Er eitthvað að frétta?
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
það er alveg spurning, ég hef spilað golf af eldmóð - búinn að fara í tíma hjá golfkennara og sveiflan er að taka á sig rétta mynd... loksins.
Svo er Blúshátíðin ný afstaðin og var gerður góður rómur af því framlagi sem ég tók þátt í sem var að spila ásamt Tröllaskagahraðlestinni með Lísu Hauks og Eyþóri Inga ásamt því að spila á balli á laugardagskvöldinu.
Svo erum við félagarnir í hljómsveitinni Best fyrir að æfa nokkuð reglulega því það á að taka upp plötu á næstu misserum.
Svo styttist í ættarmót hjá Litlakots ættinni - það verður 18. og 19. júlí. Ég hef aldrei verið viðstaddur slíkt mót og er orðinn spenntur að upplifa það.
Síðast en ekki síst er ekkert svo lagt í verslunarmannahelgi - þá verður spilað fyrir dansi á síldarævintýri á Sigló. Og líka núna 5. júlí.
Og svo er það fiskidagurinn - þá verður nú gaman.
meira var það ekki.
Athugasemdir
Fiskidagurinn?Eigum við að ræða það eitthvað!!!!
Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.