Gott mál, vona að þetta verði að lögum

Mér finnst það hið besta mál að matvörubúðir fái að selja bjór og léttvín eins og tíðkast í öðrum löndum - eru það ekki þau lönd sem við erum alltaf að miða okkur við?

Svo er náttúrulega annað mál hvort sala með þessum hætti auki neysluna, sem ég held reyndar að gerist óhjákvæmilega. Er þetta ekki hluti af menningunni?

Held líka að fólk kaupi ekki eins mikið af bjór og léttvíni ef þetta verður komið inn í stórmarkaðina - fólk fer þangað nokkrum sinnum í viku til að kaupa í matinn og grípur það kannski 3-4 bjóra með , en ef það fer í ríkið kaupir það kassa af bjór og kannski sterka með, jafnvel 2 :) 

Í mínu tilfelli þegar ég var að byrja að eiga við vín þá var ekkert ríki hér á dalvík og þurftum við unglingarnir að finna einhvern sem var að fara til akureyrar og láta viðkomandi kaupa fyrir okkur, og þá vildi maður fá meira en minna því það var ekki alltaf létt að redda einhverjum til að kaupa, algengt var að fá sér flösku og kippu eða tvær, þá var drukkið meira. Svo þegar vínbúðin opnaði hér þá drakk a.m.k. ég minna og fer voðalega sjaldan þangað, þegar aðgengi er betra að þessu breytast drykkjusiðirnir, þannig að ég held að þetta leysi vandann að hluta til að selja í verslunum. 


mbl.is Í startholunum með Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband