Mergjað!!

Leikur Liverpool og Arsenal var hreint út sagt magnaður, en í byrjun hélt ég hreinlega að mínir menn hefðu gleymt að mæta til leiks, slíkur var vandræðagangurinn á þeim - Arsenal komst í 1-0 og ég hugsaði bara "guð minn góður" erum við að fara að tapa leiknum baráttulaust?

En svo kom sólin upp og Hyypia skoraði frábært mark með skalla eftir hornspyrnu, ekki oft sem það gerist, en það er jú sama hvaðan gott kemurGrin

1-1 í hléi.

Liverpool menn komu mikið ákveðnari í seinni hálfleik og voru með sókn Arsenal í vasanum, og ég varð vonbetri um að ná að skora.

Þá kemur það, Torres með glæsilegt mark og staðan orðin 2-1 og um 20 mín eftir. 

Svo kemur einhver stráklingur og hleypur upp völlinn og sendir fyrir markið og staðan orðin 2-2 og Arsenal allt í einu með betri stöðu.

Ég sá endalokin á leiknum engan vegin fyrir mér, Liverpool fékk víti sem meistari Gerrard skoraði úr af miklu öryggi 3-2 og Arsenal nægði að jafna til að komast áfram og settu allan kraft í það og þá má ekkert klikka og ég að fara á taugum - rúmlega!

Kuyt sparkar fram, Babel eins og raketta fram völlinn,  og smellir fjórða markinu  4-2 og ég orðinn nokkuð rólegur.

Frábær leikur sem minnti mig aðeins á úrslitaleikinn í Istanbul 2005 og enn fáum við Chelsea í undanúrslitum, það verður slagur! 


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Ólason

Sæll og til hamingju með sigurinn. Ég sá seinnihálfleikinn, ansi magnaður. Þegar seinna markið kom hjá Arsenal fann ég samt á mér að Liverpool myndi hafa þetta. Þeir eru með hefðina. Annars vona ég bara að við mætumst í úrslitaleiknum. Þá verður bara bjór og pall er það ekki.

Ragnar Ólason, 9.4.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband