Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Skemmtilegur leikur!

Ekki varð það að fréttaefni þegar ég og fleiri stunduðum þennan leik margoft í þeim tilgangi að pirra ökumenn og helst að fá þá til að elta okkur um bæinn, skemmtilegast var þegar þeir stigu út úr bílunum og hlupu á eftir okkur - það var gaman!

Ég hef nokkrum  sinnum lent í því eftir að ég fékk bílpróf að strákguttar kasta í bíl sem ég er að keyra og hugsa ég þá um það þegar ég stundaði þennan leik og dettur ekki í hug að bíta á agnið og elta eða stoppa og rífa kjaft, það er það sem þeir vilja fá út úr þessu.

Sama má segja um dyrabjölluat - við gerðum bara at hjá þeim sem við vissum að yrðu brjálaðir og vildum helst að við yrðum eltir á hlaupum, það voru nokkrir í mínum heimabæ sem klikkuðu aldrei á þessu og skemmtum við okkur vel.

 Strákar eru og verða strákar.


mbl.is Köstuðu snjóboltum í bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Ólafur Jóhannesson er kannski á skásti sem er á lausu af íslenskum þjálfurum, en ég ætla rétt að vona að hann fái að ráða og geti líka tekið á agavandamálum liðsins og skipi nýjan fyrirliða, Eiður en svo langt frá því að vera leiðtogi þessa lið og sýndi sig líklega best að liðið spilar betur án hans - ég hef heyrt að Eiður geri lítið úr sumum leikmönnum og leggi þá nánast í einelti  - slíkir eru stjörnustælarnir - Vona svo sannarlega að þetta gangi eftir og Óli Jó fái að gera þetta á sinn hátt, en ég vil að ráðin verði erlendur þjálfari.

En ég segi samt gangi þér vel Ólafur Jóhannesson! 


mbl.is Ólafur Jóhannesson: „Ég ræð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppni

Mikið voru mínir menn heppnir að halda jafnteflinu gegn Arsenal í dag, Liverpool byrjuðu vel og skoruðu snemma en guð minn góður hvað Arsenal eru sprækir, spiluðu snilldarlega allan leikinn og virtust leikmenn Liverpool menn alveg búnir á því í lokin, sjálfur er ég nokkuð sáttur við úrslitin og eflaust hægt að byggja á þessum leik í framhaldinu.

En ákvörðun Rafa Benitez að nota Torres í byrjunarliðinu er fáránleg, drengurinn var ekki í neinu standi til að byrja inná. 


mbl.is Liverpool og Arsenal skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið

Samningur Eyjólfs var til 31.okt en forkeppnin klárast ekki fyrr en 21. nóv - skrítinn samningur sem KSÍ gerðu, það hefði verið gáfulegt að semja til loka forkeppninnar, en ég grenja ekkert yfir því að hann sé hættur, nú bíð ég "spenntur" eftir því að KSÍ mafían ráði nýjan þjálfara, mín tillaga er hins vegar að auglýsa djobbið og sjá hverjir hafa áhuga á því - eða ráða útlending sem hefur engin tengsl við félögin hér heima, tala nú ekki um að fá þjálfara sem leikmenn fara ekki í fílu við og gefa ekki kost á sér í liðið.
mbl.is Eyjólfur hættur sem þjálfari landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hættu nú alveg

skil ekki alveg þessi blessuðu lög þarna niður í Ástralíu

þetta er auðvitað bara snilld hjá konunni að kremja dósirnar svona - það er allavega ætlast til þess að dósirnar séu kramdar svo minna fari fyrir þeim í endurvinnslunni, og því ekki að vera með smá show í kring um það, kona á besta aldri með lookið í þetta og allt.

Skárra en að sjá einhvern karl taka bjórdósir og kremja þær með því að stappa á þeim, ekkert varið í það.  


mbl.is Sektuð fyrir að kremja bjórdósir með berum brjóstunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan öll í meistaradeildinni?

Ég held að mínir menn séu komnir með allavega annan fótinn út úr þessari keppni, keppninni sem Rafa gekk svo vel í. 

Verð að segja það að ég varð hálf feginn að hafa misst af þessum leik gegn Besiktas í kvöld, hafði öðrum og skemmtilegri hnöppum að hneppa við trommuspil.

Og ekki líst mér á næsta leik sem er gegn Arsenal, finn mér eitthvað gáfulegt að gera á sunnudaginn rétt á meðan leikurinn er - bóna bílinn eða eitthvað.

Er Rafa með rétta hugsunarháttinn í að þjálfa þetta lið?

Ég set spurningarmerki við það og eftir að aðstoðarmanni hans var sagt upp (rekinn) hefur ekkert gengið, held að sé komið að leiðarlokum hjá spanjólanum og kominn tími á að fá mann sem þekkir enska boltann betur og veit út á hvað þetta gengur, ég veit samt svei mér ekki hver það ætti að vera en þetta gengur allavega ekki út á það að vera með eitthvað skiptikerfi og kæla menn niður í öðrum hverjum leik, það gengur kannski á Spáni þar sem bestu liðin vinna oftast þau lélegri - jafnvel þó nokkrir lykilmenn séu hvíldir. 

kannski er rétta leiðin að detta út úr meistaradeildinni svo að enska deildin sé eitthvað áhugaverð fyrir Rafa, efast samt um það.

Liverpool á ekki skilið að komast upp úr riðlinum. 


mbl.is Steven Gerrard: Ekki búinn að gefast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlæti?

Mér er svo slétt sama, það má vel vera að Everton  hafi átt að fá víti í lokin en dómarinn dæmir ekki og þá er það bara þannig.

Unaður að klára þennan leik svona - hefði ekki getað planað endirinn betur sjálfur. 

Set samt spurningarmerki við Benitez að vera með Sissoko þarna, hann var slakur og Gerrard á ekki að vera á kanntinum.

Gleði gleði!! 


mbl.is Liverpool vann Everton á tveimur vítaspyrnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki sammála

Og dreg ummæli landlæknis í efa.

Það er alltaf verið að bera ísland saman við önnur lönd en hvernig væri að gera það í þessu tilfelli líka, í flestum löndum er seldur bjór og léttvín í matvörubúðum og jafnvel sterkt líka - væri ekki sniðugt að gera eins og á Spáni, leyfa öllum búðum að selja vín og breyta vínbúðunum í sérverslanir með tóbak.

Það væri gaman að vita hvað reykingafólkið segir við því.

Ekki er það verra að eigi að lækka verð á áfengi líka - talandi um að bera sig saman við önnur lönd.

Annaðhvort að banna áfengi alveg eða breyta þessu - spurning hvort gengur betur 


mbl.is Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farðu þá!

og láttu ekki sjá þig í ensku deildinni meira
mbl.is Drogba: Ekkert getur stöðvað mig í því að fara frá Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Ég sá þennan leik í gær og fannst enskir spila ágætlega en á 60. mínútu skiptu Rússar um gír og völtuðu yfir andstæðingana, fengu víti að gjöf frá Rooney sem gerði glópa mistök að rífa í manninn - þó að Höddi Magg hafi sagt að þetta brot væri utan teigs þá var alveg hægt að dæma víti þarna. Og annað markið skrifa ég á Paul "markmann" Robinson - furðulegt að þessi maður sé aðalmarkmaðurinn í þessu liði!

Ég hugsa að ég gráti það ekkert þó svo england komist ekki á EM - þá verður kannski tími til að ráða nýjan þjálfara - skil ekki ráðningu McLaren í þetta þar sem hann hefur engum árangri náð með félagslið. 

 Það væri samt svo dæmigert að þetta spilaðist með þeim og þeir kæmust svo á EM en eiga það ekki skilið.


mbl.is Gerrard: Ólíklegt að við förum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband