Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Litli frændi kominn í heiminn :)

Gleðileg tíðindi í fjölskyldunni í dag, Jónína systir mín og Elmar unnusti hennar eignuðust dreng kl. 11:24 í morgun og gekk fæðingin mjög vel. Guttinn er stór og fallegur eins og hann á kyn til og heilsast foreldrum vel. Ég og Stefán fórum á fæðingardeildina eftir hádegið og vorum rosalega stoltir af henni Nínu systur og auðvitað Elmari líka og ég smellti mynd af honum á símann minn og birti hana hér (vonandi með góðfúslegu leyfi foreldrana)

Innilega til hamingju bæði, enn og aftur - þetta er æðislegt!Photo-0241


nýtt áhugamál

jæja ég er búinn að fá mér golfsett og þar með kominn með veikina, fór með Elmari mági mínum í golf um daginn og gekk alveg ágætlega miðað við byrjanda - fórum einn hring á vellinum og þegar ég kom heim fékk ég leyfi hjá Ásu minni sem er stödd í Noregi að kaupa mér eitt settið í viðbót, nema að nú var það ekki trommusett, heldur golfsett :)

Golfsettið kom svo í dag og það var alveg spurning um hvor var spenntari að fara á golfvöllinn, ég eða Elmar.

Skráði mig svo í Golfklúbbinn Hamar í dag og er alveg hooked á þessu, sem er bara frábært.

Nú má Tiger fara að vara sigWhistling


svona er þetta bara...

Auðvitað á stúlkan að vera í fangelsinu þann tíma sem dómur úrskurðar, hún er örugglega ekki sú eina sem hefur fengið móðursýkiskast eftir að hurð fangaklefans skellur og slagbrandurinn settur á.  Og sama hvað hver segir þá á hún ekki að komast upp með það að væla sig út úr vandanum - eins og svo margir reyna.

"Frægð" hennar og auður foreldrana getur ekki breytt þeim staðreyndum sem hún var dæmd fyrir og skal hún því dúsa þarna þar til yfir líkur - vonandi lærir hún á þessu að það má ekki keyra fullur eða gera hvað sem er.

samt efast ég einhvernvegin að hún læri nokkuð á þessu.

en við skulum sjá til.... 


mbl.is Hilton send aftur í fangelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband