Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

lélegasta forkeppni júróvision allra tíma?

Svei mér þá , fyrsti riðillinn var nú verri en þessi í gær, en guð minn góður!!! Lagði sem Bergsteinn Björgúfsson samdi: hvernig í helvítinu komst það þarna? mín skíring -  þeir sem voru að velja úr þessum 300 og eitthvað lögum fóru í kaffi og blaðið með nafninu fauk  yfir í réttan bunka þegar vindurinn sem kom við að loka hurðini. Ég sé enga aðra skoðun hvernig þetta gat verið.

Hljómveritin Von héldu að þeir væri á sveitaballi, virkar ekki í júró

Lagið sem Friðrik Ómar söng ætti frekar heima í disney teiknimynd - og þessar trommur eru löngu komnar úr tísku.

Svo var þarna stelpa sem var kynnt sem inn sem mágkona Einars Bárðarssonar?????????? Man ekki einu sinni hvað hún hét, en það átti greinilega að koma því þessu að með Einar greyið og koma henni áfram - eins og það skipti einhverju máli því þessi stúlka gat enganvegið sungið og lagið sem var eftir Roland Hartwell var mjög vont.

Svo var Jónsi þarna og var auðtvitað kosinn bara af því að þetta var Jónsi... æj ég nenni ekki að tuða um þetta,

en x-factor er skemmtilegra en idol stjörnuleit og spaugstofan var snilld í gær og líka að ísland vann slóvena.

 

já ekki meira í bili 


Bakkus

Er heitið á næsta lagi sem ég birti hérna  - njótið vel.Lowenbrau venjul.tindav

LOKSINS

 

Við erum þessa stundina að mixa diskinn okkar í hljómsveitinni Heims skyri, Gulli Helga situr við tölvuna og nær vonandi því allra besta úr úr þessu, þetta gengur allt mjög vel og ef þú lesandi góður hefur áhuga á að eignast diskinn okkar sem ber heitið Gargandi snilld, máttu láta mig vita hér á síðuni.

 

jæja ég verð að halda áfram.... 


efst á baugi

Vaknaði 6:30 nokkuð ferskur við að rokið barði svefnherbergisgluggann hjá mér , hitamælirinn segir mér að hitinn sé +7°C og það er 25.janúar, allur snjórinn farinn af svölunum og litið orðið eftir í bænum annað en mannskaðasvell. 

Erum við að ganga inn í margumtöluð póslkipti  - allavega man ég ekki eftir svona vetri þar sem mikill snjór kom í byrjun nóvenber sem fór svo allur í desember og svo þessar umhleypingar núna.

Ekki skilja mig sem svo að ég sé að kvarta yfir þessu, enda þýðir það lítið þar sem ekkert mannlegt stjórnar veðrinu..enþá.Smile

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

Svo er það þetta sem allir eru sérfræðingar í, hafa vit á  - jújú mikið rétt... Handboltinn.

Leikur við Pólverja í dag sem ég er ekki viss um að við vinnum.. og þóWink

Sá Frakkana rúlla yfir þá pólsku í gær enn við unnum jú frakkana og ættum þá að geta unnið pólverjana svona ef maður tekur úrslitin og leggur saman og dregur frá.

Ég er ekki að fíla hann Geir Magnússon sem lýsir leikjunum  - það er eitthvað sem fer alveg svakalega í taugarnar á mér - bara við röddina og svo hvernig hann lýsir atburðarrásinni sökkar hann feitt, ég veit samt svei mér þá ekki hvern að þessum íþróttafréttamönnum Rúv ég vildi frekar sjá þarna , kannski væru þeir allir svona miðað við gengi liðsins - væmnir, fullir af stolti og engan vegin í bestu aðstöðuni til að missa það alveg eins og fólk gerir heima hjá sér eða hvar sem það horfir á leikina, Þessi sem lýsir með honum, Árni eða hvað hann nú heitir er rólegur og getur útskýrt flest það sem kemur óvænt uppá og maður skilur ekki alveg á meðan Geir ruglar bara  - svo finnst mér að eigi alveg eins að lýsa leik andstæðingana líka - þegar þeir gera vel og þannig, þar finnst mér  vannta heilmikið uppá - Það eru jú 2 lið á vellinum.

----------------------------------------------------------------------------------------------

Verð að viðurkenna að það hlakkaði í mér þegar ég las það að mest hataði leikmaður enska boltans hefði fótbrotnað, ég er að tala um Robbie Savage leikmann Blackburn.

Maðurinn er gjörsamlega óþolandi á velli, kemst upp með að spila gróft leik eftir leik og svo þegar er andað á hann er eins og hann hafi lent fyrir lest eða einhverju þar af verra - tuðandi í dómaranum allan leikinn - held að sé bara gott að vera laus við hann í bili.

Hugsa nú að fólk viti að ég er Liverpool aðdáandi og ef ég á að nefna nokkra leikmenn sem eru óþolandi kemur smá listi hér:

  • Allt everton liðið
  • Frank Lampard
  • Gary Neville
  • Kevin Davies
  • El Hadji Diouf
  • Arjen Robben
  • Paul Scholes

Frábært

 Sigur á Túnis þó ekki blIcelandFlagési byrlega í fyrri hálfleik og var ég orðinn nokkuð niðursokkinn í stólinn, en svo kom hálfleikur og Alfreð sýndi strákunum okkar myndbandið góða (sem margir vilja meina að sé Bdsm vídeoið frá fyrrum stjóra Byrgisins)Grin

En í seinni hálfleik fór að draga af Túnisum og okkar menn gengu á lagið, Óli fann loks leiðina í markið úr langskotum og maður leikisins að mínu mati Logi Geirsson var frábær og dró vagninn yfir erfiðasta kaflann, Logi er sonur Geirs Hallsteinssonar og á því ekki langt að sækja þetta.


mbl.is HM: Ísland lagði Túnis með sex marka mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondur á braggðið

419138Ahehe sá þessa frétt áðan um mann sem hákarl ætlaði að leggja sér til munns en fannst hann heldur bragðvondur og spýtti honum út úr sér - sem beturfer fyrir manngreyið sem mér finns vera sláandi líkur Valla sport svona flótt á litið. sem var með sjónvarpsþáttin hausverk um helgar hér í den tid.

 Er það ekki eðlilegt að hákörlum sem finnst fólk vont á bragðið spýti því út úr sér eins og fólk sem spýtir hákarli út úr sér af því þeim finnst hann vondur?


mbl.is Telja að hákarlinum hafi þótt kafarinn vondur á bragðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingeit

Eins og glöggir lesendur síðunar sjá er komið til hlustunar hér til hægri lag og ber það nafnið Steingeit samið og sungið af Ragnari Ólasyni og verður á væntanlegum diski dúettins Heymsskyrs sem skipaður er af áðurnefndum Ragnari og undirrituðum.

Stefnt er á að platan komi út á næstu vikum en þess má geta að útgáfan sem hér er í boði er ekki endanleg útkoma lagsins - enda einugis um sýnishorn að ræða og þykir okkur, þó við segjum sjálfir frá útkoman vera góð og fullbúið verður þetta væntanega líklegt til vinsælda:)

búast má við fleiri lögum hér þegar nær dregur útgáfuni 

 


Handbolti er víst málið

ekki hefur verið talað um annað en "strákana okkar" í dag - á öllum bloggum , í útvarpi,sjónvarpi og öllum fréttavefjum.

En hefðu "strákarnir okkar" tapað væri líklega bara talað um að landsliði hefði tapað og engin viljað kannast við að hafa horft á leikina sem illa fóru .

Það er svo leikur við Túnis á morgun ekki satt? Eða á að segja Túnisa? Bjarni Fel er sérfræðingur í beyingum  á þjóðernum eins og þegar hann kallaði Sádi arba "Sáda" og Kazakstana "Kazakka" og gott ef Bjarni kom ekki með "katara" á lið Quatar:)   

Heyrði í Bjarna lesa íþróttafréttir á Ruv um daginn og ég átti í mesta basli að skilja hvað manngreyið var að segja, orðin þvældust einhvernvegin uppí honum og engin leið að átta sig á hvort um var að ræða úrslit í enska boltanum eða nba, já eða babbinton hehe - veit einhver hvað hann er gamall? 


Glæsilegt!!

419056A70122125att best að segja var ég ekki bjartsýnn á gengi strákana okkar gegn sterku liði frakka í kvöld.

En þvílíkur og annar eins baráttuhugur og karakter í liðinu! Allir lögðu sig 150% fram (ég sagði líka að við myndum vinna ef við gerðum það)

Birkir Ívar að verja vel í markinu og allir að setja mörk, kannski borgaði sig fyrir mig að vera svona svartsýnn hehe

Nú er bara að halda áfram í þessum gír og komast  enn lengra.

 

áfram ísland 


mbl.is Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jæjajæjajæja....

lapdgóðan dag

umsátur á dalvík - engin lést, en hefði þetta átt sér stað í usa þá hefði manngreyið verið skotinn og það oft og mörgu sinnum.

já það var skrítið þegar kyrrðin var rofin hérna í litla bænum okkar í síðustu viku, móðir mín tjáði mér að hér væru staddir víkingarsveitar með gráir fyrir járnum og þeir væru við húsið brimnes - ég bý ca 100 m frá því húsi og væri búið að strengja lögregluborða til að loka af svæði sem talið væri hættulegt - efast um að lögreglan eigi svona kúl lögregluborða, hafa örugglega notað borða sem stóð "varúð hitaveitan" eða eitthvað Smile

Ég varð auðvitað spenntur og forvitinn og vildi vita hvað þarna gengi á og eftir gott spjall við heimildar mann minn á msn, Arthur Eggertsson var ég nokkuð viss í hvaða húsi maðurinn var sem hafði hótað að skjóta alla þá sem kæmu nærri húsinu. Og eftir 3 tíma með lögreglu,víkingasveit og forvitna bæjarbúa gafst kauði upp og var allan tíman vopnlaus en átti við geðræn vandamál að stríða.

Skil ekki alveg þessa forvitni í fólki - víkingasveitin og löggan vissu ekkert um hvort maðurnn væri vopnaður eða með sprengju þarna inni en samt hópaðist fólk að þessum "glæpavettvangi" og truflaði störf manna og hvað eftir annað þurfti að reka fólk frá.

Jæja nóg um þetta

Helgin var frábær íþróttalega séð, Liverpool vann Chelsea 2-0 og ísland vann ástrala á laugardaginn,  svo á sunnudag unnu Arsenal Man Utd 2-1 og ísland tapaði fyrir úkraínu eins og ég var búinn að spá.

Ég er á því að leikja uppröðun skipti öllu máli í svona móti, þar sem ísland fékk langléttasta liðið í fyrsta leik unnu með miklum mun og öðluðust falskt sjálfstraust, úkraina tapaði með 11 marka mun gegn frökkum sem eru með besta liðið í þessum riðli, ég held að úkrainumenn hafi ekki spilað að fullri getu gegn frökkum til að blekkja íslendingana - og þeim tókst það því það var allt annað lið sem mætti svo íslandi í gær -úkraina er með gott lið - sennilega mikið betra lið en ísland. Og svo í dag verða íslendingar að vinna frakka, sem ég tel óraunhæft - en vona auðvitað það besta.

Hvað er með þessa undankeppni í júróvision? öll þessi 8 lög sem voru flutt á laugardaginn voru léleg!! Og ég pikkaði 3 þau skásstu út en ekkert þeirra var kosið áfram - ég er ekki að halda því fram að mitt val hafi verið eitthvað betra en þjóðarinnar - en ég vona svo sannarlega að þau lög sem eftir er að kynna verði betri og að þetta hafi ekki verið þverskurður af öllum lögunum! 

segjum þetta gott í bili  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband