Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

bdvj?

nú er vika í kosningar og ég sem var fyrir löngu búinn að ákveða að kjósa j-listann en núna er ég ekki viss um að ég geri það, ástæðan: jú.. ég fór auðvitað og kynnti mér hina flokkana og á frekar erfitt með að ákveða mig hvað ég á að kjósa - viðurkenni það að mér leist ekkert á vinstri græna en fór á þeirra fund og kom út með þeirra skoðun hvernig reka á þetta sveitarfélag - fínar hugmyndir þar, svipað var með framsókn og sjálfstæðisflokk - ég á s.s. erfitt með að ákveða mig, mitt atkvæði er jafn mikilvægt og öll hin þannig að ég verð að vanda valið. 

Það sem skiptir mig mestu eru íþróttahúsmálin og menningarmál - rekstur tónlistarskólans sem er til skammar eins og hann er rekinn í dag - umhverfismál eru enganvegin í lagi, vinsti grænir vilja t.d. taka þar á með að girða af gámasvæðið og stuðla að flokkun soprs sem mér finnst gott mál.

svo finnst mér að eigi að auglýsa eftir bæjarstjóra, allir flokkarnir vilja gera það held ég  nema j-listinn sem er með Svanfríði sem sitt bæjarstjóraefni, líst svo sem ekkert illa á hana en samt væri það betri kostur að auglýst verði í það staf og besti kosturinn tekinn  - bæjarstjóri á að koma að borðinu með sem minnst tengls við stjórmálaflokkana og nýtt fólk hér í bænum er gott mál.

 

jæja ég verð að fara að ákveða mig 


sólardagur í dag

 

blessuð blíða núna - össs.. mælirinn hjá mér sýnir +21.1°C efast samt um að þetta sé opinber mælir en samt gaman að þessu.

Alveg magnað þegar nálgast kosningar þá fer ótrúlegasta fólk að tala við mann og heilsa - ætla ekkert að nafngreina neina hér en lenti í einni sjálfstæðiskonu í dag - sem notabene talar við mig á svona ca.4 ára fresti og það eru einmitt 4 ár síðan síðast hehe - hún spurði mig hvort ég ætlaði ekki að kynna mér málefni xd og endilega láta sjá mig á skrifstofuni hjá þeim og taka þátt í umræðum og leggja mitt af mörkum til að gera þetta kjósanlegt, hrósaði hún núverandi meirihluta fyrir aðhald í fjármálum og hvað vel hafi gengið að stýra bæjarbatterýinu á kjörtímabilinu og blablabla... ég sagði bara já og amen en skaut því að að það hafi ekkert verið gert hérna á kjörtímabilinu þannig að það kæmi mér ekki á óvart að skuldastaðan væri nú eitthvað skárri en hún var - skárra væri það nú.  

 verð samt að skjóta einu að hérna - á vef dalvíkurbyggðar dalvik.is er verið að benda á heilsu átakið "Hjólað í vinnuna" sem er auðvitað gott mál en kaldhæðnin í þessu er sú að allavega 3 sem starfa á bæjarskrifstofuni búa utan sveitarfélagsins - á akureyri og í ólafsfirði, gætu svo sem verið fleiri. En ég efast um að þeir starfsmenn hjóli í vinnuna.

Verð að koma því aftur að að mér finnst fáránlegt að fólk sem er ráðið til starfa hjá Dalvíkurbyggð skuli ekki vera með búsetu hér, allavega lögheimili - það er lágmark að þeir sem fá vinnu hér borgi sín gjöld hér.


ljótt ef satt er

Hversu fáránlegt er það að fréttastöðin NFS rukki sveitafélögin um stórfé fyrir að fjalla um kosnigarnar í vor?  Það er s.s. búnir 2 fundir, á Akranesi og Árborg og þau sveitarfelög líklega þurft að borga væna fúlgu fyrir það.

Las það í dag að Mosfellsbær neiti að borga NFS fyrir að fjalla um bæjarpólitíkina hjá sér og afþökkuðu borgarfund, sem mér finns alveg rétt. Þú rekur ekki fréttastöð með því að rukka fyrir allar fréttirnar eða það sem fjallað er um á stöðinni.

Veit samt ekki fyrir víst hvort þetta sé sannleikur eða hvað, en ég sá Dalvíkurnafnið skrolla yfir skjáinn í kynningu hjá NFS og velti fyrir mér hver borgar brúsann og hvað það kostar að fá þessa "þjónustu" 

auðvitað væri gaman að taka þátt í borgarafundi með frambóðendum héðan en þarf að sjónvarpa því? 

 

 


kjósa hvað?

logo
 
 
 
 
Ég var að spá í að gera óformlega skoðanakönnun hérna um hvað fólk í dalvíkurbyggð hyggst kjósa í komandi kosningum, ég hef ákveðið nú þegar hvað ég kýs, hvað vilt þú?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband