Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Karl eða kona?

Voðalega er sá sem skrifaði þessa frétt illa að sér, miðað við videoið sem fylgdi fréttinni voru þetta ekki bara kýr, sem er kvenkyns tegundin, heldur líka naut, og mér sýndist þetta bara vera naut  sem er karlkyns tegundin.

í augum flestra eru þetta sennilega bara beljur, sem mér finnst ekki fallegt orð yfir þessi yndislegu dýr.

 þetta er bara eins og fréttamaðurinn segði  frá því að 100 nemar við háskólann hefðu útskrifast og það væri sagt að það hefðu bara verið karlar.


 


mbl.is Sluppu á leið á sláturhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klám?

hver kvartar yfir svona?

ég hélt að þetta væri einmitt það sem fólk vildi sjá - karlmenn allavega, líklega hafa þessi brjóst ekki verið nógu falleg og einhver karlinn hefur kvartað, eða svo falleg að konurnar hafi öfundað og beðið sundlaugarvörðinn að lána henni föt til að hylja dýrðina.

ég er einmitt að fara að vinna í sundlauginni hér í nokkra daga sem afleysingamaður, og þá er betra að vera með á hreinu hvort þetta má hér í lauginni - hef reyndar verið að vinna þar áður og séð konur bera á sér brjóstin, þá var ekki kvartað og við starfsmennirnir settum ekkert út á þetta.

þetta er alveg út í hött - að konur sem vilja bera á sér þennan líkamshluta sé bannað það, hvar er jafnréttið?

 svo maður tali ekki um suma karlmenn (mig þar á meðal)  sem eru jafnvel með stærri brjóst en sumar konur, og loðnir í þokkabót. Væri þá ekki smekklegra að hafa okkur í bol og leyfa konunum að bera sig?smekklegt að sjá þetta í sundi?


mbl.is Bannað að bera brjóstin í Hveró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pottþétt!!

Mínir menn komnir áfram eftir auðveldan sigur í mílano, inter voru greinilega ekki tilbúnir í taktíska herinn hans Rafa og hlupu um eins og hauslausar rollur framan af leik og fannst best að skjóta yfir eða framhjá markinu þegar færi gafst á því að skora.

Og ekki hjálpaði það þeim að missa mann af velli með rautt spjald á 51. mínútu.

Og vil ég ekki kenna rauða spjaldinu um þessar hrakfarir - heimaliðið sá alveg um það á þess að blanda þessu spjaldi í það. 

Torres skoraði svo gull af marki á 66. mínútu og málið var klárt - liðið úr bítlaborginni á leið í 8 liða úrslit. 

Liverpool yfirburðalið á vellinum og gerðu grín að leikmönnum inter sem eru að rústa ítölsku deildinni og höfðu ekki tapað nema 2 leikjum heima af síðustu 55 minnir mig.

MAGNAР


mbl.is Torres skaut Liverpool í 8 liða úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór Dagur

í dag fagna ég 33 ára afmæli mínu og þakka fyrir kveðjurnar sem ég hef fengið í sms skeytum á msn og kommentum hér á bloggi mínu, einnig á móðir mín afmæli í dag og óska ég henni innlega til hamingju með daginn.

Þess má einnig geta að Sálin hans jóns míns spilaði í fyrsta sinn á þessum degi 1988 og á því 20 ára afmæli í dag og ég er einmitt að fara í veisluna hjá þeim á föstudaginn.

Osama Bin Laden á líka afmæli í dag - held að hann sé 51 árs og ég óska honum ekki til hamingju. 


Magnað

Mikið var ég ánægður þegar Villareal vann þetta ofmetna lið Barcelona, ég fylgist ekkert mikið með spænska boltanum en samt hef ég einhvernveginn aldrei þolað Barca - er meira fyrir Real Madrid ef ég á að velja milli stóru liðana á spáni en ég valdi mér einhverntíman lið til að halda með og fyrir valinu varð Deportivo, veit ekki alveg af hverju ég valdi þá, og ég veit ekki í hvaða sæti þeir eru.

Held að þessi Eiður Smári sé varla betri knattspyrnumaður eftir þennan tíma á spáni, orðinn formaður bekkjarfélagsins og þorir ekki til englands aftur í hörkuna og hraðann þar. 


mbl.is Tomasson skellti Börsungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki deyja úr þreytu

þessi er greinilega ekki búinn að sjá auglýsingar umferðarstofu, og þar að auki próflaus.

Hvað er að svona liði - keyra um hálfsofandi og án réttinda!! 


mbl.is Sofnaði og ók á sendlabíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldusigur

Fínn sigur hjá mínum mönnum í Liverpool í dag, Pennant með ljótasta mark sitt á ferlinum kom Liverpool í 1-0 og Torres með 19. markið í deildinni rétt fyrir hlé. 2-0

Kóngurinn Gerrard innsiglaði svo sigurinn á 50. min 3-0 og leikurinn búinn.

Torres og Gerrard voru svo teknir af velli í síðari hálfleik og leikurinn fjaraði út eftir það. 


mbl.is Rándýrt mark hjá Torres í stórsigri Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært!!

Jæja nú geta man utd menn hætt að tala um að vinna þessa blessuðu þrennu, undarlegt að sjá dæmda vítaspyrnu á old trafford og líka rautt spjald - hreinlega man ekki eftir því áður!

Portsmouth menn heppnir að vinna leikinn en ég fagnaði því gríðarlegaDevil


mbl.is Portsmouth sigraði Man Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toorrrreess!

Þessi maður er ekki hægt, þrenna í kvöld gegn West Ham og Gerrard með glæsimark að venju - Mínir menn voru að spila virkilega vel, og verður ekki tekið af þeim þó svo að mótherjinn hafi varla mætt til leiks.

Svo er Slóvakinn Martin Skrtel að koma virkilega vel út  og verður ekki auðvelt að vinna sætið af honum í liðinu eins og er.

 

flottur leikur. 


mbl.is Torres með þrennu gegn West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vei!!!

kannski verður hann ekki í hópnum í næsta leik ,alveg merkilegt hve mikið íþróttafréttamenn - þá sérstaklega á 365 miðlunum nenna að pæla í þessu gerpi sem Eiður Smári er.

Er það ekki komið í ljós að hann á ekki neitt erindi í þetta Barcelona lið, sem er alls ekki eins vel mannað og haldið er - og ofmetið í þokkabót.


mbl.is Eiður lék í hálftíma í tapleik Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband