Færsluflokkur: Bloggar

Góð helgi að baki

Jæja þá er enn einum fiskideginum lokið með miklum glæsibrag, ég upplifi þennan dag ekki eins og allir hinir því ég var að spila með 4 hljómsveitum á stóra sviðinu: Blúsbandi Hölla Vals, Hljómsveitinni Best Fyrir, Dætrum byggðarlagsins og Eyþóri Inga ásamt því að spila í beinni útsendingu á Bylgjunni með 2 síðast nefndu.

Ég smakkaði lítið af fiskinum, náði samt að fá mér smá, komst ekki í að smakka risapizzuna né að skoða neitt af því sem var í boði en ég er samt sáttur og stoltur af mínu framlagi til Fiskidagsins  og vona að það sé metið mikils, því það er ekki sjálfsagt að tónlistarfólk geri svona lagað og taki ekki krónu fyrir það!

Nú get ég líka slakað á og spilað golf næstu daga því dagarnir fyrir fiskidaginn fóru í ferð til höfuðborgarinnar og æfingar með öllum þessum hljómsveitum.

 næsti fiskidagur verður 8. ágúst 2009 - byrjaður að telja niður Smile


1. í verslunarmannahelgi

og ég vaknaður, klukkan er 06:54!

Gat bara ómögulega sofið lengur. 

Það verður gaman þessa helgi, verð að spila með Tröllaskagahraðlestinni á síldarævintýrinu á Fjallabyggð í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld - á laugardagsmorgun tek ég þátt í golfmóti á Arnarholtsvelli n.t.t. Dalvíkurskjálftanum og á rástíma 10:20.

Eyþór Ingi verður með okkur á laugardagskvöld, æfðum í gær nýtt lag eftir Eyþór sem lofar góðu enda ekki við öðru að búast frá þessum eðal tónlistarmanni.

Svo á mánudagsmorgun bruna ég til Reykjavíkur, og ef einhvern vantar far er það velkomið þar sem ég verð einn á ferð, Ása mín er að fara á eftir í flug og verður í brúðkaupsveislu á morgun.

Svo eru bara 8 dagar í aðaldaginn, Fiskidaginn!! stefnir allt í það að ég verði að spila með 3 hljómsveitum á sviðinu daginn þann.

kveðja úr Loðnutorgi, gatan kemur víst til með að heita það fiskidagshelgina.

gangið hægt um gleðinnar dyr og fariði varlega elskurnar Wink


golfarinn...

fór í golf í dag, geeggjað veðurGrin

golf1.jpg

golf_616612.jpg


meira um trommuleikara

 ég er nokkuð viss um að ég get gert betur en þetta allavega 


Penn ekki alveg í lagi..

í minni sveit notar fólk oftast öskubakka eða stígur á stubbinn.

það er greinilega ekki mikið um að vera í fréttum þegar svona lagað kemst að.

 

ashtray


mbl.is Drepur í sígarettum á fótlegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt það já....

ég er nú trommari og hef verið nokkuð virkur spilari undanfarin 20 ár og ekki get ég sagt að ég sé í einhverju sem heitir topp form, enda snýst trommuleikur að mestu leiti að gera hlutina eins áreynslulaust og hægt er - mesti misskilningur sem foreldrar gera er að senda ofvirk börn sín að læra á trommur, því trommuleikur byggist upp á miklum aga og fjarri því að vera einhver útrás eins og fólk virðist halda.

Þó að líkamlegt form mitt sé kannski ekki það besta er ég í góðu spilaformi og fer nokkuð létt með að spila 4-5 tíma ball þar sem lítið er stoppað milli laga.

samkvæmt mínum kokkabókum er þessi könnun ekkert nema bull - og trommarar eiga að vera þéttirGrin


mbl.is Trommuleikarar með svipað þol og íþróttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórtíðindi í vændum, framhald..

Þá er búið að taka upp lagið sem stórstjarna mun ljá rödd sína, ég tók upp trommur á þriðjudag, bassi var þá einnig hljóðritaður - blaðamaður kom á svæðið smellti nokkrum myndum.

Og í gær voru hljóðritaðir gítarar og þá er einungis eftir að hljóðblanda og bíða svo eftir því að stórlaxinn mæti á svæðið og klári dæmið.

Við erum að tala um mann sem er klárlega frægari en Stefán Hilmarsson og Helgi Björnsson til samans.

Og að mínu mati er Bubbi Morthens peð miðað við okkar mann!

 


Stórtíðindi í vændum....

Það verða vonandi stórtíðindi á næstu dögum eða vikum í tónlistarbransanum því forsprakki hljómsveitarinnar Best fyrir, Elmar Sindri Eiríksson er að landa stórlaxi til að syngja eitt lag á komandi plötu sveitarinnar og þeir verða varla stærri en þessi á íslenskan mælikvarða - ég vil halda spennunni, og gef því ekki meira upp að sinni.

Er eitthvað að frétta?

það er alveg spurning, ég hef spilað golf af eldmóð - búinn að fara í tíma hjá golfkennara og sveiflan er að taka á sig rétta mynd... loksins.

Svo er Blúshátíðin ný afstaðin og var gerður góður rómur af því framlagi sem ég tók þátt í sem var að spila ásamt Tröllaskagahraðlestinni með Lísu Hauks og Eyþóri Inga ásamt því að spila á balli á laugardagskvöldinu.

Svo erum við félagarnir í hljómsveitinni Best fyrir að æfa nokkuð reglulega því það á að taka upp plötu á næstu misserum.

Svo styttist í ættarmót hjá Litlakots ættinni -  það verður 18. og 19. júlí. Ég hef aldrei verið viðstaddur slíkt mót og er orðinn spenntur að upplifa það.

Síðast en ekki síst er ekkert svo lagt í verslunarmannahelgi - þá verður spilað fyrir dansi á síldarævintýri á Sigló. Og líka núna 5. júlí.

 

Og svo er það fiskidagurinn - þá verður nú gaman.

 

meira var það ekki.


Spalletti sagði ekki ég, Hiddink sagði ekki ég....

mér skilst að það sé ekki nokkur maður sem hefur verið talað við hafi áhuga á að taka við Chelsea, alveg furðulegt - allir  aurarnir hans Romans sem geta keypt hvað sem er. En er þetta ekki bara alveg eðlilegt, Olíuaurarnir virka bara ekki lengur og þjálfarar hafa ekki metnað í að fara til liðs þar sem peningar hafa allt of mikil áhrif að færni þeirra sem þjálfara hverfur í skuggann?

 

 Kannski að starfið verði auglýst á næstu dögum

Fótboltalið í London óskar eftir framkvæmdarstjóra - mikil vinna, góð laun í boði 


mbl.is Spalletti næstur í röðinni hjá Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband