Óvæntur sigur?
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Ég get ekki sagt að þessi sigur hjá stóra liðinu í Manschester borg hafi verið óvæntur - allavega bjóst ég við sigri City manna sem báru höfuð og herðar yfir Utd sem spiluðu einhverra hluta vegna í öðrum búningum en vanalega sem litu svipað út og 1958, mér fannst það ekki kúl allavega.
Og þegar man utd spilaði í svona búningum unnu þeir aldrei neitt og skil þess vegna ekki hvað þeir voru að gera í þessum búning.
Mínir menn náðu hins vegar í gott stig á Brúnni í 0-0 leik við Chelsea þar sem Liverpool var nú aðeins betra liðið á vellinum.
Manchester City sigraði 2:1 á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.