þarf eitthvað að ræða þetta?

The Times dagblaðið á Englandi birti í gær lista yfir stigahæstu liðin á Englandi frá upphafi.

Það er Liverpool sem trónir á toppnum á listanum en Manchester United fylgir á hæla þeirra í öðru sæti.

Stigin eru talin frá stofnun efstu deildar á Englandi árið 1888 og er Liverpool með 5927 stig úr 3643 leikjum en það gerir 1,63 stig að meðaltali í leik. Liverpool hefur líka unnið deildina oftast eða 18 sinnum en Manchester United hefur unnið hana 15 sinnum. Manchester United eru eins og áður segir í öðru sæti með 5337 stig úr 3287 leikjum en það gerir 1,62 stig að meðaltali í leik. Í þriðja sæti er svo Arsenal, sem hefur orðið meistari 13 sinnum, með 5780 stig úr 3643 leikjum eða 1,59 stig að meðaltali í leik. Næstu lið á listanum eru svo Leeds United (1,48 stig að meðaltali), Aston Villa (1.47), Everton (1,47), Tottenham (1,44), Newcastle United (1,43), Wolverhampton Wanderers (1,42) og Burnley (1,41). Chelsea, Englandsmeistari síðustu tveggja ára, eru í fjórtánda sæti, með 1.39 stig að meðaltali í leik og ef þeir ætla að ná Liverpool verða þeir að fá 90 stig á hverju tímabili næstu 23 árin. Everton, sem stofnaði efstu deildina ásamt fleiri liðum, hafa spilað flesta leiki eða 4027 en Liverpool hafa unnið flesta, 1674. Everton eiga líka metið yfir flest jafntefli, 987, og töp, 1402.

segiði mér svo hvaða lið hefur náð bestum árangri á englandi ha - sannleikurinn kemur alltaf í ljós 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi bara til hamingju innilega með þetta. En hefðin færir manni því miður ekki titla, ég ætti nú að vita það s.b. NBA. En allir vita samt að Chelsea er langbesta liðið, ekki satt?

Addi E (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 13:57

2 identicon

Og svo var fólk að gera grín af mér fyrir að fíla úlfana.

Hölli (IP-tala skráð) 30.7.2006 kl. 20:14

3 identicon

Og svo var fólk að gera grín af mér fyrir að fíla úlfana.

Hölli (IP-tala skráð) 30.7.2006 kl. 20:14

4 identicon

Sweeepy Gonzales, þú ert ennþá með tengil inná blog.central síðuna mína, viltu vera svo vænn góurinn, að breyta því í www.holli.dk

Hörður Valsson (IP-tala skráð) 6.8.2006 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband