sólardagur í dag

 

blessuð blíða núna - össs.. mælirinn hjá mér sýnir +21.1°C efast samt um að þetta sé opinber mælir en samt gaman að þessu.

Alveg magnað þegar nálgast kosningar þá fer ótrúlegasta fólk að tala við mann og heilsa - ætla ekkert að nafngreina neina hér en lenti í einni sjálfstæðiskonu í dag - sem notabene talar við mig á svona ca.4 ára fresti og það eru einmitt 4 ár síðan síðast hehe - hún spurði mig hvort ég ætlaði ekki að kynna mér málefni xd og endilega láta sjá mig á skrifstofuni hjá þeim og taka þátt í umræðum og leggja mitt af mörkum til að gera þetta kjósanlegt, hrósaði hún núverandi meirihluta fyrir aðhald í fjármálum og hvað vel hafi gengið að stýra bæjarbatterýinu á kjörtímabilinu og blablabla... ég sagði bara já og amen en skaut því að að það hafi ekkert verið gert hérna á kjörtímabilinu þannig að það kæmi mér ekki á óvart að skuldastaðan væri nú eitthvað skárri en hún var - skárra væri það nú.  

 verð samt að skjóta einu að hérna - á vef dalvíkurbyggðar dalvik.is er verið að benda á heilsu átakið "Hjólað í vinnuna" sem er auðvitað gott mál en kaldhæðnin í þessu er sú að allavega 3 sem starfa á bæjarskrifstofuni búa utan sveitarfélagsins - á akureyri og í ólafsfirði, gætu svo sem verið fleiri. En ég efast um að þeir starfsmenn hjóli í vinnuna.

Verð að koma því aftur að að mér finnst fáránlegt að fólk sem er ráðið til starfa hjá Dalvíkurbyggð skuli ekki vera með búsetu hér, allavega lögheimili - það er lágmark að þeir sem fá vinnu hér borgi sín gjöld hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband