Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Óvæntur sigur?

Ég get ekki sagt að þessi sigur hjá stóra liðinu í Manschester borg hafi verið óvæntur - allavega bjóst ég við sigri City manna sem báru höfuð og herðar yfir Utd sem spiluðu einhverra hluta vegna í öðrum búningum en vanalega sem litu svipað út og 1958, mér fannst það ekki kúl allavega.

Og þegar man utd spilaði í svona búningum unnu þeir aldrei neitt og skil þess vegna ekki hvað þeir voru að gera í þessum búning.

Mínir menn náðu hins vegar í gott stig á Brúnni í 0-0 leik við Chelsea þar sem Liverpool var nú aðeins betra liðið á vellinum. 


mbl.is Manchester City sigraði 2:1 á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

dálítill munur á lögum íslams og íslands

Með fullri virðingu á Íslams trú er þetta ekki aðeins of langt gengið að hengja manngreyið eftir 4 fyllerí!

Þetta er eitthvað annað en íslensk lög sem ná ekki einu sinni yfir  að refsa mönnum, undir áhrifum víns eða fíkniefna.

þeir menn sem nauðga á hrottalegan hátt  eða ganga svo illa í skrokk á fólki og ekkert alltaf  undir áhrifum fíkniefna eða víns, fá sjaldan þunga dóma fyrir það - og ef svo óheppilega vill til að dómur fellur er það það stutt að borgar sig varla að dæma í því - málið dautt og eftir sitja fórnarlömbin með nokkra þúsundkalla í miskabætur, með brotna sál og líkama.

En sökudólgurinn endurtekur leikinn aftur og aftur eins og dæmin sanna og ekkert er að gert!! 

Nei ekki á íslandi - hér þykir greinilega ekkert varið í að dæma nauðgara eða árásarmenn að neinu viti.  

 


mbl.is Dauðarefsing fyrir að drekka áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

flóttinn mikli

þessi könguló hefur vitað hvað verða vildi og ákvað að reyna flótta út þessu "rammgerða" búri sem heilbrigðiseftirlit suðurnesja skaffaði fyrir þetta stórhættulega dýr  - tarantula er skaðlaus með öllu skilst mér og þó ég sé ekki mikið fyrir þessi dýr þá fannst mér óþarfi að eitra fyrir henni.

hefði verið best að stappa duglega á henni og málið dautt Devil


mbl.is Tarantúlan reyndi að flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband