Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Stiklað á stóru..
Fimmtudagur, 27. september 2007
búið að vera þó nokkuð um að vera hérna í torginu síðustu daga og ekki laust við að húsbóndinn sé ögn búinn á því eftir þetta - eins og ég sagði í síðustu færslu tók ég mig til og reif teppið af gólfinu og fékk karl faðir minn til að leggja með mér, hann mætti galvaskur á laugardaginn en þá var ég rétt ný farinn út til að keppa í bændaglímu golfklúbbsins sem gekk bara vel, þar sem ég sigraði andstæðing minn nokkuð örugglega (vann með 4 holu mun) keppt var í holukeppni - svo þegar ég kom heim blautur og þreyttur var pabbi nýfarinn og búinn að leggja á stofuna og helminginn af holinu þannig að þetta hefur gengið nokkuð vel , svo héldum við áfram á sunnudaginn og nú á bara eftir að setja á eldhúsið - við fengum ekki nógu mikið af parketi til að klára.
í dag fór ég með Nínu inn á akureyri til að vera barnapía meðan hún fór til læknis og er ég stoltur af því að hafa fengið að gæta Eriks Hrafns frænda míns í fyrsta skiptið - og ekki það síðasta held ég hehe!
Svo á morgun stendur til að bruna á Seyðisfjörð með Elmari og ná í bíl sem hann og Nína systir voru að kaupa frá þýskalandi.
Svo af útgáfumálum hjá okkur Ragga er allt í vinnslu - við erum búnir að fá 5 lög sem eru nánast klár og ég get með nokkurri vissu sagt að þessi diskur á eftir að koma á óvart, sum lögin þarna hljóma mikið betur en ég þorði að vona - ætli þetta við verðum ekki í jólaplötuflóðinu í ár
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Framkvæmdir í Torginu
Föstudagur, 21. september 2007
nú eru framkvæmdir hafnar, til stendur að leggja parket á heimili mínu - ég tók vel á því í gær og fjarlægði teppið af gólfinu, ofsa duglegur Vonandi kemur parketið í dag svo við getum byrjað um helgina, annars er helgin nokkuð þétt bókuð hjá mér þar sem undirritaður er að fara að spila á dansballi í kvöld á hótel KEA, og í fyrramálið ætlaði ég að keppa í golfi - lokamót klúbbsins, bændaglíman sjálf, svo verður dottið í það um kvöldið - þannig að parketlögn hefst líklega ekki fyrr en á sunnudag.
þar til næst, Sverrir
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Efstir
Föstudagur, 7. september 2007
Loksins - ég er búinn að halda úti bloggsíðu í ein 5 ár og aldrei getað glaðst yfir því að mínir menn í Liverpool vermi toppsæti enska boltans hérna á blogginu en núna er tækifærið og smelli ég topp 5 hérna í því tilefni.
1. Liverpool 4 3 1 0 11:2 10
2. Arsenal 4 3 1 0 7:3 10
3. Everton 5 3 1 1 8:5 10
4. Chelsea 5 3 1 1 7:6 10
5. Man. City 5 3 0 2 4:2 9
og taka skal fram að þessi 2 mörk sem Liverpool hafa fengið á sig komu bæði úr vítaspyrnum - það seinna úr skandalsvítinu sem Chelsea fékk og dómarinn baðst svo afsökunar á að hafa dæmt.
Sumir hafa gagnrýnt kaup á leikmönnum liðsins en frammistaða þessara manna sýnir að réttir menn hafa verið keyptir og nefni ég sérstaklega Andriy Voronin sem hefur skorað 3 mörk og Fernando Torres sem líka hefur skorað 3
það er ekkert kalt á toppnum - stefnum á að vera þar sem lengst :)
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Allt fyrir ástina, eða hvað?
Mánudagur, 3. september 2007
Brad og Angelina hafa aldrei sagt ég elska þig við hvort annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2007 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)