpinu efni á harðann disk og brenna það svo á diska eða færa gögnin yfir á tölvu - sá sem gerir það hlýtur að borga áskrift af stöð 2 og er með lögleg tól og tæki til að framkvæma þetta, vistar þetta svo inn á netsíðu og bíður ákveðum hóp að nálgast það - með sýnu leyfi, er það þá ólöglegt?
Ég man nú eftir því þegar einhver keypti geisladisk eða vínilplötu og margir fengu afrit af því á kassettu eða brenndu diskana þegar sú tækni kom.
Getur einhver bannað mér að afrita CD eða DVD sem ég kaupi löglega og brenni á diska sem hluti af verðinu er greitt til STEF og gefi svo vinum mínum eintak?
Ég held að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir þetta þó að menn reyni, það kemur alltaf eitthvað í staðinn.
En að öðru.
Í dag eru nákvæmlega 5 ár síðan ég byrjaði að blogga á netinu, fyrst á bloggspot svo skipti ég yfir í blogg central og nú hér á blog.is.
það verður ekkert gert í tilefni dagsins.
Stöð 2 leitar réttar síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heppinn Grétar
Laugardagur, 13. október 2007
betra að vera með takkafar á rassinum en að vera með allann takkaskóinn upp í rassgatinu og drulluna upp á bak eins og restin af þessu blessaða landsliði, djöfull voru þeir lélegir.
Grétar Rafn úr leik með takkaför á rasskinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einmitt það já
Föstudagur, 12. október 2007
Sigur Rós þótti viðtalið leiðinlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kemur aldrei aftur
Fimmtudagur, 11. október 2007
Minnist þessara orða Vilhjálms þegar ljóst var að meirihluti R-listans var fallinn í kosningum fyrir 16 mánuðum síðan.
En hvað gerist?
Jú R-lista flokkarnir eru komnir aftur í meirihlutann í borginni og taka frjálslynda með sér til viðbótar.
R-listinn kemur alltaf aftur!!
Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slakur árangur en góður leikur
Sunnudagur, 7. október 2007
tæpt var það í dag, eftir 15 min hélt ég að mínir menn ætluðu að láta kné fylgja kviði og sigra Tottenham örugglega en það varð aldeilis ekki þannig. Voronin sannarlega maður leiksins, barðist í vörn og sókn. Og eftir að hafa lent 1-2 undir kom síðbúið mark frá Torres jafntefli staðreynd.
Það skortir heilmikið í leik Liverpool og finnst mér Gerrard engan vegin vera að spila vel og hann virðist eitthvað down. Að mínu mati er Carragher hinn eini sanni fyrirliði og ætti að skipta bandinu til hans og láta reyna á gerrad bandslausan, hann kannski frískast við það.
Torres bjargaði Liverpool á síðustu stundu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.000
Fimmtudagur, 4. október 2007
Nú er alveg að koma að því að gestur númer 30.000 detti inn, og vil ég biðja sá hinn sama að láta mig vita með commenti, það getur bara einn verið sá heppni eða heppna og vil ég biðja fólk um að vera heiðarlegt, hef hugsað mér að veita verðlaun í þessu tilefni.
Svo styttist óðum í bloggafmæli hjá mér - ég byrjaði bloggferilinn í árdaga bloggsins þann 16. október 2002
PS ef einhver hér á Dalvík eða nágrenni veit um einhvern sem getur notað gamalt sófasett 3+1+1 að hafa samband við mig, það fæst gefins gegn því að vera sótt - fyrir miðvikudaginn 10. okt.
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)