Sorglegt

Ég sá þennan leik í gær og fannst enskir spila ágætlega en á 60. mínútu skiptu Rússar um gír og völtuðu yfir andstæðingana, fengu víti að gjöf frá Rooney sem gerði glópa mistök að rífa í manninn - þó að Höddi Magg hafi sagt að þetta brot væri utan teigs þá var alveg hægt að dæma víti þarna. Og annað markið skrifa ég á Paul "markmann" Robinson - furðulegt að þessi maður sé aðalmarkmaðurinn í þessu liði!

Ég hugsa að ég gráti það ekkert þó svo england komist ekki á EM - þá verður kannski tími til að ráða nýjan þjálfara - skil ekki ráðningu McLaren í þetta þar sem hann hefur engum árangri náð með félagslið. 

 Það væri samt svo dæmigert að þetta spilaðist með þeim og þeir kæmust svo á EM en eiga það ekki skilið.


mbl.is Gerrard: Ólíklegt að við förum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem var sorglegast við þennan leik, Sverrir minn, var "lýsirinn" Englendingurinn Höddi Magg. Kallandi línuvörðinn Asna og segjandi að EM væri hálfónýtt ef enska liðið yrði ekki með. Hvurslags djöf... vitleysa er þetta!!!! það er í lagi að vera hlutdrægur þegar Ísland er að spila en England common, Höddi fer ávallt yfir strikið hvort sem það é enska landsliðið eða Bresku liðin í Champions league. Það er ótrúlegt að maðurinn fái að komast upp með þetta. En ég gruna það að nú ríki krýsufundur á SYN útaf málunum sem enska landsliðið er komið í, allt í volli hjá SYN sem hafa ekki vit á neinu nema englands tengdu sparki. En sammála þér, þetta er svo týpískt, Rússar klikka gegn Ísrael og helvítis Eglendingarnir valta yfir Króata á Wembley og fara áfram. Og EM er bjargað á næsta ári og SYN-ar menn taka stóra andköf og geta loxins andað léttar og haldið sínu striki, þ.e. að enska landsliðið mun fá langmestu umfjöllunina á EM.

Addi E (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 08:49

2 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

Já djöfull varð ég hissa að heyra Hödda segja að þessi "dómaraasni" hafi eyðilagt leikinn, Höddi er alveg ótrúlega hlutdrægur, og minnist ég leik sem var sennilega á HM 2002 þegar Portúgal og S Kórea voru að spila (minnir mig) og dómarinn rak einn Portúgalann útaf og Höddi talaði ekki um annað en hvað dómarinn væri mikið fífl.

Sverrir Þorleifsson, 20.10.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband