Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

betra að vera með þetta á hreinu...

ef taka á víti

mbl.is Vísindamenn segjast hafa þróað formúlu fyrir hina fullkomnu vítaspyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jesss

djöfull er ég sáttur við að ástralar slógu helvítis króatana út - þoli þá ekki. Sí vælandi og uppskáru nákvæmlega eftir því, rauð spjöld, tvö frekar en þrjú og ekki skemmdi að Harry Kewell skoraði ,markið sem réði því hvort liðið færi áfram. 

Svo er bara að vona að frakkar detti út á morgun - enda hafa þeir ekkert sýnt að viti í keppninni. 


trommusett

já gott fólk, ég er að fara  að fá mér nýtt trommusett það lítur svona út...trommusettið væntanlega

vil taka það fram að settið sem ég á núna er til sölu. Pearl masters custom ocean sparkle með satin hardweri stærðirnar á trommunum er 22x18 bassatr,14x6 sner,10x8 og 12x9 toms og 14x14floor (hangandi) - ef þú hefur áhuga hafðu samband við mig í síma 6151003 eða á sverrirfr(at)simnet.is

ég á ekki mynd af því en fann eina  af svona setti:)svona er þetta

 


6-0

frábær leikur hjá mínum mönnum á HM - tóku serbana í ósmurt rassg.... Daði ef þú lest þetta vertu þá ekkert að segja löndum þínum að þú eigir vin sem heldur með Argentínu )sem ég er búinn að halda með síðan 1986) svona okkar beggja vegna :)

ég er sáttur við þetta heldur betur 

svo er bara að halda áfram að horfa - konan er svo skilningsrík:=) 


sáttur

já ég verð að segja það að ég er nokkuð sáttur við bæjarpólitíkina núna - þetta leit ekkert allt of vel út rétt eftir kosningar þegar kjörinn minnihluti æltaði að reyna að mynda meirihluta, gekk sem betur fer ekki. Eftir það er búið að reyna að mynda meirihluta en ekki gengið sem skyldi, þar til í gær skilst mér að joð og bé náðu samkomulagi um það sem deilt var um - joð fær bæjarstjórann í 2 ár og bé í 2. Kannski ekki alveg frábært en það þurfti að slaka á kröfum og þetta er því niðurstaðan, ég vona innilega að þetta samstarf sé okkur sem búum hér til góða og nýtt fólk komi með nýja sýn á bæinn okkar.

 

gangi ykkur vel  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband