Er verið að ljúga í okkur?
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Einmitt, Merzedes Club kalla sig hljómsveit - vinsæla hljómsveit, hvernig getur það verið?
Hljómsveit er að mínu mati þannig skipuð að í henni eru meðlimir sem kunna eitthvað á hljóðfæri -þurfa ekkert að kunna neitt mikið sko, aðeins bara. Og að mínu viti kallast það ekki að vera í hljómsveit þar sem helmingurinn af bandinu slær með gerfikjuðum á plattrommur og sá sem spilar á eina hljóðfærið er ekki með það tengt - og söngkonan getur ekki sungið nema að hafa monitora sem segir henni hvað hún á að gera - oftast fölsk samt, þetta er nú meiri hljómsveitin!
Jú jú svo sem er þetta alveg möguleiki, einu sinni var ég í hljómsveit þar sem nokkrir kunnu ekki á hljóðfærin sín en við vissum af því og vorum þvi ekki að gera plötusamning og bóka okkur allar helgar, heldur æfðum við okkur í dálítinn tíma og náðum smá tökum á þessu.
núna síðustu ár hef ég verið í nokkrum hljómsveitum - blúsbandi sem æfði aðeins í byrjun en hefur ekki æft neitt síðustu 2-3 ár en samt höfum við spilað á tónleikum reglulega, hittumst einu sinni á ári og það gengur upp því við kunnum á hljóðfærin okkar.
Og líka ballhljómsveit sem spilar 2-3 gigg í mánuði - skipuð 4 mönnum og við höfum aldrei æft , þannig að ég viðurkenni ekki merzedes club sem hljómsveit sama hvað hver segir - ekki fyrr en fólkið kann eitthvað að spila á hljóðfærin sín, og trommurnar verða alvöru trommur!!
Ceres4 er sennilega sá eini sem er vanur og það eina sem hann gerir er að halda uppi stemmingunni með einhverjum gólum og gauli.
Og þið sem eruð mér ekki sammála hafði greinilega ekkert vit á þessu frekar en meðlimir merzedes club.
Eurobandið er hljómsveit með alvöru tónlistarmönnum sem kunna að spila á hljóðfærin sín - þar liggur kannski munurinn á atkvæðunum í forkeppninni hér heima
hver veit:)
Vöðvabúnt vinsælli en Eurobandið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Og þið sem eruð mér ekki sammála hafði greinilega ekkert vit á þessu frekar en meðlimir merzedes club"
Þú hljómar eins og bitur kjelling
FLÓTTAMAÐURINN, 2.3.2008 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.