Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Klám - varúð!!!

og byssur í sem eru að þykjast vera lampar, svo maður tali ekki um kynlífshjálpartækin!!! - veit Sóley Tómasdóttir af þessu?

 

 


mbl.is Byssulampar og kynlífshjálpartæki á hönnunarsýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pæling

var að velta fyrir mér um daginn hvað fólk væri að meina þegar það segir t.d. "hann liggur bara eins og hráviði þarna" hvað er hráviði? 

annað dæmi, "ég ligg hér eins og slitti" hvað er slitti? 

spyr sá sem ekki veit 


Hananú.. allt orðið vittlaust

Það er eins og megi ekki koma snjókorn úr lofti þarna á höfuðborgarsvæðinu þá verður allt snar galið, ég las fyrirsagnir hjá nokkrum  sem hafa bloggað um þessa frétt. líkt og ég er að gera núna og sá t.d. "afhverju er ekki saltað fyrr" og "þetta er ísland" ég vil svara þessu - afhverju er fólk ekki á réttum dekkjum í svona færð? og þetta er ekki ísland heldur : þetta er höfðuborgarsvæðið þar sem fólk kann yfirleitt ekki að keyra í snjó og hálku.

Það er ekki eðlilegt að það fari allt andskotans til þó að komi smá snjór og hálka.

þetta er kannski spurning um stærri,dýrari bíla og breiðari dekk svo að tjónið verði meira. 


mbl.is Hálka veldur umferðaröngþveiti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er körlum illa við bleika gúmmíhanska?

Ég get svo sem ekki svarað fyrir alla karlmenn, en mér er ekki illa við bleika gúmmíhanska. 

Man samt ekki eftir því að hafa sett slíka hanska á hendur mínar, hanskarnir sem ég notaði þegar ég vann í fiski voru rauðir og uppþvóttahanskarnir mínir eru gulir - kannski að ég fái mér bleika næst, ef þeir fást í minni stærð.

Annars gleymi ég nú oftast að setja upp gúmmíhanskana þegar ég vaska upp og skúra - finnst líka gaman að setja gúmmíhanska á hausinn á mér en það er allt annað mál:) 


mbl.is Er körlum illa við bleika gúmmíhanska?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agalegt

Eða þannig, hverjum er ekki sama, ekki veit ég um neinn sem drekkur bara Tab. Veit um marga sem eru kókistar - eða drekka bara sprite og sjálfum mér er pepsi max minn kóladrykkur. 

Man alltaf eftir því þegar ég sá TaB auglýsingu í fyrsta sinn, kona með línurnar í lagi (þar var líklega verið að reyna að koma að hjá fólki að það yrði "mjótt" ef það dyrkki TaB)

Merkilegt hvað koma og fara mikið af gosdrykkjum, sérstaklega man ég eftir  kóladrykkjum frá kók: Vanillu kók, sérrí kók, kók með sítrónubragði, koffeinlaust og sykurlaust kók og eflaust fleira sem ég man ekki eftir. Og allar þessar tegundir stoppuðu stutt á markaðinum og framleiðslu þeirra hér á landi var hætt fljótlega eftir mikla markaðssettningu sem skilaði sér engan vegin. Og Pepsi menn hafa farið álíka flatt á þessu líka - man eftir pepsi blue sem var jú blátt og sérstaklega óaðlaðandi drykkur, pepsi max með lime eða lemon bragði - ekkert spes.

Svo er þetta kók zero að tröllríða öllu núna - mér finnst pepsi max enn vera það besta í kólastríðinu.

 

og að lokum

TaB R.I.P. TaB.


mbl.is TaB af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki alveg í lagi þarna...

vona að þessi árátta leggist ekki á trommulleikara almenntGrin
mbl.is Tommy tottar tær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjálæði

Hvað gengur manninum til með þessu brjálæði? 

Vissulega er erfitt að sanna hver ók hjólinu en miðað við bloggsíðuna þar sem þetta var birt fer ekkert á milli mála að þessi Skúli ók líklega Súkkuni - samt er ekkert hægt að fullvissa það.

Efast um að lög og reglur þessa lands nái fram að ganga í þessu máli held ég, þó það væri óskandi. Þó svo að sjáist á hve miklum hraða sé ekið.

Þarf ekki að mæla hraðann og stöðva menn í framhaldinu svo sé hægt að refsa þeima fyrir brotið?

Ég er heldur ekki að sjá lögguna ná að stoppa svona menn, hvað þá að elta þá á landbúnaðartækjunum sínum - eins og Skúli segir á Bloggsíðuni sinni. 


mbl.is Myndir af mótorhjóli á ofsahraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott á hann

Svo vil ég ekki heyra umræðu um að koma þessum manni í lúxusinn í fangelsunum hérna á íslandi, mér blöskrar nú alveg þetta tal um að "frelsa" íslenska fanga - þessir menn brutu af sér og eiga að afplána dóm sinn þar og mér er slétt sama þó að um ættingja minn væri að ræða - tala nú ekki um ef hann hefði barið fólk með kylfu og nærri drepið það eins og sá sem er verið að vinna í að koma heim núna - man ekkert hvað hann heitir. 

Láta þá taka út sína refsingu - á það að vera á ábyrgð íslenskra stjórnvalda að koma þessum aumingjum heim, hafi þeir brotið af sér í öðru landi?

Nei er mitt lokasvar


mbl.is Dæmdur í 3 ára fangelsi í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldeilis smekklegt af gömlum manni?

Ferguson orðinn ellihrumur, geðillur og notar F orðið óspart.

Meiga menn segja hvað sem er - mér sýnist á þessu að greyið blaðamaðurinn hafi ekkert verið að tala um eitthvað viðkvæmt, enska knattspyrnu sambandið ætti nú að taka á þessu og dæma kallinn í bann fyrir svona sorakjaft - og ef það verður ekki gert þá geta menn nú orðið sagt hvað sem er við þessa blaðasnápa - sem Fergusyni þykir greinilega ekkert gaman að tala við - sérstaklega þegar um leikarskap Ronaldo er að ræða. 


mbl.is Ferguson hellti sér yfir fréttamann Sky Sports
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður lifir ekki á kexi einu saman...

Ég átti leið í samkaup/úrval áðan og þá blasti við mér drengur með fulla innkaupakörfu af kexi og örðu mishollu, nefni ekki nafn drengsins hér þar sem hann skammaiðst sín mikið fyrir þessi innkaup og sýna þau vel velmegunina í þjóðfélaginu. 

Ég tók hins vegar mynd af öllusaman og ef vel er að gáð sést í skóbúnað kaupanda.

 

 

kex


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband