Magnað
Mánudagur, 10. mars 2008
Mikið var ég ánægður þegar Villareal vann þetta ofmetna lið Barcelona, ég fylgist ekkert mikið með spænska boltanum en samt hef ég einhvernveginn aldrei þolað Barca - er meira fyrir Real Madrid ef ég á að velja milli stóru liðana á spáni en ég valdi mér einhverntíman lið til að halda með og fyrir valinu varð Deportivo, veit ekki alveg af hverju ég valdi þá, og ég veit ekki í hvaða sæti þeir eru.
Held að þessi Eiður Smári sé varla betri knattspyrnumaður eftir þennan tíma á spáni, orðinn formaður bekkjarfélagsins og þorir ekki til englands aftur í hörkuna og hraðann þar.
Tomasson skellti Börsungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessaður vertu og til hamingju með afmælið í dag, hann lengi lifi húrra húrra húrra... þú hefur ekki boðið konunni hans Gessa í afmælið þitt? Gleymi ekki þegar Gessi bauð bekknum í afmæli konunnar.
Kveðja, Gunnþór
Gunnþór (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 09:30
hahah nei ég náði því ekki, man eftir þessu með afmæli konunar - slakt bakkelsi, þurr gömul kaka úr bakaríinu og samlokubrauð með sultu.
Sverrir Þorleifsson, 10.3.2008 kl. 09:53
Sæll gamli vinur og til hamingju með afmælið. Heyrði á leiðinni í vinnuna að það er formlegt afmæli Sálarinnar Hans Jóns Míns í dag. Þeir spiluðu fyrst opinberlega 10. mars 1988. Ekki slakt að eiga sama afmælisdag og Sálin, sem við erum NB að fara á tónleika með. Svona tengist þetta allt saman.
Ragnar Ólason, 10.3.2008 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.