dálítill munur á lögum íslams og íslands
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Með fullri virðingu á Íslams trú er þetta ekki aðeins of langt gengið að hengja manngreyið eftir 4 fyllerí!
Þetta er eitthvað annað en íslensk lög sem ná ekki einu sinni yfir að refsa mönnum, undir áhrifum víns eða fíkniefna.
þeir menn sem nauðga á hrottalegan hátt eða ganga svo illa í skrokk á fólki og ekkert alltaf undir áhrifum fíkniefna eða víns, fá sjaldan þunga dóma fyrir það - og ef svo óheppilega vill til að dómur fellur er það það stutt að borgar sig varla að dæma í því - málið dautt og eftir sitja fórnarlömbin með nokkra þúsundkalla í miskabætur, með brotna sál og líkama.
En sökudólgurinn endurtekur leikinn aftur og aftur eins og dæmin sanna og ekkert er að gert!!
Nei ekki á íslandi - hér þykir greinilega ekkert varið í að dæma nauðgara eða árásarmenn að neinu viti.
Dauðarefsing fyrir að drekka áfengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mönnum er refsað á Íslandi fyrir að vera með áfengi. Veit um einn sem var með nokkra bjóra og undir áhrifum og ónefnd lögga handtók hann og fór með á löggustöðina. Og hótaði svo að loka hann inni fyrir að ljúga til nafns. Þú lýgur ekki að lögreglunni öskraði hann. Þessi maður, þ.e. hinn handtekni drekkur ekki í dag og er mætur þjóðfélagsþegn. Þú þekkir hann vel. Hann hefur snúið við blaðinu og lætur ekki góma sig aftur.
Ragnar Ólason, 7.2.2008 kl. 10:11
já ég man eftir þessu umrædda atviki og kannast við kauða sem laug til um nafn, batnandi mönnum er best að lifa eins og einhver sagði einhverntíman:)
Sverrir Þorleifsson, 7.2.2008 kl. 16:02
Vonandi er kauði ekki Ragnar Ólason...því það er algjört möst að fá sér í glas með honum á fiskidögum :)
Addi E (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.