Skrýtið

Samningur Eyjólfs var til 31.okt en forkeppnin klárast ekki fyrr en 21. nóv - skrítinn samningur sem KSÍ gerðu, það hefði verið gáfulegt að semja til loka forkeppninnar, en ég grenja ekkert yfir því að hann sé hættur, nú bíð ég "spenntur" eftir því að KSÍ mafían ráði nýjan þjálfara, mín tillaga er hins vegar að auglýsa djobbið og sjá hverjir hafa áhuga á því - eða ráða útlending sem hefur engin tengsl við félögin hér heima, tala nú ekki um að fá þjálfara sem leikmenn fara ekki í fílu við og gefa ekki kost á sér í liðið.
mbl.is Eyjólfur hættur sem þjálfari landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Maðurinn er búinn að stjórna 14 leikjum! Þetta er alltaf svona... nokkrir leikir, 1-2 tímabil og út með þjálfarann, ekki skrýtið að það gerist ekki neitt í fótboltanum og handboltanum, liðið bara nær ekki saman að neinu leiti... Það er alla vega mín skoðun. En þetta er mjög góður punktur hjá þér, erlendann þjálfara næst og einhvern sem liðið fer ekki í fýlu við og fólk verður bara að leyfa þjálfaranum að vinna sína vinnu. íslensku liðin (í fótbolta og handbolta),og þá sérstaklega stjörnumennirnir Eiður og Ólafur, eru ALLTOF fýlugjarnir.

ViceRoy, 27.10.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband