Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ef og hefði

Já  þá er tímabilinu formlega lokið hjá mínum mönnum og óska ég Chelsea til hamingju með að vera komnir í úrslitin, það bara hlaut að koma að því að þeir kæmust í gegn um undanúrslitin.

En ekki var það létt, Liverpool veittu harða keppni og hefðu átt að fá vítaspyrnu í framlengingunni en því miður var ekkert dæmt, kannski hefur dómarinn haft orð Alex Ferguson í huga þegar hann sagði að ekki ætti að dæma víti í mikilvægum leikjum þegar lítið væri eftir, og líka fannst mér uppbótartíminn heldur snauður, svo ég haldi áfram að vitna í Ferguson.

Ég nenni ekki að pirra mig á þessum úrslitum og get alveg unað Man Utd og Chelsea að komast þangað sem Liverpool kallar sitt annað heimili - um að gera að leyfa fleirum að vera meðWink


mbl.is Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimska segi ég.

Hvers vegna í ósköpunum er fólk að draga þessi ferlíki á eftir sér í svona veðri!!? Eða vera með þessa hlunka í eftirdragi yfirleitt, miðað við íslenska vegakerfið þá finnst mér þetta vera hrein og klár heimska að vera með þessi hýsi aftan í öðrum hverjum bíl eltandi sólina hvert einasta sumar, vera má að það sé voðalega skemmtilegt og spennandi að spá í hvar sólin verði á morgun.

Svona hýsi sem hinn venjulegi íslendingur er með kostar örugglega yfir eina milljón, sum meira reyndar og fyrir eina milljón og rúmlega það er hægt að gista 100 sinnum á hóteli og spara bensínkostnað sem fylgir því að draga skuldahalann á eftir sér, eða fara 5-10 sinnum á sólarströnd, það er þá líklega sól þar, í stað þess að þeysast um landið í leit að henni allt sumarið.

Svo má líka vera bara heima hjá sér - sólin kemur fyrir restW00t


mbl.is Hjólhýsi splundraðist á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfaldlega ekki rétt

 bull

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að Liverpool hafi unnið Meistaradeildina 6 sinnum, rétt er að þeir hafa unnið 5 sinnum 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005.

En mikið vona ég að þeir nái þeim 6. í ár, fyrsta baráttan að þeim titli verður annaðkvöld og það á velli sem  Liverpool hefur ekki skorað á síðan 2004, gangi okkur vel!!

 

 


mbl.is Enskur úrslitaleikur í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta örugglega GAS?

ég sá ekki betur en þetta hafi verði svona úðabrúsi sem hárgreiðslufólk notar eða sem blómaáhugamenn nota til að úða á blómin. Svo kallast þetta piparúði er það ekki, ekkert GAS í  því er það?

Heimsku löggur 


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskyr komnir á vinsældarlista!!

vinsaeldGladdi mig mikið þegar ég sá þetta áðan á netlista tonlist.is, og skora ég á alla að hringja á rás2 og biðja um þetta lag og hjálpa okkur í að kynna þetta!!

djöfulsins væl er þetta

óþoland að vita þetta - það er nú oftar en ekki sem þetta hevítins manjú lið er með dómarann með sér í liði.
mbl.is Carlos Queiroz: Þarf kannski að skjóta einn okkar niður í teignum til að fá vítaspyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sumarið komið!

 

Gleðilegt sumar kæru vinir!

Síðustu dagar hafa verið spennandi hjá okkur félögum í Heimskyr þar sem diskurinn okkar kom formlega út á Tónlist.is

Gunnar Hjálmarsson hringdi í mig á miðvikudaginn og spurði um diskinn og skemmtilegast var að heyra að honum líkaði bara vel það sem hann heyrði og birtist viðtal við mig í fréttablaðinu í gær sem og á vísir.is

Svo kom umfjöllun í Bæjarpóstinum í gær þannig að það er búið að ganga vel að kynna efnið þrátt fyrir að við höfum ekki gert mikið í að koma okkur á framfæri við þessa miðla.

Næstu daga kemur diskurinn út í mjög takmörkuðu upplagi, og ef þú hefur áhuga á að eignast eintak er um að gera að hafa samband við mig eða skilja eftir skilaboð hér á blogginu. 

hér er svo myspace síðan okkar - allir að vera vinir okkar þar Grin


Var þetta Riise að kenna?

Ég er ekki sammála að Riise sé sökudólgurinn í þessu, Arbeloa og Mascherano reyndu lítið að gera þegar Kalou sendi boltann fyrir markið og settu Riise í þessa vondu stöðu að skalla boltann í eigið mark - þetta hefði getað verið hver sem er í Liverpool liðinu.

Torres er í mínum augum skúrkur leiksins að klúðra 2-3 dauðafærum - því fór sem fór!

Það verður ekkert létt að spila á brúnni í næstu viku, en þetta er ekki búið!! 


mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útgáfudagur í dag

 Ég  ásamt Ragnari Ólasyni sem skipum dúettinn Heimskyr sendum í dag frá okkur 12 lög  á verki sem kallast Snilld, hægt er að hlusta á brot úr lögunum á www.tonlist.is  eða kaupa efnið í heild sinni - einnig er hægt að kaupa stök lög. Ég og Ragnar syngjum allt nema eitt lag sem er Rokksmellurinn Hey ertu komin - það syngur Eyþór Ingi Gunnlaugsson. 

cover Heimskyr


Hvar væri blogg án lesenda

Ég hef velt því fyrir mér oft í vetur, þegar þeir sem lýsa leikjum frá enska boltanum tuða endalaust yfir því hvar Liverpool væri statt ef krafta Fernando Torres nyti ekki við, hvað höfum við ekki oft heyrt þessa setningu frá Arnari Björns,Gumma Ben og Þorsteini Gunnarssyni "hvar væri Liverpool án Torres!!"

Ég hef ekki heyrt Hörð Magg eða Gaupa segja þetta, enda báðir miklir Liverpool aðdáendur. 

Þá spyr ég: hvar væri Man Utd án Ronaldo, bíll án dekkja, banki án vaxta og rúgbrauð án smjörs?


mbl.is Ronaldo, Tevez og Rooney hafa skorað 72 mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband