Spalletti sagði ekki ég, Hiddink sagði ekki ég....

mér skilst að það sé ekki nokkur maður sem hefur verið talað við hafi áhuga á að taka við Chelsea, alveg furðulegt - allir  aurarnir hans Romans sem geta keypt hvað sem er. En er þetta ekki bara alveg eðlilegt, Olíuaurarnir virka bara ekki lengur og þjálfarar hafa ekki metnað í að fara til liðs þar sem peningar hafa allt of mikil áhrif að færni þeirra sem þjálfara hverfur í skuggann?

 

 Kannski að starfið verði auglýst á næstu dögum

Fótboltalið í London óskar eftir framkvæmdarstjóra - mikil vinna, góð laun í boði 


mbl.is Spalletti næstur í röðinni hjá Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sverrir minn hafðu engar áhyggjur, þeir eiga eftir að fá klassa þjálfara til starfa...eðlilega getur þetta gengið erfiðlega þegar þeir reyna við þjálfara hjá liðum sem eru ekki eðlilega til í að sleppa þeim. Að Hiddink hafi sagt nei er ekki skrýtið þar sem hann er í mjög spennandi uppbyggingarstarfi með Rússana og á þessum líka ofur launum. En Chelsea verður ekki stjórnað af neinum kúkalabba get garanterað það. Mancini, Spalletti eða Ancelotti...jahh nú eða Scolari. Þetta eru allt klassanöfn sem koma sterklega til greina. Og jú oliuaurarnir virka alveg lengur, Chelsea á eftir að kaupa og kaupa og kaupa klassaleikmenn í sumar og enda aftur í 1sta eða 2ru sæti.

Addi E (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband