ólöglegt og tímamót

Ég skil stöðvar 2 menn svo sem alveg, en nú þegar tæknin er orðin þannig að hægt er að taka upp úr sjónvarpinu efni á harðann disk og brenna það svo á diska eða færa gögnin yfir á tölvu - sá sem gerir það hlýtur að borga áskrift af stöð 2 og er með lögleg tól og tæki til að framkvæma þetta, vistar þetta svo inn á netsíðu og bíður ákveðum hóp að nálgast það - með sýnu leyfi, er það þá ólöglegt?

Ég man nú eftir því þegar einhver keypti geisladisk eða vínilplötu og margir fengu afrit af því á kassettu eða brenndu diskana þegar sú tækni kom.

Getur einhver bannað mér að afrita CD eða DVD sem ég kaupi löglega og brenni á diska sem hluti af verðinu er greitt til STEF og gefi svo vinum mínum eintak? 

Ég held að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir þetta þó að menn reyni, það kemur alltaf eitthvað í staðinn. 

En að öðru.

Í dag eru nákvæmlega 5 ár síðan ég byrjaði að blogga á netinu, fyrst á bloggspot svo skipti ég yfir í blogg central og nú hér á blog.is. 

það verður ekkert gert í tilefni dagsins. 


mbl.is Stöð 2 leitar réttar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband