Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Gat nú verið
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Þetta er bara til að strá, eða öllur held moka salti í sárin hjá okkar mönnum, Ennþá skil ég ekki hvernig skyttur dana gátu skorað yfir 20 mörk af 10-12 metrum, ég kemst sennilega ekki yfir það í bráð.
Í hvert einasta skipti sem þeir skorðu úr þessum færum var það löngu fyrirséð - og meira að segja ég vissi að Lars Møller Madsen ætti að taka þetta síðasta skot, sárgrætilegt alveg.
HM: Íslenskt hugvit á bak við sigurmark Dana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins Gott
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
að Liverpool vann sigur í gær, ég horfði á handboltaleikinn frekar enda hann mun meira spennandi, og eftir svekkelsi handboltans var ég að undirbúa mig að skipta á Liverpoll leikin, hugsaði ég "djöfull væri það dæmigert að west ham væru yfir - en ég lét mig hafa það og skipti... jesss staðan var 0-1 fyrir mína menn, og ekki nema svona 5 sek eftir að ég var búinn að skipta um rás kemur þá ekki Peter nokkur Crouch og smellir marki fyrir utan teig meira að segja... 2-0
Ég hafði lúmskt gaman að því að sjá Eggert Magnússon í stúkuni, grautfúll, bölvandi og ragnandi því ekkert gekk - það er eitthvað við hann sem ég bara þoli ekki.
-------------------------------------------------------------------------------------------------
Og smá af handbolta
Horfði svo á seinni hálfleik Króata og Frakka .. ansi fróðlegur leikur, endaði 20-18 fyrir frakka minnir mig og Thierry Omeyer markmaður frakka varði örugglega um 30 skot- á tímabili gátu Króatar ekki skorað, og ekki gekk svo sem betur fyrir Frakka að skora - eins og tölurnar segja til um.
Frakkland-Þýskaland í undanúrslit ásamt Póllandi og Dönum - frakkar og danir í úrslit?
sorglegt að sjá hversu Rússar eru búnir að tapa neistanum - þreyttir og illa skipulagðir gegn pólverjum en gamla seiglan er alltaf þarna hjá þeim og þeir kunna ekki að gefast upp - klikkuðu reyndar á 5 vítum - munar alveg um það, mér fannst vanta helling í þetta lið og betra að pólland fór í 4 liða því þeir eru mikið betra lið og þeirra tími kominn að reyna sig.
West Ham lá fyrir Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðvitað á að vera stoltur
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Og ég er það og vona að allir séu það - Alfreð rétt að byrja og ég vona að hann verði með liðið áfram og náum loks að komast í undaúrslit, það sem þarf að gera til að það takist er að fá 2-3 menn sem eru 200 - 205 í liðið - skyttur, veita undnaþágu ef þeir eru útlenskir. það var það sem varð okkur að falli í gær - ekki nógu stórir.
Alfreð: Stoltur af íslenska liðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stöngin inn - stöngin út..
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
jæja - danir lágu næstum í því... helvítins óheppni að klára þetta ekki.
Eitt sem ég skil samt ekki með þessta skyttur dana, var virkilega ekki hægt að stoppa þá betur, það var ekki eins og við værum að fá marga brottrekstra í þessum leik.
það var svo ekki fyrr en í blá restina sem þeir náðu að stöðva þessa menn og jafna, enda kominn tími til, ég veit það svo sem að strákarnir okkar sem eru bara landsliðið í handbolta eftir þennan leik reyndu hvað þeir gátu að stoppa þessa lurka en gengu ekki nógu hrat fram í því.
Niðurstaðan: spennandi leikur, mikið af mörkum og Snorri Steinn sá eini sem lagði sig virkilega fram en gat þetta því miður ekki einn.
Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðverjar ekki alveg að gera sig
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Hverskonar skipulag er það að selja alla miðana á leiki 8-liða úrslitana áður en kemur í ljós hvaða lið mætast og sannir stuðningsmenn þjóðanna fá ekki miða - og nú þegar vona er á 3000 dönum án miða og ég efast um að það verði allir sáttir þarna fyrir utan höllina í Hamburg, já og svo láta þessi hundruð íslendinga sem þarna eru svona skipulag gleðja sig heldur, er það ekki eðlilegt að mótshaldarar selji kannski 70-80% miðana og láti svo sambönd þjóðana hafa eitthvað af miðum fyrir sína menn - ég vona allavega að þjóðverjarnir sem verða þarna styðji okkur í kvöld.
Áfram Ísland
Mikil eftirvænting hjá handboltalandsliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
íslendingar hressir, en ekki nógu góðir
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Kemur þetta eitthvað á óvart? - við 300 þúsund hræður, norður í rassgati.
Og hvað með það þó einhver fyrrum þýskur handboltakall segi þetta - þarf eitthvað að vera að auglýsa það , að strákarnir okkar séu lélegastir? Danir eru ekkert skárri.
Skil ekki svona fréttir það sem skoðun eins manns er sett upp sem frétt eins og það sé allra skoðun.
Hefði þetta komið í fréttum ef Páll Ólafsson fyrrum landsliðsmaður hefði sagt þetta um t.d. þýska liðið? "þjóðverjar skemmtilegir en lélegir"
Ég spái að ísland tapi fyrir dönum og það með miklum mun - af hverju spái ég því?
það sagði einhver Christian Fitzek, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í handknattleik að ísland væri lakasta liðið sem eftir væri í keppnini.
Íslendingar með lakasta en skemmtilegasta liðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er málið með þessa Margréti??
Mánudagur, 29. janúar 2007
Ég er svo sem ekki mesti áhugamaðurinn um pólitík en get vart orða bundist með þessa dóttir nafna míns Hermannssonar, er hún ekki búin að fatta það að frjálslyndir vilja ekki hafa hana með sér?
eða hvað veit ég - ekki mundi ég nenna að tuða í fólki sem vildi ekki hafa mig með.
Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er Eggman alveg að missa sig?
Mánudagur, 29. janúar 2007
Fréttavefur Sky greinir frá því kvöld að Charlton hafi hafnað 2,5 milljón punda tilboði frá West Ham í landsliðsmanninn Hermann Hreiðarsson. West Ham leitar logandi ljósi af sterkum varnarmanni en meiðsli hafa hrjáð nokkra varnarmenn liðsins og fyrr í kvöld bárust af því fregnir að Lucas Neill, sem kom til liðsins frá Blackburn í síðustu viku, væri kominn á sjúkralistann.
mbl.is
það eru bara allir orðaðir við Eggman og félaga núna - eitthvað verður að gera til að bjarga liðinu úr þessum drullupitt sem þeir eru í núna - djöfull væri það dæmigert að þeir ynnu Liverpool á morgun.
Charlton hafnaði tilboði West Ham í Hermann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
meira af júró undankeppni
Mánudagur, 29. janúar 2007
Ég tjáði mig aðeins um forkeppni júróvision um daginn og ætla að bæta aðeins við það.
Persónulega finnst mér ekki vera hægt að keppa í tónlist - þetta er og verður vinsældarkostning að mínu mati.
Ef ég fengi að ráða þá ætti að flytja öll lögin í einu og velja helmingin áfram og svo flytja þau lög aftur og fækka aftur um helming þangað til að stæðu eftir 6 lög og velja svo eitt af þeim sem okkar framlag.
Veit einhver hvernig þessu er raðað upp? Hvaða lög eru saman í riðli...
Þetta er svona svipað og ef króatar,þjóðverjar,spánverjar og frakkar lentu saman í riðli á Hm í handbolta og það kæmust bara 2 lið áfram - og næsti riðiill væri Grænlendingar,Ástralir,Quatar og Argentína lentu saman og 2 af þeim færu líka áfram - það er ekki sangjarnt - eða hvað?
Fyrsta kvöldið fannst mér ekki gott - og ég pikkaði 3 lög út sem mér fannst að ættu að komast áfram en ekkret af þeim var kosið (kannski er ég með svona glataðann smekk)
Næsta kvöld var betra og aftur pikkaði ég út þau 3 lög sem mér þóttu best og ég hafði 2 af 3 rétt þau réttu voru sungin af vini mínum Friðriki Ómari og Jónsa - það þriðja var rokklagið Fyrir þig en lagið sem Eiríkur Hauks söng varð fyrir valinu og ég svosem ekkert ósáttur við það.
Ekki hef ég heyrt neitt af þeim lögum sem keppa á laugardag en á ekki von á því að það verði mikið betra en verið hefur en ég bíð og vona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Djöfullinn Danskur
Sunnudagur, 28. janúar 2007
þá er það komið á hreint , við mætum "frændum" okkar dönum í 8 liða úrslitum - skrítið að rúv sé ekki búið að sýna neinn leik með dönum, en þeir unnu jú spánverja um daginn þannig að það verður líklega við rammann reip að draga gegn þeim - en ég hef fulla trú á að við vinnum leikinn og lendum í 3-4 sæti.
Og ég spái því að þýskaland vinni mótið
Danir verða mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)